Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Side 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Side 27
6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 B ryndís Óskarsdóttir og Ólafur Aðalgeirsson, allt- af kölluð Dísa og Óli, fluttu fyrir nokkrum ár- um ásamt börnum sínum frá Akureyri út í Skjaldarvík, sem er aðeins nokkrum kílómetr- um norðan bæjarins. „Við höfðum ekki úr miklu að moða þegar við ákváðum að opna gistiheimili, en með útsjónarsemi, endurvinnslu og góðri hjálp má segja að gerst hafi kraftaverk á skömmum tíma. Við keyptum ekkert nýtt nema rúmin, lín og þessháttar sem stendur gestinum næst, annað er gamalt dót sem farið hefur verið höndum um,“ segir Bryndís við Morgunblaðið. Dísa er grafískur hönnuður og hefur frá unga aldri föndrað og brasað eitt og annað, eins og hún orðar það. „Óli er líka mjög liðtækur. Það á best við hann að vera með skrúfjárn í annari hendi og pensil í hinni.“ Það kom þeim skemmtilega á óvart hve gestir kunnu vel að meta þann stíl sem þau völdu að halda sig við „og margir fara héðan stútfullir af hugmyndum; sjá oft sína eigin geymslu í nýju ljósi; muna eftir gömlum skáp eða stól sem hægt væri að nota. „Ég segi stundum að þetta sé staðurinn til að stela hugmyndum!“ segir Dísa. Þau rækta mikið grænmeti „og ég hef líka óskaplega gaman af búa til góðan mat fyrir gestina. Þar fær sköp- unargleðin svo sannarlega að njóta sín líka. Hér er t.d. allt brauð heimabakað, salatið ræktað á staðnum og sulturnar gerðar frá grunni.“ segir Dísa. „Í upphafi bjuggum við okkur til ramma og höfum reynt að halda okkur innan hans. Sveitarómantík, persónuleg þjónusta og einfaldleiki er okkar mottó og eitt er á hreinu að við komum alltaf til dyranna eins og við erum klædd.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Óþarfi er að henda gömlum skyrtum. Dísa breytti þessari í smart áklæði á gaml- an en flottan stól. Skemmtilegt veggskraut á einum ganginum. Bryndís og Ólafur hafa safnað margvíslegum gömlum munum sem notaðir eru til að lífga upp á staðinn. „Dót“ í geymslunni verður að gersemi MARGT ÓVÆNT OG SKEMMTILEGT ER AÐ SJÁ Í GISTIHEIMILINU Í SKJALDARVÍK VIÐ EYJAFJÖRÐ. SKÖPUNARGLEÐI FÆR AÐ NJÓTA SÍN Í HÚSBÚNAÐI OG MATARGERÐ. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Lampi í stofunni/barnum. Skermurinn er búinn til úr gamalli blúndu-gardínu og vegna munstursins er birtan á veggnum óvenjuleg en mjög falleg. BRYNDÍS ÓSKARSDÓTTIR Í SKJALDARVÍK er hafin 20-70 0/0 smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.