Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013
Ferðalög og flakk
Þ
ær glápa á ferðamennina sem eru í
lautarferð við Cam-ána í Cambridge,
áreiðanlega ekki vegna þess að þeim
finnst þeir svo álkulegir heldur í von
um æti. Endurnar kætast mjög við að fá
brauðmola og ferðamennirnir gleðjast yfir að
geðjast þeim. Á sólríkum degi eru margir í
pikknikk við Cam-ána, annaðhvort undir ein-
hverju af risastórum trjánum sem veita gott
skjól eða við árbakkann. Það er eitthvað bæði
skáldlegt og rómantískt við veruna þarna,
enda margt fólk sem lætur vel hvað að öðru,
sumir draga upp gítarinn og syngja lög frá
sjöunda áratugnum eða úr nútímanum þennan
laugardagseftirmiðdag. Samkvæmið er hafið!
Ekki langt frá glápa kýr á ferðamenn,
ósköp rólegar og áreiðanlega ýmsu vanar.
Þær eru ekki í leit að æti enda vel haldnar af
landleigjendum sem sumir eru enn háskól-
arnir. Nei, þær horfa á misklaufalega ferða-
menn róa á Cam-bátum undir allar stórkost-
legu brýrnar og bak við alla glæsilegu
háskólana. Sumir eru flinkari en aðrir, sem
falla í ána og rennblotna. Öllu flinkari eru at-
vinnuræðararnir sem hægt er að ráða og
segja þeir þá sögu brúnna sem eru ekki síðri
en brýrnar í Madsion-sýslu, sumar algjör
meistaraverk mannsins og umhverfisins. En
jafnvel þeir eiga það til að mistaka sig og falla
í ána – sem er fyndið þótt það sé auðvitað
ekki fyndið.
Háskólalífið setur sitt mark á borgina. Há-
skólarnir eigar rætur sínar að rekja til bisk-
upa og konunga á Englandi sem vildu efla
menntunina í landinu. Um 1284 stofnaði bisk-
upinn í Ely, Hugh de Balsham, Petershouse
og aðrir skólar fylgdu í kjölfarið. Fljótlega
varð orðstír Cambridge slíkur að skólinn varð
vænlegur til menntunar fyrir efri stéttir Eng-
lands. Árið 1546 stofnaði Hinrik VIII. Trinity
College, en hann dó aðeins fimm vikum síðar.
Þá má nefna skóla eins og Corpus Christi,
King’s College, Queen’s College. Fjölmargir
háskólar eru í Cambridge og nánast allt milli
himins og jarðar er kennt þar. Þar hafa líka
margir frægir komið við sögu í skólabygging-
unum, eins og Monty Python, Milton, Stephen
Fry og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir svo
nokkrir séu nefndir.
Fleira en bara háskólar
En borgin hefur upp á fleira að bjóða en bara
háskóla, þó þeir setji vissulega svip sinn á bæ-
inn. Cambridge er afskaplega vinalegur bær
en íbúar hans eru um 300.000. Það er ekki
streitu að finna í honum og náttúran, falleg
tré sem manni finnst stundum hvískra að
manni í blænum og fallegir garðar og há-
skólagarðar, en því miður má í fæstum ganga,
sumum þó gegn gjaldi. Cambridge er dálítið
annað en Lundúnir en þó tekur ekki nema 50
mínútur að fara til Lundúna með lest og kost-
ar 25 pund hvora leið fyrir þá sem vilja líta á
Lundúnir í leiðinni.
Í Cambridge er gott að versla og þar eru
nánast nákvæmlega sömu verslanir og í Lond-
on auk margra fleiri skemmtilegra eins og
Cath Kithcen sem selur skemmtilegar eldhús-
og baðvörur, T-lane sem selur föt og kjóla í
stíl við sjötta og sjöunda áratuginn, svo eitt-
hvað sé nefnt. Síðan má ekki gleyma Polyfon,
sem er yndisleg búð og til í mörgum löndum
en hún selur svo skemmtilega eldhúsmuni,
Góður kostur
fyrir ferðalanga
ATVINNURÆÐARAR Á ÁNNI CAM ERU VINSÆLIR
HJÁ FERÐAMÖNNUM EN ÞEIR KUNNA MARGAR SÖGUR
AF BRÚNUM Í CAMBRIDGE SEM MARGAR ERU ALGJÖR
MEISTARAVERK MANNSINS OG UMHVERFISINS
Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is Götulífið er skemmtilegt og jafnvel má finna tónlistarmenn
sem spila á ólíklegustu hljóðfæri eins og skúringafötur.
Taktu útsýnisvagninn og þú sérð ekki eftir því! Útsýnisvagninn fer örlítið út fyrir Cam-
bridge svo maður fær aðeins betri tilfinningu fyrir svæðinu. Ef maður tekur hann í Silver
Street sér maður Queeńs College og St.Catherine College. Haldi maður áfram að Brid-
get Street ber maður augum Historic City Centre og St. Johńs College. Auðvitað eru
margir áhugaverðir áfangastaðir á leiðinni en ég mundi nema staðar við kirkjugarðinn
Madingley American Military Cemetery. Þar hvíla bandarískir hermenn sem staðsettir
voru í Englandi í heimsstyrjöldinni síðari.
ÚTSÝNISVAGNINN ER GÓÐUR KOSTUR
HÁSKÓLABORGIN CAMBRIDGE
Fjölmargar verslanir eru í Cambridge.
Stúdentagarðar í háskólaborginni gamalgrónu Cambridge.
VEGGKLUKKA Þvermál 100 cm Verð KR. 14.990
SÖDAHL DÚN
FYLLTIR PÚÐAR
Margar stærðir og
mikill fjöldi munstra
og mynda. Verið má
þvo í þvottavél.
Verð frá KR.
4.990
„ JÁ NÚ ER KÁTT Í HÖLLINNI, HÖLLINNI, HÖLLINNI ...“
H
DÚKURINN
SÖDHAL STAR DAMASK DÚKAR
Litur jólahvítur. Faldaðir.
Hrinda frá sér. Má þvo og strauja.
140/220 verð: kr. 13.990
140/270 verð: kr.16.990
140/320 verð: kr. 19.990