Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013 Á tímamótum eins og þegarár mætast hugsa flestirsinn gang og stefna að nýjum markmiðum á nýju ári. Oft tekst ekki að uppfylla þau full- komlega en mestu skiptir kannski bara að halda áfram. Afreksfólkið Kári Steinn Karls- son og Ragna Ingólfsdóttir deilir sínum markmiðum fyrir árið með lesendum Sunnudagsblaðsins að þessu sinni. Þá fjöllum við um hvernig snjallsíminn getur að- stoðað við að ná markmiðum og hvatt okkur áfram í að standa við áramótaheit. Til að forðast mis- skilning er það nú samt ekki svo gott að hægt sé að senda æfóninn í ræktina – við þurfum víst að mæta í eigin persónu óháð tækni- framförum. Tæknin hjálpar okkur í mörgu en þegar móðir náttúra skellur á okkur í öllu sínu veldi, líkt og í óveðrinu sem gekk yfir landið um daginn, þarf oftar en ekki að dusta rykið af annars konar tækjum. Þá skiptir líka máli að láta ekki bug- ast þótt aðstæður breytist. Í Árneshreppi á Ströndum eld- aði skólastýran Elísa Valgeirs- dóttir humarsúpu á prímus um áramótin eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni. Hún við- urkenndi reyndar að það hefði ver- ið alveg hætt að vera kósí eftir 84 klukkutíma af kertaljósi! Í Sunnu- dagsblaðinu í dag er rætt við við Sigþór Guðbrandsson hjá Rarik í Ólafsvík sem stóð vaktina við að keyra dísilrafstöðvar bæjarins sleitulaust í rúma tvo sólarhringa til að rafmagn héldist á í þorpinu. Öll heimsins smáforrit hjálpa víst ekki þegar tugir rafmagns- staura liggja á jörðinni eftir veð- urhaminn. Nýtt ár ber með sér von og hækkandi sól. Þótt við sjálf göngum líklega enn á varaafli eft- ir hátíðirnar er engin ástæða til annars en að hlakka til að takast á við áskoranir nýs árs. RABBIÐ Eftir áramót Eyrún Magnúsdóttir Morgunblaðið fór á stúfana í Bolungarvík á norðanverðum Vestfjörðum að lokinni mikilli snjókomu á milli hátíðanna. Meðfylgjandi mynd var tekin á horni Aðalstrætis og Brimbrjótsgötu þegar veður var farið að æsast föstudagskvöldið 28. desember en í kjölfarið fylgdi ofsaveður á svæðinu. Snjó kyngdi lát- laust niður í rúman sólarhring að lokinni jólahátíðinni en umræddan föstudag kom slydda með tilheyrandi bleytu í snjósköflum og snjóruðningum. Fáir voru á ferli enda hafði verið varað mjög við óveðrinu í fjölmiðlum. Bæjarfulltrúarnir skrópuðu þó ekki á bæjarstjórnarfundi og funduðu stíft í ráðhúsinu hinum megin við Aðalstrætið. Nokkrir útgerðarmenn voru að huga að bátum sínum við höfnina og var vel gengið frá þeim en í óveðrinu slitnaði þó einn bátur frá bryggju og fór suður í slipp í byrjun nýs árs. kris@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Kristján Jónsson SNJÓ KYNGDI NIÐUR ÞEIM SEM ÓSKUÐU SÉR HVÍTRA JÓLA Á NORÐANVERÐUM VESTFJÖRÐUM VARÐ AÐ ÓSK SINNI. ÚR VARÐ MIKIL SNJÓKOMA MEÐ RAFMAGNSLEYSI OG TILHEYRANDI RASKI Á SAMGÖNGUM Á LANDI OG Í LOFTI. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Þrettánda/Nýárstónleikar. Hvar? Í Þjóðmenningarhúsinu. Hvenær? Sunnudaginn kl. 17:00 Nánar? Spiluð verður tónlist eftir Inga Bjarna. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Nýárstónleikar Hvað? Jazzhljómsveit með tónleika Hvenær? Sunnudags- kvöldið klukkan 21:30 Hvar? Á Faktorý, Smiðjustíg 6 Nánar? Frítt á tónleikana, þrælvanir strákar spila. Jazz á Faktorý Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Körfubolti kvenna. Hvar? Á heimavelli Njarðvíkur. Hvenær? Á laugardag klukkan 15:30. Nánar? Botnslagur í Úrvalsdeild kvenna, en Fjölnir er í síðasta sæti deild- arinnar og Njarðvík í því næst síðasta. Njarðvík - Fjölnir Hvað? Myndlist- arsýningin Shades of blue eftir Mariko Takahashi. Hvar? Í miðstöð myndlistar á Austur- landi: Skaftfelli. Hvenær? Laugardaginn kl. 16:00 Nánar? Myndlistarverk japansks lista- manns. Einnig verður opnuð vinnustofa listamanna við Norðurgötu. Myndlist á Austurlandi Hvað? Sögusýning um nokkur skáld. Hvenær? Á afgreiðslutíma Þjóðar- bókhlöðunnar. Nánar? Fjórar sýningar í gangi, m.a. með Jóhannesi úr Kötlum og Elíasi Mar. Sögusýning Hvað? Leikrit. Hvar? Borgarleikhúsinu. Hvenær? Sunnudaginn 6. janúar. Nánar? Stórvirki í bókmenntasögunni, drama um vináttu og samúð. Ertu mús eða maður? * Forsíðumyndina tók Árni Sæberg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.