Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013 Á tímamótum eins og þegarár mætast hugsa flestirsinn gang og stefna að nýjum markmiðum á nýju ári. Oft tekst ekki að uppfylla þau full- komlega en mestu skiptir kannski bara að halda áfram. Afreksfólkið Kári Steinn Karls- son og Ragna Ingólfsdóttir deilir sínum markmiðum fyrir árið með lesendum Sunnudagsblaðsins að þessu sinni. Þá fjöllum við um hvernig snjallsíminn getur að- stoðað við að ná markmiðum og hvatt okkur áfram í að standa við áramótaheit. Til að forðast mis- skilning er það nú samt ekki svo gott að hægt sé að senda æfóninn í ræktina – við þurfum víst að mæta í eigin persónu óháð tækni- framförum. Tæknin hjálpar okkur í mörgu en þegar móðir náttúra skellur á okkur í öllu sínu veldi, líkt og í óveðrinu sem gekk yfir landið um daginn, þarf oftar en ekki að dusta rykið af annars konar tækjum. Þá skiptir líka máli að láta ekki bug- ast þótt aðstæður breytist. Í Árneshreppi á Ströndum eld- aði skólastýran Elísa Valgeirs- dóttir humarsúpu á prímus um áramótin eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni. Hún við- urkenndi reyndar að það hefði ver- ið alveg hætt að vera kósí eftir 84 klukkutíma af kertaljósi! Í Sunnu- dagsblaðinu í dag er rætt við við Sigþór Guðbrandsson hjá Rarik í Ólafsvík sem stóð vaktina við að keyra dísilrafstöðvar bæjarins sleitulaust í rúma tvo sólarhringa til að rafmagn héldist á í þorpinu. Öll heimsins smáforrit hjálpa víst ekki þegar tugir rafmagns- staura liggja á jörðinni eftir veð- urhaminn. Nýtt ár ber með sér von og hækkandi sól. Þótt við sjálf göngum líklega enn á varaafli eft- ir hátíðirnar er engin ástæða til annars en að hlakka til að takast á við áskoranir nýs árs. RABBIÐ Eftir áramót Eyrún Magnúsdóttir Morgunblaðið fór á stúfana í Bolungarvík á norðanverðum Vestfjörðum að lokinni mikilli snjókomu á milli hátíðanna. Meðfylgjandi mynd var tekin á horni Aðalstrætis og Brimbrjótsgötu þegar veður var farið að æsast föstudagskvöldið 28. desember en í kjölfarið fylgdi ofsaveður á svæðinu. Snjó kyngdi lát- laust niður í rúman sólarhring að lokinni jólahátíðinni en umræddan föstudag kom slydda með tilheyrandi bleytu í snjósköflum og snjóruðningum. Fáir voru á ferli enda hafði verið varað mjög við óveðrinu í fjölmiðlum. Bæjarfulltrúarnir skrópuðu þó ekki á bæjarstjórnarfundi og funduðu stíft í ráðhúsinu hinum megin við Aðalstrætið. Nokkrir útgerðarmenn voru að huga að bátum sínum við höfnina og var vel gengið frá þeim en í óveðrinu slitnaði þó einn bátur frá bryggju og fór suður í slipp í byrjun nýs árs. kris@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Kristján Jónsson SNJÓ KYNGDI NIÐUR ÞEIM SEM ÓSKUÐU SÉR HVÍTRA JÓLA Á NORÐANVERÐUM VESTFJÖRÐUM VARÐ AÐ ÓSK SINNI. ÚR VARÐ MIKIL SNJÓKOMA MEÐ RAFMAGNSLEYSI OG TILHEYRANDI RASKI Á SAMGÖNGUM Á LANDI OG Í LOFTI. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Þrettánda/Nýárstónleikar. Hvar? Í Þjóðmenningarhúsinu. Hvenær? Sunnudaginn kl. 17:00 Nánar? Spiluð verður tónlist eftir Inga Bjarna. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Nýárstónleikar Hvað? Jazzhljómsveit með tónleika Hvenær? Sunnudags- kvöldið klukkan 21:30 Hvar? Á Faktorý, Smiðjustíg 6 Nánar? Frítt á tónleikana, þrælvanir strákar spila. Jazz á Faktorý Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Körfubolti kvenna. Hvar? Á heimavelli Njarðvíkur. Hvenær? Á laugardag klukkan 15:30. Nánar? Botnslagur í Úrvalsdeild kvenna, en Fjölnir er í síðasta sæti deild- arinnar og Njarðvík í því næst síðasta. Njarðvík - Fjölnir Hvað? Myndlist- arsýningin Shades of blue eftir Mariko Takahashi. Hvar? Í miðstöð myndlistar á Austur- landi: Skaftfelli. Hvenær? Laugardaginn kl. 16:00 Nánar? Myndlistarverk japansks lista- manns. Einnig verður opnuð vinnustofa listamanna við Norðurgötu. Myndlist á Austurlandi Hvað? Sögusýning um nokkur skáld. Hvenær? Á afgreiðslutíma Þjóðar- bókhlöðunnar. Nánar? Fjórar sýningar í gangi, m.a. með Jóhannesi úr Kötlum og Elíasi Mar. Sögusýning Hvað? Leikrit. Hvar? Borgarleikhúsinu. Hvenær? Sunnudaginn 6. janúar. Nánar? Stórvirki í bókmenntasögunni, drama um vináttu og samúð. Ertu mús eða maður? * Forsíðumyndina tók Árni Sæberg.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.