Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 38
Morgunblaðið/Styrmir Kári Hver eru bestu fatakaupin þín? Bestu fatakaupin mín eru klárlega Ilaria-leðurjakkinn minn úr Kultur, ég er búin að nota hann endalaust mikið við ýmis tækifæri. Einnig er kanínuvestið mitt í miklu uppá- haldi og nota ég það yfir leðurjakkann þegar kólnar í veðri. En þau verstu? Úff, ég hef gert mörg slæm fatakaup í svona „must have“-maníu og svo þegar hún rennur af manni skilur maður hvorki upp né niður í því sem maður var að kaupa. Held samt að verstu kaupin mín hafi verið þegar ég keypti mér há leðurstígvél í Evu gallerí með háum hælum. Ég gleymdi því í augnablik að ég væri 183 cm á hæð og notaði ekki háa hæla … mig minnir að ég hafi síðan gefið mömmu þau. Hverju er mest af í fataskápnum? Ég er algjör jakkafíkill og myndi segja að það væri mest af jökkum í fataskápnum mínum. Einnig er allt að fyllast af skóm eftir að ég tók við www.skór.is. Eins gott að ég er komin með fataherbergi Hvar kaupir þú helst föt? Ég sá um NTC heildverslunina í mörg ár og á marga gullmola í skápnum mínum frá því tímabili og einnig bætti ég vel í skápinn þegar ég bjó síðasta ár úti í Kaupmannahöfn. Ég versla núna aðallega þegar ég fer til útlanda. En þegar ég kaupi hérna heima þá kaupi ég skóna mína í Kaupfélaginu og á netinu hjá mér. Ég kaupi buxur frá Five Unit, Cheap Monday og Diesel úr Gallerí Sautján og einnig efri parta og jakka frá Modeström. Spariföt í Kultur og krydda svo skáp- inn með eitthverju skemmtilegu úr Top Shop. Einnig er mikið af flottum basic-vörum og blússum í Companies. Síðan kaupi ég skemmtilega fylgihluti í Kastaníu. Áttu þér uppáhaldsverslun? Ég elska að ráfa um í Magasin í öllum litlu shop in shop búðunum. Monki, All Saints og French Connection búðirnar eru í miklu uppáhaldi. Einnig er Norr sem er í hliðargötu út frá Strikinu í Köben í miklu uppáhaldi en hún selur bæði fallega muni fyrir heimilið og ótrúlega fallegan fatnað frá ýmsum merkjum. Það er líka alltaf gaman að kíkja í H&M og kaupa fullan poka fyrir lítið. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Mér finnst Malene Birger gera fallegan fatnað á viðráðanlegu verði. Annars er ég ekki með neinn einn uppáhaldshönnuð heldur finnst mér gaman að blanda saman frá ýmsum hönnuðum. Uppáhaldsmerkin mín eru All Saints, Malene, Modeström, French Connection og Five Unit. Uppáhaldsskómerkin mín þessa dagana eru Vagabond, Six Mix og Mjus. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Ég myndi vilja læðast í skápinn hjá Siennu Miller og Blake Lively, og blanda stílnum þeirra saman. Ef þú þyrftir ekki að kíkja á verðmiðann, hvaða flíkur eða fylgihluti myndi þig langa til að eignast? Efst á óskalistanum mínum er falleg stór taska frá Marc Jacobs. Síðan myndi ég kaupa mér nýjan leðurjakka og kápu frá All Saints. Einnig sá ég mikið af fallegum kjólum frá French Connection þegar ég var í London um daginn sem ég myndi skella með í körfuna. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fata- kaupum? Ég kaupi klassísk föt í gæðum frá flottum merkjum sem nýtast mér í lengri tíma og verða þau svona gullmolar í skápnum mínum. Síðan poppa ég upp skápinn með nýjum straumum á hverju „seasoni“ og nota ég ódýru merkin til þess. Mér finnst einnig mikilvægt að kaupa góða og fallega leðurskó. Einnig er algjört „must“ að eiga stóra og fallega leðurtösku. Ef þú kæmist í tímavél, á hvaða tískutímabil myndirðu vilja fara? Ég væri til í að vera uppi á Viktoríutímabilinu í einn dag, síðan myndi mér lík- lega fara að leiðast. Það væri gaman að prófa að vera í korselett og dragsíðum kjól. Annars finnst mér tímabilið um 1960 vera mjög heillandi en þá var mikil gróska í fatahönnun. Það var mikið af ótrúlega fallegum kjólum og kápum sem myndu stand- ast tímans tönn í dag. Audrey Hepburn var einmitt upp á sitt besta á þessu tímabili og gerði marga kjólana fræga. Leikkonan Blake Li- vely er alltaf smart. Mathew Imaging/WireImage.com Sienna Miller er í uppáhaldi. VILL LÆÐAST Í FATASKÁPA HJÁ BLAKE LIVELY OG SIENNU MILLER Kaupir helst klassísk gæðaföt CHRISTINA GREGERS VÆRI TIL Í AÐ SKREPPA AFTUR Á VIKTORÍUTÍMA- BILIÐ BARA TIL AÐ GETA PRÓFAÐ AÐ VERA Í KORSELETTI OG DRAG- SÍÐUM KJÓL. HÚN SEGIST ÞÓ HELST VERA VEIK FYRIR JÖKKUM. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Christina Gregers. * Ég er algjörjakkafíkill og myndi segja að það væri mest af jökkum í fataskápnum mínum Audrey Hepburn *Föt og fylgihlutir Hertogaynjan Kate Middleton gaf heitustu Hollywood-stjörnum ekkert eftir í fatavali á liðnu ári »40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.