Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 30
Konungur vildi nart með drykknum ÞEGAR KEMUR AÐ SPÆNSKUM SMÁRÉTTUM - TAPAS - ER UM AUÐUGAN GARÐ AÐ GRESJA. SUMIR RÉTTIRNIR ERU BORNIR FRAM HEITIR, AÐRIR KALDIR. MEÐ SUMUM GENGUR GLAS AF KÖLDUM BJÓR, MEÐ ÖÐRUM ER EÐALVÍN VIÐEIGANDI. Steinunn Fjóla Jónsdóttir sfjola@gmail.com MATARGERÐVIÐ MIÐJARÐARHAFIÐ Ljósmyndir/Abel Gil | Myndvinnsla/Barbara Birgis M unum að hefðin með tapas er sú að deila með öðrum. Einn diskur af hverju á miðjuna og gaffall á mann. Í þetta sinn er ég stödd á La Ermita sem er vinsæll veitingastaður í þorpinu sem ég bý í á Spáni og Maite, kokkurinn á staðn- um, er meira en tilbúin að útbúa fyrir okkur eitthvað girnilegt. RÆKJUR Í HVÍTLAUKSOLÍU -gambas al ajillo Hrárri rækju er komið fyrir í lítilli pönnu og hvítlaukur í þunnum sneið- um settur saman við. Fersk steinselja smátt skorin og þurrkað chili af minni gerðinni sett út í, saltað og ólífuolíu hellt yfir allt saman, þar til flýtur yfir rækjuna. Kveikt undir og olían látin krauma þar til rækjan er tilbúin. Borið fram í olíunni, gafflinum stungið í rækju og upp í munn. Karfa af hvítu brauði er nauðsynleg með. Og glas af góðu víni. SALAT KENNT VIÐ MURCIA -ensalada murciana Klassískur og vinsæll réttur, einfaldur að útbúa. Innihaldið er heilir nið- ursoðnir tómatar skornir í bita, hvítur laukur skorinn smátt, niðursoðin þistilhjörtu skorin í strimla, túnfiskur í ólífuolíu, harðsoðin egg, svartar ólífur, ólífuolía og salt. Öllu blandað saman og salatið borið fram með brauði. Ferskt og bragðgott með glasi af bjór svona hversdags. Víni á sparidögum ef borða á meira í kjölfarið. NAUTALUND Í RÚSÍNUSÓSU - solomillo en salsa de pasas Algjör gourmet-réttur, bara fyrir sælkera. Nautalundin er brúnuð í me- dalíum og tekin af pönnunni. Olíu bætt á pönnuna og rúsínurnar settar út á. Þegar þær eru farnar að bólgna er sérríi hellt á pönnuna og þessu leyft að sjóða niður þar til sósan nær þeirri þykkt sem sóst er eftir. Sumir vilja hana þunna, aðrir þykka. Bráðnar í munni, guðdómlega bragðgott. Og aftur hvítt brauð í körfu, glas af góðu rauðu víni. Í sögunni segir af konungi, Alfonso tíunda, og þeirri kröfu sem hann gerði á börunum um að drykknum fylgdi eitthvað til að narta í svo að alkóhólið stigi mönnum ekki til höfuðs. Þær eru margar sögusagnirnar um uppruna þessarar hefðar, flestar geta þær þess að glösunum hafi verið lokað með sneið af skinku eða osti, einhverjum smárétti, til varnar flugum eða sandi. Hver svo sem sannleikurinn er, er þessi siður mér að skapi. 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013 Matur og drykkir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.