Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Síða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013 Þ etta er án efa það hrikalegasta, viðbjóðslegasta og hræðilegasta sem ég hef gert. En um leið það besta,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir. Leikkonan hafði varla séð gönguskó né sofið í svefnpoka þeg- ar hún ákvað að klífa hæsta fjall Norður- og Suð- ur-Ameríku. Ferðin tók þrjár vikur en fjallið, Aconcagua í miðjum Andes-fjallgarðinum í Argentínu, er tæplega 7.000 metra hátt. Nokkur þúsund manns reyna við fjallið á ári hverju en Halla segir að af þeim sem reyna séu aðeins um 20 prósent sem komist upp. Hún, öllum til mikillar furðu, varð ein af þeim sem náðu upp en ferðin reyndi á. Halla er til að mynda tilfinningalaus í fingrum eftir frostbit en vonast til að fingurnir fari að spila aftur með líkamanum innan nokkurra vikna. Áður en við vindum okkur í ferðasöguna rekur Halla at- burðarás ársins. Margt hefur drifið á daga hennar síðan hún tók þá ákvörðun að flytja aftur til Bretlands, þar sem hún nam leiklist fyrir nokkrum árum. „Með áherslu á bardaga- íþróttir sem ég tel að hafi komið mér afar vel í glímunni við fjallið.“ Eldgosið í Eyjafjallajökli var hins vegar stór örlaga- valdur í hennar lífi. „Ég kom heim og sagði við mömmu að mér liði eins og ég væri að anda að mér sýru. Hún sagði mér nú bara að herða mig og hætta þessari vitleysu. En ég ákvað nú samt að fara til London og dvelja hjá vinum meðan gosið stæði yfir.“ Ætlunin var að koma aftur heim en sá ásetningur beið skipbrot. „Ég bara gleymdi mér úti og tók aldrei flugið heim. Ég var samt á svo undarlegum tímapunkti. Ég hafði leikið í hverjum söngleiknum á fætur öðrum og fannst ég hreinlega hafa afgreitt þann kafla í lífi mínu. Slík vinna í London freist- aði mín alls ekki. Mig langaði líka afskaplega mikið til að hafa almennileg laun, sem eru ekki í boði í bresku leikhúsi.“ Sem dæmi um söngleikjamaraþon Höllu má nefna að á einu ári lék Halla aðalhlutverkin í Túskildingsóperunni, Hafinu bláa og Footloose. Á sama tíma var hún einnig í sjónvarps- og kvik- myndaverkefnum. „Síðasta eina og hálfa árið hefur því verið talsvert öðruvísi en árin á undan. Ég hef unnið við gerð sjón- varpsauglýsinga og í fyrirsætustörfum og því er fjárhagslegt frelsi miklu meira og auðveldara fyrir mig að lifa í London, sem er svo dýr borg að draga andann í.“ Sú vika hefur ekki liðið hjá Höllu þar sem hún er verk- efnalaus en auk þess rekur hún líkamsræktarstöð í Chelsea og er í stórum verkefnum tengdum stöðinni. „Ég er heppin þar, ræð bara þá jógakennara sem mig langar til að kenni mér jóga hverju sinni,“ segir Halla og hlær. „Eigendunum kynntist ég þegar ég var í námi í London en þá ráku þau að- eins eina líkamsræktarstöð. Þegar ég kom aftur voru þau far- in að reka margar og ég hef auk þess unnið við að taka yfir nýjar stöðvar og þjálfa starfsfólk og rekstraraðila. Þetta hent- ar mér afar vel því það er alltaf skilningur á því þegar ég þarf að hlaupa í verkefni en ég hef mikið þurft að ferðast í kringum starfið.“ Auglýsingar eru ekki það sama og auglýsingar. Þær sem Halla hefur leikið í, meðal annars í stórri herferð fyrir Sky- sjónvarpsstöðina, hafa unnið til verðlauna og Halla hefur tals- vert verið viðloðandi kómík undanfarið. Má þar nefna grínseríu með leikstjóra Little Britain. Halla er annálaður húmoristi og grínast með fyrirsætustörfin. Víst er að einhverjir, sem sjá ekki spaugilegu hliðar þeirra, súpa hveljur yfir því hvernig hún lýsir á afar skondinn hátt löngum tökum og umstangi í kringum þær. Halla á auðvelt með að sjá spaugið í ýmsum aðstæðum. „Fjögurra tíma pælingar um það hvort setja eigi maskara á neðri augnhár eru fremur fyndnar. Sem og þær stellingar sem sumir umsjónarmenn setja sig í. Það eru margir sem taka sig afar hátíðlega þarna og eru eiginlega eins og stereó- týpurnar sem maður hefur ímyndað sér að lifi og hrærist í þessum heimi. Ljósmyndarar í spes fötum, konur í karl- mannsfötum, grátt hár í pínulitum snúð og með hrikalegt „at- titjúd“! Og ég þekki bið sannarlega vel, úr leikhúsunum, þannig að ég hef samt mikla þolinmæði. En það getur verið ákaflega erfitt að skilja af hverju það eru fjórir sem horfa á og spekúlera, afskaplega alvarlegir, hvort einn hárlokk skuli greiða til hægri eða vinstri.“ Halla grínast með máltíðirnar sem eru fáar yfir daginn. Stundum er ekkert í boði fyrir fyr- irsætuna nema einn lítill skammtur af gufusoðnum laxi – ein Óhrædd Halla í 7.000 metra hæð HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR HEFUR VERIÐ EITT MEST ÁBERANDI ANDLIT BRESKRA AUGLÝSINGA SÍÐASTA ÁRIÐ. ÞÁ REKUR LEIKKONAN EINNIG STÓRA LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ Í CHELSEA OG ORKUBOLTINN GERÐI SÉR LÍTIÐ FYRIR OG KLEIF HÆSTA FJALL NORÐUR- OG SUÐUR-AMERÍKU RÉTT FYRIR JÓL. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Nýleg auglýsing fyrir fæðubótarefnið maxitone. Halla fer léttilega með hvers kyns stökk enda hefur hún verið afar eftirsótt í fyrir- sætustörf tengd heilsu og lík- amsrækt í Bretlandi. máltíð sem duga á fyrir daginn. Halla, sem segir langar tökur oft hreinasta bruðl á tíma, ætti kannski ekki síður heima aft- an við myndavélarnar að rúlla upp verkefnum. Sjónvarpsauglýsingunum landar Halla hægri vinstri en með breyttum verkefnum er hún með nýjan umboðsmann. Ef það er handrit nær hún öllum á sitt band. Hún segir það einnig hjálpa að hún er íslensk. Og jú; kattliðug og er sú sérstaka blanda að vera lítil og nett en sterk eins og bardagadvergur. Hún getur komið tánum fyrir á hausnum, stokkið í splitt en jafnframt fellt karlmenn í bardaga. „Enginn gerði sér vonir um að ég næði toppnum í Argentínu. En svona gerðist þetta: Kærastinn minn sagði mér í sumar að hann myndi klífa fjallið í desember og ég einfaldlega óskaði honum góðrar ferðar. Þegar ég komst að því að fara ætti í ferðina yfir jólin sagði ég honum að það kæmi ekki til greina; hann yrði á Íslandi með fjölskyldu minni; hans fyrstu íslensku jól. Þar sem pabbi er búinn að safna mat allt árið og býður upp á tvær tegundir af rjúpum, hreindýr, gæs og ég veit ekki hvað á aðfangadags- kvöld. Harry bauðst til að færa ferðina en aðeins ef ég kæmi með. Ég álpaðist til að segja já.“ Harry og Halla eru úr gjörólíku umhverfi, hann er kólumb- ískur en að mestu alinn upp í Bretlandi. Harry vinnur í breska fjármálaumhverfinu, í Barclays-fjárfestingarbank- anum, en Halla segir þau þó eiga margt sameiginlegt. For- eldrar þeirra hafa einnig náð vel saman og orðið vel til vina þrátt fyrir að parið hafi verið saman í innan við ár. For- eldrasettin hafa þannig átt stefnumót í London án þess að börnin séu með. Foreldrar Höllu eru hinn kunni tónlist- armaður Vilhjálmur Guðjónsson og Louisa Einarsdóttir. Göngufólki bjargað með þyrlu Þegar ákvörðunin hafði verið tekin um desemberferðina hélt Halla í útivistarbúð og virti fyrir sér gönguskó í fyrsta skipti á ævinni. Hún þurfti að fjárfesta í nokkrum pörum enda margvíslegt klifur á dagskrá. „Fyrst og fremst tóku við rann- sóknir og ég undirbjó mig andlega með því að fara í jóga. Minn hæsti punktur á jörðinni fram að þessu er líklega Öskjuhlíð. Enda þegar kom að ferðinni varð mér ljóst að ég hafði aldrei gert foreldrum mínum verri hlut á ævinni. Mamma benti á að ég væri svo klaufsk að ég yrði að hætta við. Það er mjög margt í þessari ferðasögu sem þú mátt ekki segja mömmu. Við höfðum fengið styrktaraðila í útivistarfatn- aði hérlendis, Zo-on, en ég var auk þess með ýmislegt í för sem hafði tilfinningalegt gildi og ég treysti. Svo sem ullarbol mömmu, lambhúshettu frá pabba og bakpoka frá Barböru, bestu vinkonu minni.“ Þess má geta að Fjallaleiðsögumenn bjóða upp á ferð á Aconcagua í janúar á þessu ári og þar er talið æskilegt að fólk hafi áður klifið í að minnsta kosti 4.000 metra hæð til að finna hvernig líkaminn virkar í hæðinni enda háfjallaveiki helsta vandamálið í Aconcagua. Nauðsynlegt er talið að fólk hafi klifið Hvannadalshnúk og ferðin ekki tekið lengri tíma en 14 klukkustundir. Enda Aconcagua talsvert erfiðara en hin hefðbundna leið á hnjúkinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.