Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013 Parki býður upp á fjölbreyttar lausnir í loftakerfum Mono hjóðísogsloftin frá Rockfon eru án allra sýnilegra samskeyta og gefa rýminu stílhreint yfirbragð. Einnig býður Parki upp á hefðbundin kerfisloft af ýmsum gerðum. Loftin eru ofnæmisprófuð með 15 ára ábyrgð. Láttu drauminn rætast hjá okkur. Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Enn einu sinni er fjallað um háfjallaveiki í fjölmiðlum. Nú vegna þess að þau tvö sem nýlega ætluðu að klífa Acongagua (rétt undir 7.000 metrunum á hæð) urðu alvarlega veik. Sem betur fer gekk allt að óskum og þau sluppu heil á húfi. Sum okkar hlutfalls- lega fáu hér á landi sem oft höfum klifið yfir 5.000 metrana búum yfir margvíslegri reynslu af hæðaraðlögun. Skemmst er frá að segja að háfjallaveiki eða umtalsverð foreinkenni hennar eru ekki sjálfsagðir eða öruggir fylgi- fiskar ferða á fjöll á hæðarbilinu um það bil 3.500-8.500 m og heldur ekki ferða til hálendra landa (2.700 til 2.800 metra og þar yfir). Hér eru nokkur mikilvæg atriði sem verður að hafa í huga. Set þau fram í von um að umræða um hæð- araðlögun verði jarðbundin og und- irbúningur fyrir hæðarferðir fólks batni. Set mig ekki á háan hest. 1. Hæðaraðlögun er einstaklings- bundin og hana er lítt hægt að þjálfa. 2. Gera verður greinarmun á for- einkennum eins og höfuðverk, ógleði eða vægum jafnvægistrufl- unum og eiginlegri háfjallaveiki (lungna- eða heilabjúg). 3. Hæðaraðlögun fer fram í ein- staklingsbundnum takti við daglega hækkun fólks og fer eftir svefnstað. Er hann í hæstu stöðu dagsins eða neðar? 4. Til að hæðaraðlagast fyrir +4.000 m tind þarf að meðaltali a.m.k. 3-4 daga upp- og nið- urgöngur í 2.000-3.500 m hæð. Fjall +5.000 m þarf um viku og aðlögun í yfir 4.000 m. Áfram svo: +6.000 m tvær vikur, +7.000 m þrjár og +8.000 fjórar vikur og þarna á milli má svo giska á dagafjölda og aðlög- unarhæðir. 5. Gönguhraði skiptir miklu máli, hæg ganga er mikil dyggð – þó ekki of hæg því tíminn hæst á fjallinu skiptir máli. Má ekki vera of lang- ur. Nægur matur, nægur drykkur og svefn eru líka þungvæg atriði. Mjög algengt er að þarna geri menn mistök eða nái ekki að hvíl- ast. Auðvitað er gott þrek mik- ilvægt til að halda dampi enda þótt það sé ekki beintengt við aðlög- unina 6. Menn eiga ekki að nota lyf sem fyrirbyggjandi aðgerð. Þau hafa hliðaráhrif (t.d. þétt þvaglát sem trufla svefn) og gera oft að verkum að önn- ur lyf sem þarf á að halda í neyðartilvikum geta virkað verr eða illa. Svo er það um- deilanlegt (raunar al- rangt að mínu mati) að stunda „doping“ við þessa útiveru eða íþrótt. Enginn mara- þonhlaupari með fulla sjálfsvirðingu tekur inn lyf fyrir hlaup. Lyf í háfjallaferðum á að taka inn við einkennum eða veiki, svo sem íbúfen við höfuðverk eða 2-3 fljótvirk lyf séu menn komnir með föst einkenni háfjallaveiki, sbr. í Argentínu nú í janúar. CERTEC- pokar (samanleggjanlegir þrýsti- klefar) eru hafðir með í mörgum leiðöngrum og skipta oftast sköpum áður en menn halda sem allra fyrst niður fjallið. 7. Áhugafólk jafnt sem reyndir fjallamenn verða að taka skrefin á hærri og hærri tinda í áföngum. Ekki er ráðlegt að byrja á 6.000 m eða 7.000 m tindi enda þótt stund- um gangi það upp ef fjallið er létt fyrir sinn flokk og menn gera allt rétt (sbr. Kilimanjaro). Flestir sem ná árangri á 6.000-8.000 m tindum hefja sína reynslusöfnun heima fyr- ir og í Ölpunum. Reynsla af al- mennri fjallamennsku (líka hér á landi) er um margt ólík reynslu úr háfjallamennsku. Ég hef heyrt af allmörgum Ís- lendingum sem hafa lent í vandræð- um með hæðaraðlögun sína og tel meginástæðuna í flestum tilvikum vera tvíþætta: Of stór byrjunarbiti og of mikil hraði á of fáum dögum. Hjá þessu er jafnan hægt að kom- ast. Vandinn er töluvert bundinn við vinsælustu fjöllin, Mont Blanc, Kilimanjaró, Elbrus og Acongagua, enda búið að stytta og „straumlínu- laga“ marga ferðina þangað á veg- um ferðaskrifstofa eða einfaldlega í meðförum fólks á eigin vegum sem ekki hefur næga reynslu. Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Sett eru fram nokkur mikilvæg atriði sem hafa ber í huga í háfjallaferðum og fyrir þær. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er fjallamaður til margra ára, heima og heiman. Háfjallaveiki er ekki lögmál Tveir helstu lög- spekingar Sjálfstæð- isflokksins fyrir 70 árum, Bjarni Bene- diktsson og Gunnar Thoroddsen, áttu sér draum um nýja stjórnarskrá, sem Ís- lendingar semdu al- farið sjálfir. En draumurinn hefur enn ekki ræst vegna þess að alltaf voru einhverjir sem komu í veg fyrir einróma niður- stöðu stjórnarskrárnefndanna sem vinna áttu verkið. Beitt var neitunarvaldi, farið „á hnefanum“ við að ónýta málið svo að notað sé orðalag Guðna Ágústssonar í Morgunblaðsgrein um stjórnar- skrármálið. Talsmenn allra flokka hétu nýrri stjórnarskrá 1943 og 1944 og í nýársávarpi sinu 1949 brýndi Sveinn Björnsson forseti stjórnmálamenn til að efna lof- orðið. Á Varðarfundi 1953 greindi Bjarni Benediktsson formaður stjórnarskrárnefndar, sem þá starfaði, frá nokkrum nýmælum í nýrri stjórnarskrá, og er mörg svipuð nýmæli að finna í frum- varpi stjórnlagaráðs 60 árum síð- ar. En stjórnarskráin, sem Bjarni vann að, varð ekki að veruleika, einkum vegna deilna um kosn- ingar og kjördæmaskipan. 1942 og 1959 fóru Bjarni og Gunnar „á hnefanum“ 1959 voru þeir Bjarni og Gunn- ar búnir að fá nóg af þessu rétt eins og 1942 þegar ákvæðum stjórnarskrár um alþingiskosn- ingar var breytt gegn hatrammri andstöðu annars stærsta stjórn- málaflokksins. 1959 gerðist þetta aftur gegn andstöðu sama flokks. Bjarni og Gunnar töldu sig knúna til þess eftir 30 ára þref, þegar annað dugði ekki, að fara „á hnef- anum“ eins og Guðni Ágústsson segir að Jóhanna Sigurðardóttir ætli að gera nú. Guðni fjallar í greininni um draum Gunnars, sem ekki rættist og gefur í skyn að hann hafi fallið á tíma af því að hann hafi ekki viljað fara „á hnefanum“ með nýja stjórnarskrá 1983. Samt fór hann „á hnef- anum“ 1942 og 1959. En hver er „hnefinn“ sem Guðni talar um? 1942 og 1959 fólst hann í úrslitum tvennra þingkosn- inga. Þjóðin skar úr. Nú felst „hnefinn“ í úrslitum þjóðar- atkvæðagreiðslu sl. haust og að þjóðin fái stjórnarskrá sem meirihlutinn vill, rétt eins og gerðist um breytingar á kosn- ingakaflanum 1942 og 1959. En nú fara þeir mikinn sem í raun stefna að því að draumur Bjarna og Gunn- ars verði að engu og þjóðin fái ekki að segja sitt. Draumur Framsóknar næstu 70 ár? Þeir sem í raun vilja hafa gömlu stjórnarskrána áfram, setja það skilyrði að einhugur verði á Alþingi um hana þótt vit- að sé að þetta skilyrði hefur orðið til þess að draumur Bjarna hefur ekki ræst í 70 ár og kannski ekki næstu 70 í viðbót ef áfram verður haldið á braut neitunarvalds harðsnúins minnihluta. Þetta er klökkt fyrir flokk Guðna Ágústs- sonar, Framsóknarflokkinn, sem gerði nýja stjórnarskrá að einu helsta kosningamáli sínu 2009. Síðan þá hefur málið verið í ferli í gegnum Alþingi, þjóðfund, stjórn- arskrárnefnd, stjórnlagaráð og nú síðast aftur hjá Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hryggir mig ef framsóknarmenn ætla nú að leggjast í baráttu gegn því að draumur Bjarna og Gunnars og þeirra sjálfra rætist og ganga í lið með þeim sem gera atlögu að sem flestum atriðum nýju stjórnarskrárinnar, oft með því að ala á misskilningi og mis- túlka greinar. Í grein Guðna Ágústssonar er því til dæmis enn og aftur haldið fram að lands- byggðin fái aðeins 11 þingmenn. Þó stendur skýrum stöfum í stjórnarskrárfrumvarpinu að „at- kvæði kjósenda alls staðar á land- inu vega jafnt“. Það merkir að landsbyggðin á rétt á að ráðstafa 23 þingsætum en ekki 11 eins og hver étur upp eftir öðrum. Til að tryggja stöðu minnstu kjördæmanna enn frekar er ákvæði um að binda megi allt að 30 þingsæti við kjördæmi svo að öll nái sínu. Og af því að heimilt er að fjölga kjördæmunum upp í átta er hægt að tryggja að raddir sem flestra landsvæða heyrist á Alþingi og styrkt séu tengsl al- þingismanna og kjósenda. Ekki lengur utanþingsstjórn forsetans eins Því er haldið fram að innleiða eigi stjórnkerfi sem ekki eigi sinn líka á Vesturlöndum og er frum- varpið þó byggt á bestu fyrir- myndum, sem hægt er að finna í stjórnarskrám vestrænna þing- ræðislanda. Sagt er að völd for- seta stóraukist en því er öfugt farið. Þannig er í nýju stjórnar- skránni tekið það vald af forset- anum, sem hann hefur haft á lýð- veldistímanum, að geta myndað utanþingsstjórnir upp á eigin spýtur með gamla laginu. Þetta hefur verið mikið og oft dulið vald, oft sterkasta vald hans, samanber þrýstingur Sveins Björnssonar á stjórnarmyndanir 1947 og 1950 og Kristjáns Eld- járn í janúar 1980, sem var með utanþingsstjórn undir forsæti Jó- hannesar Nordal uppi í erminni ef þingið gæfist upp. Í núgildandi stjórnarskrá eru engin ákvæði um hvernig hægt sé að mynda stjórn og forsetinn hef- ur því býsna mikið svigrúm til að draga sér vald, en í nýju stjórn- arskránni eru settar um þetta verklagsreglur að bestu erlendri fyrirmynd. Guðni Ágústsson segir að frum- varpið verði því umdeildara sem lengra líður. Sama gerðist 1942 og 1959 þegar andstæðingar um- bótanna reyndu að koma í veg fyrir þær með því að herða róður- inn gegn þeim sem mest þeir máttu. Vonandi tekur stuðnings- fólk Framsóknarflokksins ekki þátt í slíkum leik nú. Eftir Ómar Ragnarsson »Krafan um neitunar- vald minnihlutans hefur ítrekað komið í veg fyrir að 70 ára draumur Bjarna Bene- diktssonar og Gunnars Thoroddsen hafi ræst. Ómar Ragnarsson Höfundur sat í stjórnlagaráði. Bjarni Ben. og Gunnar Thor. áttu draum – en fóru „á hnef- anum“ ef annað dugði ekki Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi um- ræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgun- blaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem not- anda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.