Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Page 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Page 51
6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Afsláttur gull-, silfur- og bronslykils bætist ekki við annan afslátt. Afsláttur vegna markatölu bætist ekki við annan afslátt. Kíktu inn á Facebook-síðu ÓB og kynntu þér skemmtilegan leik sem gefur þér möguleika á enn meiri afslætti! ÓB-BRONSLYKILL -10 kr. af lítranum í 10 skipti ÓB-GULLLYKILL -20 kr. af lítranum í 10 skipti ÓB-SILFURLYKILL -15 kr. af lítranum í 10 skipti HM-leikur ÓB – Giskaðu og þú getur unnið ég búinn að vera á vakt samfleytt í tvo sól- arhringa.“ Þakkar íbúum fyrir að spara rafmagn 50-60 staurastæður eru brotnar í Ólafsvík- urlínu og þarf að byggja hana upp frá grunni á stórum kafla. Stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki á sunnudag. „Þetta er 1.800 manna samfélag sem við höldum orku á. Við erum heppin núna því að það hefur hlýnað í veðri. Hér er rafhit- un, sem þýðir að við notum um 85% meira rafmagn en þar sem er hitaveita,“ segir Sigþór. Ekki hefur þurft að skammta rafmagn í Snæfellsbæ síðan rafmagnið komst á. Nokkurn tíma tók að koma því á, m.a. vegna seltu á endabúnaði á línum. Slökkvi- liðið aðstoðaði við að þrífa búnaðinn. Síðan hefur allt gengið vel og ekki þurft að skammta rafmagn. Þó kom upp smábilun í nótt þegar rafmagn fór af að hluta í um eina klukkustund. M.a. fór rafmagn af fang- elsinu á Kvíabryggju. Vill að hitunarkostnaður verði jafnaður líkt og símakostnaður Fiskvinnslan í Snæfellsbæ er komin af stað með sína starfsemi eftir jólafrí. Sigþór segir að það hafi gengið vel. „Íbúar hérna hafa tekið alveg sérstaklega vel í tilmæli um orkusparnað og án þeirra væri þetta ekki hægt. Gamlárskvöld er orkufrekasti dagur ársins hjá okkur, en það var aðdáunarvert hvað íbúar á svæðinu gátu dreift notk- uninni. Það urðu því engin vandamál út af því. Ef gamlárskvöld er undanskilið hefur notkunin þessa daga ekki verið meiri en á góðum sumardegi,“ segir Sigþór. Hann er óhress með að ekki skuli hafa tek- ist samstaða um að jafna kostnað við rafhit- un milli landsmanna. „Við höfum barist lengi fyrir því að jafna hitunarkostnað milli lands- manna, en við höfum talað fyrir daufum eyr- um meðal ráðamanna hingað til. Á sínum tíma var símakostnaður jafnaður milli lands- manna og sama er með eldsneytisverð. Bensínið kostar jafnmikið í Ólafsvík og Reykjavík. Það þykir sjálfsagt í dag að menn borgi það sama fyrir síma og elds- neyti hvar sem þeir eru staddir, en það sama virðist ekki mega gilda um húshitun. Þetta er ekki stór hluti landsmanna sem býr við þessar aðstæður; kannski 10%. Þetta eru sveitabæir og nokkrir þéttbýlisstaðir. Raforkan er smávægilega niðurgreidd í dag. Meðaleinbýlishús hér í Ólafsvík borgar 40 þúsund krónur fyrir rafmagn og hita,“ segir Sigþór. Um 60 dísilrafstöðvar eru um allt land, sem eru sambærilegar þeim sem Sigþór Guðbrandsson hefur haldið gangandi í Ólafsvík samfleytt í tvo sólarhringa. Um 30 tonn af olíu þarf á sólarhring til að keyra þær dísilrafstöðvar sem nú sjá Ólafsvík fyrir rafmagni, sem gerir kostnað upp á tæpar fimm milljónir á sólarhring. Fullkomin dísilrafstöð af stærri gerð- inni kostar 50-60 milljónir króna en litl- ar vélar er hægt að fá á 20 milljónir. „Við erum með þessar vélar ýmist fastar eða lausar á vögnum,“ segir Skarphéðinn Ásbjörnsson, deildarstjóri varaafls- deildar hjá Rarik en kostnaðurinn fer eftir því hvernig stöðvarnar eru útbúnar. „Það eykur kostnaðinn að hafa þær í veðurvörðum gámum og svo er líka komin upp krafa um hljóðeinangrandi gáma nú á tímum, það er leiðigjarnt að hlusta á hljóðið í þessu. En við þurfum að fara að þjálfa upp nýja menn til að taka við af Sigþóri, því þetta eru oft ólíkar vélar. Ástæðan fyrir hans tveggja sólarhringa vakt var að- allega sú að það vildi svo óheppilega til að sá sem er með dísilrafstöðvarnar í Ólafsvík með honum er í fríi í Noregi,“ segir Skarphéðinn. Stefnt á að bæta við fær- anlegum vélum „Áður fyrr þegar raforkukerfið var veik- ara voru settar upp fastar stöðvar á nánast öllum þéttbýlisstöðum á landinu. En eftir að kerfið hefur styrkst er notast meira við þessar vélar til varaafls og þess vegna er þetta að færast frekar á vagna. En við eigum svosem ekkert margar á vögnum ennþá. Við erum með tvær á vögnum og svo fjórar í gámum sem við getum sett á vagna. En við stefnum að því að bæta frekar við fær- anlegar vélar en fastar. En einu vélarnar sem við keyrum alla daga ársins eru í Grímsey og á Gríms- stöðum á Fjöllum.“ Spurður um þörfina fyrir svona vélar og hvers vegna þær hafi klikkað á Ísafirði, eins og fram hefur komið í fréttum, segir hann að það sé þörf fyrir svona vélar og sambærilegar, þar sem það verði alltaf þörf fyrir varaafl. „En þetta voru fjórar stórar vélar sem voru til vara á Ísafirði og ég veit ekki til þess að það sé skýring á því hvers vegna þær virkuðu ekki. En þessu er vel haldið við og við keyr- um vélarnar alltaf einu sinni í mánuði í klukkutíma undir álagi til þess að halda þeim liðugum og tilbúnum,“ segir Skarp- héðinn. borkur@mbl.is 5 MILLJÓNIR Á SÓLAR- HRING Í OLÍU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.