Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Side 45
hins skrítnu „þjóðaratkvæðagreiðslu“ um ófullburða
uppkast að drögum að nýrri stjórnarskrá, sem enga
efnislega umræðu hafði fengið, hvorki á þingi né í
þjóðfélaginu. Settar voru fram óljósar spurningar,
sem áttu ekki einu sinni fullkomna samsvörun í þeirri
„stjórnarskrá“ sem sagt var að lægi fyrir. Þessi
óprúttni leikur með „þjóðaratkvæði“ er áhrifamikil
öryggisbjalla gagnvart þeim sjónarmiðum að þjóð-
aratkvæðagreiðslur í stórum stíl séu lausn á meintum
lýðræðishalla þjóðfélagsins.
Ekki gleyma Sviss
Stundum er sagt að fordæmi Sviss í almennum at-
kvæðagreiðslum sé í senn lýsandi og stórkostlegt. Og
fyrir gallhörðustu íhaldsmenn, sem sjá vilja sem
fæstar breytingar verða á tilverunni, og síst af
mannavöldum, er auðvitað von í þeirri gerð lýðræðis.
Í Sviss sitja sömu flokkar í ríkisstjórn og þar hafa
setið síðan árið 1948. Ráðherrarnir eru fáir og fæstir
landsmenn vita samt hvað þeir heita. Þeir skiptast
svo á að vera forseti í eitt ár í senn og þykir sumum
hér það einnig mjög flott.
Á meðan bréfritari hafði enn skrifstofu við Lækj-
artorg kom konsúll Sviss á fund til hans og sagði að
forseti Sviss ætti erindi til Íslands innan fárra vikna
og hvort ráðherrann gæti ekki tekið á móti honum.
„Það er sjálfsagt,“ var svarið, „en ég skammast mín
fyrir að þurfa að viðurkenna að ég kem ekki fyrir mig
hver er forseti Sviss.“ „Hafðu ekki áhyggjur af því,“
sagði konsúllinn, „það vita heldur ekki margir Sviss-
lendingar.“ Sviss var seinasta landið til að veita kon-
um kosningarétt. Stjórnmálamennirnir reyndu en
„þjóðin“, karlarnir með kosningaréttinn, var treg í
taumi.
Sviss hefur vissulega farnast mjög vel fjárhagslega.
Iðulega eru menn að rekja það til kerfis þeirra um
þjóðaratkvæðagreiðslur. Ætli það skipti ekki meira
máli að Sviss hefur fengið að vera í friði í tveimur
heimsstyrjöldum, með algjörlega frítt spil á meðan
eldarnir brunnu í löndunum í kring. Og á meðan
fengu þarlendir bankar að ávaxta fé fyrir stríðsaðil-
ana alla, fórnarlömb þeirra og fleiri og borga lítið fyr-
ir. Og vegna kerfis leynireikninga um langa hríð, sem
nú er nokkuð að molna undan, hafa miklir fjármunir
ekki verið endurkrafnir af innstæðueigendum, því
þeir voru horfnir í aðra heima og enginn vissi um fjár-
muni þeirra í Sviss. Sjálfsagt hefur hin mikla íhalds-
semi sem þjóðaratkvæðagreiðslurnar hafa tryggt ýtt
undir stöðugleika í Sviss, en fleira hefur sem sagt
komið til.
Ekki gleyma Churchill
Örlög Churchills og flokks hans árið 1945 eru oft
nefnd til sögunnar til dæmis um hvað kjósendur geta
tekið skrítinn pól í hæðina og um eitthvert mesta van-
þakklæti sem þjóð hefur sýnt stjórnmálalegum leið-
toga sínum. Manni, sem hún hefur jafnan síðan sagt
aðspurð vera mesta Breta allra tíma.
Hálfum mánuði eftir stríðslok í Evrópu taldi breski
Verkamannaflokkurinn að rétti tíminn væri kominn
til að hverfa út úr þjóðstjórninni um stríðsreksturinn
og að kallað væri eftir nýju lýðræðislegu umboði.
Íhaldsflokkurinn byggði kosningabaráttu sína nærri
alfarið á ímynd formanns síns, stjórnmálajöfursins og
sigurvegara stryjaldarinnar. Hvar sem Churchill fór
var honum fagnað mjög af miklum fjölda manna. Að-
dáunin virtist skína úr hverju andliti. „Ég finn það í
mínum beinum að við erum á sigurbraut,“ sagði hann.
Þetta var fyrir daga skoðanakannana.
Þegar úrslitin komu upp úr kössunum vöktu þau
undrun um allan heim. Stórsigur Verkamannaflokks-
ins. Afhroð Íhaldsflokksins, sem var undir forystu
mannsins sem almennt og af einlægni var talið að
hefði bjargað heimsbyggðinni frá Hitler. Churchill
var sjálfum auðvitað illa brugðið. Kona hans reyndi
að hugga og sagði að vel mætti vera að í þessum úr-
slitum fælist „blessun í dulargervi“. „Sé svo,“ svaraði
maður hennar, „þá verður að segja að það dulargervi
er afburðagott.“
Lengi síðan hafa menn talað mjög um þetta ein-
staka vanþakklæti breskra kjósenda. En var þetta
vanþakklæti? Langflestir Bretar elskuðu og virtu
Churchill vegna þeirrar forystu sem hann sýndi þeg-
ar öll sund virtust vera að lokast. En á þessu augna-
bliki voru þeir ekki að kjósa um það. Þeir höfðu verið
kallaðir að kjörborðinu til að kjósa um framtíðina.
Fæstir þeirra efuðust um það eitt augnablik að
Churchill hefði verið afburðaforingi og sannkallaður
bjargvættur þjóðarinnar í stríðinu. Og flestir þeirra
voru fullir þakklætis. En nú var loks að komast á frið-
ur. Og meirihluti kjósenda komst að þeirri niðurstöðu
með sjálfum sér að kannski væri Attlee og Verka-
mannaflokkurinn vænlegri kostur við þau kaflaskil en
þjóðhetja stríðsins.
Það ýtti svo undir þá niðurstöðu að Churchill fótaði
sig illa í hlutverki flokksforingja. Hann hafði vanist
við að vera leiðtogi allra Breta og verið tekið sem
slíkum. Honum urðu því á margvísleg mistök í kosn-
ingabaráttunni. En andstæðingurinn gerði á hinn
bóginn margt vel. Verkamannaflokkurinn lét þannig
prenta óvenjuleg kosningaspjöld. Þar var ágæt mynd
af Churchill og flokkurinn lét hengja hana upp á
fjöldafundum hetjunnar. Undir myndinni stóð hins
vegar: Hyllið Churchill! – Kjósið Verkamannaflokk-
inn! Og hvort tveggja gerðu Bretar í stórum stíl.
Enginn stjórnmálamaður ætti því að taka kjósand-
ann eins og sjálfsagðan hlut. Fyrst Winston Churchill
gat það ekki ættu smærri menn að gæta sín.
Morgunblaðið/RAX
6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45