Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 17
Morgunblaðið/Golli Kjör Óvissa hefur ríkt um hvort kjarsamningum verði sagt upp fyrir 1. febrúar en þá eiga laun að hækka um 3,25%. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Líkur hafa aukist á að samninga- nefnd ASÍ og fulltrúum Samtaka at- vinnulífsins takist á næstu dögum að ganga frá samkomulagi um endur- skoðun kjarasamninga. Viðræðurn- ar komust á skrið eftir útspil SA fyr- ir helgi, sem lýstu sig reiðubúin til viðræðna við ASÍ um að stytta samn- ingstíma kjarasamninga til 31. des- ember nk. og hefja viðræður um undirbúning næstu kjarasamninga. Að sögn Vilhjálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra SA, varð til plagg með ákveðnum hugmyndum að lausn í viðræðunum yfir helgina, sem lagt var fyrir stjórn SA í hádeginu í gær. Samninganefnd ASÍ fór einnig yfir þessar niðurstöður á fundi eftir há- degi. Samþykkt í meginatriðum á stjórnarfundi SA í gær Stjórn SA samþykkti hugmynd- irnar sem fyrir liggja í meginatriðum en að sögn Vilhjálms eru þó ákveðin atriði sem menn vilja fá nánari skýr- ingar á og lagfæra þurfi orðalag. Til að koma til móts við sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar hafa SA fallist á frekari styttingu samnings- tímans, þannig að núgildandi samn- ingar gildi til 30. nóvember. Um- samdar hækkanir komi því til framkvæmda 1. febrúar eins og samningarnir kveða á um. Jafnframt er í plagginu kveðið á um að þegar í stað verði hafin vinna við undirbún- ing að næstu kjarasamningum, unn- ið verði markvisst að því með raun- hæfum aðgerðum að halda verðbólgu í skefjum, sem ASÍ leggur mikla áherslu á, og reynt verði að ná samstöðu um meginþætti atvinnu- stefnu til að glæða hagvöxt, skapa störf og bæta lífskjör. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að viðræðum miði áfram miðað við opnun samninganna í nóvember og að byggt verði á því að ráðist verði í aðgerðir í verðlagsmálunum þannig að næstu samningar geti hvílt á meiri stöðugleika. Atvinnurekendur hafi ekki viljað fallast á að hækka laun meira 1. febrúar en kveðið er á um í samningunum. Skiptar skoðanir eru innan raða ASÍ en að sögn Gylfa líta menn til þess að þingkosningar fara fram í apríl og ef samningum yrði sagt upp núna, sé hætta á að gerð samninga dragist fram eftir árinu. Betra gæti verið að fá umsamdar hækkanirnar 1. febrúar og vinna svo markvisst að verðlagsmálunum, því mikil verð- bólga eigi stærstan þátt í að forsend- ur samninga hafa brostið. Skoða álögur á vöruveltu og auka aðhald í verðlagsmálum ,,Atvinnurekendur voru til í að ljá máls á því að stytta samninginn og að samtökin myndu vinna saman. Þeir lögðu til atvinnumálin en við höfum viljað ræða við þá um forsend- ur verðlags og aukið aðhald að verð- bólgu,“ segir hann. Menn vilji ræða forsendur fyrir verðlækkunum, m.a. að skoða ýmsar álögur á vöruveltu en jafnframt verði líka að auka að- hald að verðhækkunum bæði fyrir- tækja og opinberra aðila með raun- verulegum aðgerðum. Þegar hefur verið ákveðið að auka verulega verð- lagseftirlit ASÍ og veita þarf fyrir- tækjum meira aðhald, að sögn Gylfa. Skýrast mun á næstu dögum hvort endanlegt samkomulag næst um þessi atriði en mikil fundarhöld eru fyrirhuguð í dag og á næstu dögum í landssamböndum og aðildarfélögum ASÍ. Fallist viðsemjendur á þessar meginhugmyndir ætti að mati Vil- hjálms ekki að vera mikil vinna eftir. Útlit fyrir að kjarasamningar haldi og gildi til loka nóvember  Útlínur sam- komulags um end- urskoðun samn- inga í fæðingu FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013 Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjör- dæmi í Borgarnesi á laugardag var samþykktur fram- boðslisti flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Á listanum eru jafn margar konur og karlar, en efstu sæti skipa Guðbjartur Hannesson ráðherra, Akranesi, Ólína Þorvarð- ardóttir alþingismaður, Ísafjarðar- bæ, Hörður Ríkharðsson kennari, Blönduósbæ, og Hlédís Sveinsdóttir, sjálfstætt starfandi, Akranesi. Viðhaft var flokksval við röðun í efstu sæti á lista sem fór fram með póstkosningu dagana 12.-23. nóv- ember 2012. Fimm buðu sig fram og 701 tóku þátt eða 46,9% skráðra fé- laga í kjördæminu. Í flokksvalinu varð Guðbjartur efstur með 533 at- kvæði og Ólína önnur með 435 at- kvæði. Hlédís varð þriðja með 443 atkvæði en vegna fléttulistaaðferðar færðist hún niður fyrir Hörð sem kom fjórði út úr flokksvalinu með 479 atkvæði. Benedikt Bjarnason, frá Ísafirði, varð fimmti með 379 at- kvæði en hann vermir nú sjöunda sætið á endanlegum lista sem val- nefnd stillti upp og lagði fram tillögu um á kjördæmisþinginu. Að sögn Ólafs Inga Guðmundssonar, for- manns kjördæmisráðs Samfylking- arinnar í Norðvesturkjördæmi, var listinn samþykktur á kjördæmis- þinginu með dynjandi lófaklappi. Leiðir lista Samfylk- ingarinnar Guðbjartur Hannesson BMW X5 MODERN LINE = ALLT INNIFALIÐ Nú bjóðum við BMW X5, í nýrri MODERN LINE útgáfu, hlaðinn aukabúnaði. Nýja útgáfan er t.a.m. með 8 gíra sjálfskiptingu, BMW Professional hljómtæki, 18" álfelgum, leðurinnréttingu með rafdrifnum, upphituðum framsætum og minnisstillingum, fjarlægðarskynjurum að framan og aftan, Bluetooth tengibúnaði fyrir síma, Cruise Control, glæsilegum viðarlistum í mælaborði, sjálfdekkjandi baksýnisspegli, toppgrindarbogum, málmlit og þægilegu Servotronic léttstýri. BMW xDrive 30d 6,7 l / 100 km* – CO2 195 g – 7,6 sek. í hundrað Verð: 12.890 þús. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 13 2 *Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. Hrein akstursgleði BMW www.bmw.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.