Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
✝ Jón KristjánEinarsson
fæddist á Sæbóli í
Kaldrananeshreppi
í Strandasýslu hinn
8. apríl 1943. Hann
lést á Landspítal-
anum, Hringbraut
21. desember 2012.
Foreldrar hans
voru Einar Jakob
Jónsson frá Sæbóli í
Kaldrananeshreppi
í Strandasýslu, f. 14. júlí 1914, d.
28. janúar 2007, og Hólmfríður
Pálmadóttir frá Akureyri, f. 28.
ágúst 1919, d. 11. apríl 2010. Jón
átti fimm systkini, þau eru: 1)
Kristjana Einarsdóttir, f. í sept-
ember 1939, hún lést tveggja
vikna gömul. 2) Steingrímur Ein-
arsson, f. 25. apríl 1941. Eigin-
kona hans var Inga Jóna Stein-
grímsdóttir, hún lést 2002. 3)
Sigurður Pálmi Einarsson, f. 18.
apríl 1946. Eiginkona hans er
María Teodora GeMúnoz. 4)
Garðar Einarsson, f. 11. nóvemb-
er 1948. Eiginkona hans er Guð-
vinna og var hann fljótur að byrja
að sækja sjóinn. Hann fór fyrst á
grásleppuveiðar og annað tilfall-
andi sem ungur drengur en við
fermingu hóf hann sjómennsku-
feril sinn af alvöru og stundaði
sjóinn frá Drangsnesi. Hann fór
ungur að heiman á vertíð á hina
ýmsu staði um landið. Hann út-
skrifaðist með stýrimannspróf
frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík árið 1969 og stundaði
sjómennskuna ákaft eftir það
sem stýrimaður eða skipstjóri
þar til hann steig alfarið í land ár-
ið 1978. Þótt hann léti af sjó-
mennskunni vék hann ekki langt
frá þeim starfsvettvangi því í stað
þess að sækja fiskinn hóf hann að
selja hann í fiskbúð sem hann
keypti og rak af mikilli alúð og
fagmennsku í Skaftahlíð 24 í
Reykjavík til ársins 1997. Eftir að
Jón sagði skilið við fiskbúðina
starfaði hann um tíma hjá plast-
gerðinni Plastos í Garðabæ en fór
fljótlega þaðan til Skeljungs hf.
þar sem hann starfaði sem úti-
starfsmaður við ýmsar bensín-
stöðvar Skeljungs í Reykjavík, þó
starfaði hann lengst af á bens-
ínstöð Skeljungs við Laugaveg
eða þar til hann lét af störfum
vegna aldurs árið 2010.
Útför Jóns fór fram í kyrrþey
að hans ósk.
björg Bárðardóttir.
5) Smári Einarsson,
f. 20. október 1950.
Eiginkona hans er
Bára Reynisdóttir.
Hinn 9. mars 1974
kvæntist Jón eftirlif-
andi eiginkonu
sinni, Ingibjörgu
Hjörvar, f. 6. októ-
ber 1953, dóttur Eg-
ils Hjörvar og Krist-
ínar Hjörvar sem
eru nú bæði látin. Jón og Ingi-
björg eignuðust tvær dætur, þær
eru Kristín Friðrikka Jónsdóttir,
f. 30. september 1974, og Krist-
jana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, f.
16. september 1980, sambýlis-
maður hennar er Elías Már
Guðnason, f. 8. janúar 1980. Dæt-
ur Kristjönu af fyrra hjónabandi
eru Birgitta Rut, f. 10 apríl 2001,
og Margrét Júlía, f. 21. maí 2003.
Saman eiga Kristjana og Elías
Ingibjörgu Völu, f. 18. ágúst 2012.
Jón ólst upp á Drangsnesi á
Ströndum og lauk þaðan barna-
skólaprófi. Hann hóf snemma að
Hinn 21. desember sl. var spá
um heimsendi mikið í umræðunni
um allan heim og sjaldnast var sú
spá, eðlilega, tekin alvarlega. En
þótt heimurinn hafi ekki farist
þann dag get ég þó sagt að þann
dag hafi hluti af mínum heimi end-
að. Elskulegur faðir minn lést
þann dag eftir stutta og erfiða
baráttu við krabbamein. Hann
tókst á við þá baráttu með sinni
þrautseigju og áræði eins og hann
var vanur að gera með allt sem
hann tókst á við í lífinu en því mið-
ur dugði það ekki til í þetta sinn.
Faðir minn ólst upp á Drangs-
nesi á Ströndum og átti þetta litla
sjávarpláss ávallt sess í hjarta
hans. Hann var Strandamaður í
húð og hár og hegðaði sér sem
slíkur. Hann var hraustmenni
mikið og vinnusamur, iðjuleysi
var nokkuð sem hann ekki þoldi.
Sem dæmi um það minnist ég
þess er hann náði 67 ára aldri og
fór á eftirlaun. Þegar vika var lið-
in frá því síðasta vinnudegi hans
lauk hringdi ég heim til foreldra
minna þar sem móðir mín svaraði
í símann og ég spurði hvað hann
væri að brasa en ég hafði smáá-
hyggjur af því hvernig hann
myndi bregðast við að vera í enda-
lausu fríi eftir öll þessi ár vinnandi
eins og skepna. Jú, var maðurinn
ekki kominn með verkfæri í hönd
og byrjaður að brjóta niður vegg
sem lengi hafði staðið til að gera
og ekki löngu seinna hafði hann
málað alla íbúðina þeirra. Þarna
hætti ég að hafa áhyggjur af því
að hann fyndi sér ekki eitthvað að
gera en ég vonaðist þó til að hann
léti það vera að brjóta niður fleiri
veggi.
Vinnusemi var þó ekki það eina
sem einkenndi föður minn. Hann
bjó yfir miklu áræði, þrjósku,
sanngirni, röksemd og húmor.
Um ævi mína hefur reglulega ver-
ið sagt við mig hvað ég sé lík föður
mínum í útliti og persónu, það hef
ég aldrei tekið öðruvísi en sem
hrós því þeir eiginleikar sem hann
bjó yfir eru einnig í mér sjálfri og
er ég ekkert nema þakklát fyrir
það því þeir hafa reynst mér vel.
Ég á endalaust af minningum
um föður minn og líf mitt með
honum. Hversdagslegar minning-
ar og minningar frá tímamótum í
lífi hans og mínu, allar eru þær
fjársjóður sem ég mun geyma svo
lengi sem ég lifi. Ein minning kom
í hugann þegar ég kvaddi hann á
spítalanum er hann lést. Ég tók í
hönd hans og minntist þess þegar
ég var lítil að höndin mín hvarf
alltaf inn í stóru, sterku höndina
hans og viti menn, hún gerði það
líka þarna.
Það er erfitt að sitja eftir svona
ung og þurfa að kveðja föður sinn
í hinsta sinn. Að horfa á dætur
mínar, barnabörnin hans, sem
voru ljósið í lífi hans, vitandi það
að þær fá ekki að hafa afa sinn
lengur hjá sér og sú yngsta fær
ekki tækifæri til að kynnast þeim
merka manni sem hann var. En
lífið er ekki alltaf sanngjarnt og
hlutirnir fara ekki alltaf eins og
maður vill. Þá er ekkert annað
hægt en að þakka fyrir þær ynd-
islegu minningar sem eftir eru.
Elsku pabbi, hafðu þakkir fyrir
allt sem þú hefur veitt mér og gert
fyrir mig í mínu lífi. Takk fyrir
ástina, takk fyrir minningarnar.
Ég sé þig síðar þegar minn tími
kemur.
Þín pabbastelpa,
Kristjana.
Afi okkar var skemmtilegur,
góður og prakkari. Við eigum
margar góðar minningar um afa
okkar. Ef við gistum heima hjá
ömmu og afa og okkur langaði
ekki í það sem var í kvöldmatinn
þá máttum við sleppa að borða
það. Hann fór með okkur út að
leika til dæmis á róló og kenndi
okkur að veiða með stöng. Hann
gaf okkur laugardagsnammi og
stundum ís og oft meira nammi en
mömmu fannst nóg.
Afi nennti alltaf að horfa með
okkur á Tomma og Jenna, það var
skemmtilegt og við hlógum öll
saman.
Elsku afi, við elskum þig og
söknum þín en vitum að nú líður
þér vel og ert kominn í brúna að
sigla flottu skipi. Við lofum að
segja Ingu Völu fullt af sögum af
þér.
Sofðu vel.
Birgitta Rut og
Margrét Júlía.
Jón Kristján
Einarsson
HINSTA KVEÐJA
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt, elsku
Nonni minn, við sjáumst
síðar.
Ingibjörg Hjörvar.
Kom, vornótt og syng þitt barn í
blund!
Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín
mund
– ég þrái þig
breið þú húmsins mjúku verndarvængi,
væra nótt, yfir mig.
Draumljúfa nótt, fær mér þinn frið,
firr þú mig dagsins háreysti og klið,
ó, kom þú fljótt!
Elfur tímans áfram rennur,
ennþá hjartasárið brennur,
– skapanorn, ó, gef mér stundargrið!
Kom ljúfa nótt,
sigra sorg og harm,
svæf mig við þinn barm,
– svæf glaumsins klið
og gef mér frið,
góða nótt.
(Jón frá Ljárskógum)
Nú þegar ljúflingurinn Óttar
hefur kvatt okkur leita á hugann
góðar minningar um yndislegar
og ánægjulegar stundir á árum
með Óttari, Hrönn og fjölskyld-
unni. Bæði ógleymanlegar heim-
sóknir á Suðurgötuna og við önn-
ur tækifæri er gáfust fyrir
samveru beggja fjölskyldna. Þá
Óttar Símon
Einarsson
✝ Óttar SímonEinarsson
fæddist 11. október
1943 á Akranesi.
Hann lést á heimili
sínu, Landakoti,
föstudaginn 4. jan-
úar sl.
Útför Óttars fór
fram frá Akranes-
kirkju 14. janúar
2013.
var mikið skrafað og
hlegið dátt enda
Óttar gamansamur
maður en gat um
leið verið ákaflega
stríðinn. Hann var
hreinn og beinn og
kom eins fram við
alla. Einnig minn-
umst við frábærra
stunda í Vesturhópi
þar sem Óttar undi
sér ætíð vel í faðmi
náttúrunnar.
„Óttar á Sementsbílnum“ var í
miklum metum hjá okkur systk-
inunum. Þannig minnist Hákon
Baldur þess með hlýhug þegar
hann fékk að fara með Óttari á
sementsbílnum norður í Blöndu.
Sú ferð lifir í minningunni sem
sannkallað ævintýri fyrir níu ára
dreng og höfðu báðir mikla
ánægju af félagsskap hvor ann-
ars enda miklir mátar. Óttar var
okkur öllum góður og hafði
skemmtilega nærveru.
Við þökkum af heilum hug ljúf-
ar stundir og sendum samúðar-
kveðjur til Hrannar, barna þeirra
og fjölskyldna, svo og systkina
hans og fjölskyldna.
Ef minning geymir ást og yl
hún yfir sorgum gnæfir
því alltaf verða tónar til
sem tíminn ekki svæfir.
(Kristján Hreinsson)
Hafdís Hákonardóttir,
Ragnheiður, Hákon
Baldur og Sveinbjörn
Hafsteinsbörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUNNLAUG SIGURBJÖRG
SIGURÐARDÓTTIR,
Bogga Munda Valda Garðs,
áður til heimilis á Bárustíg 3,
Sauðarkróki,
sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki mánudaginn 7. janúar, verður
jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 15. janúar
kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnunina
á Sauðárkróki.
Margrét N Guðmundsdóttir, Rafn Benediktsson,
Guðlaug I. Guðmundsdóttir, Steinn Elmar Árnason,
barnabörn, makar
og langömmustelpurnar.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
STEFÁN PÉTUR EGGERTSSON
verkfræðingur,
lést þriðjudaginn 8. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 17. janúar kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Íslands og Styrktarsjóð Samtaka um tónlistarhús og Ruthar
Hermanns.
Kristín Gunnarsdóttir,
Hulda Stefánsdóttir, Pétur Þ. Óskarsson,
Gunnar Stefánsson, Arna Björk Jónsdóttir,
Eggert Stefánsson, Annabel Baxter
og barnabörn.
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR KRISTINN KLEMENSSON
bóndi,
Presthúsum í Mýrdal,
lést laugardaginn 12. janúar á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi.
Útförin fer fram frá Reyniskirkju í Mýrdal,
laugardaginn 19. janúar kl. 14.00.
Hrefna Finnbogadóttir,
Kristín Einarsdóttir, Sigurjón Rútsson,
Elísa B. Adolfsdóttir,
Klemens Árni Einarsson,
Finnbogi Einarsson,
Heiða Dís Einarsdóttir, Snorri Snorrason,
Signý Einarsdóttir, Flosi Arnórsson,
Haukur Einarsson, Sóley Rut Ísleifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi,
HAFSTEINN GUÐMUNDSSON
rafvirki,
Ofanleiti 5,
Reykjavík,
lést föstudaginn 11. janúar á
Landspítalanum, deild 11G.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18.
janúar kl. 13.00.
Sólveig Þóra Ragnarsdóttir,
Helgi Hafsteinsson, Hildur Elfa Björnsdóttir,
Guðmundur Hafsteinsson, Stefanía Björnsdóttir,
Elfar Þór Helgason,
Birna Ósk Helgadóttir,
Karen Guðmundsdóttir,
Íris Guðmundsdóttir.
✝
Ástkæri eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EYJÓLFUR EINAR JÓNSSON
bifreiðasmiður,
áður til heimilis Efstasundi 77,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimlinu Skjóli
föstudaginn 11. janúar, verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju föstudaginn 18. janúar kl. 13.00.
Jóhanna Alexandersdóttir,
Þröstur Guðni Magnús Eyjólfsson, Karen Jónsdóttir,
Inga Dóra Eyjólfsdóttir,
Alexander Eyjólfsson, Hjördís Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR
frá Ökrum,
Ánahlíð 16,
Borgarnesi,
lést 10. janúar.
Útförin auglýst síðar.
Börnin.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HARALDUR HARALDSSON KYVIK,
Kristiansand,
Noregi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 10. janúar.
Jarðsett verður í Noregi.
Gerd Haraldsson,
Magny, Ruth Kristine,
John Øyvind, Anne Kari, Sólrún
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
ÁRNI HRÓBJARTSSON,
lést á Landspítalanum föstudaginn 11. janúar.
Útför fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn
21. janúar kl. 15.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hjálparstarf kirkjunnar.
Kristrún Ólafsdóttir,
Hróbjartur Árnason, Sveinbjörg Pálsdóttir,
Hjördís Árnadóttir, Jóhann Jóhannson,
Helena Árnadóttir, Tómas Njáll Möller
og barnabörn.