Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 51
6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Afsláttur gull-, silfur- og bronslykils bætist ekki við annan afslátt. Afsláttur vegna markatölu bætist ekki við annan afslátt. Kíktu inn á Facebook-síðu ÓB og kynntu þér skemmtilegan leik sem gefur þér möguleika á enn meiri afslætti! ÓB-BRONSLYKILL -10 kr. af lítranum í 10 skipti ÓB-GULLLYKILL -20 kr. af lítranum í 10 skipti ÓB-SILFURLYKILL -15 kr. af lítranum í 10 skipti HM-leikur ÓB – Giskaðu og þú getur unnið ég búinn að vera á vakt samfleytt í tvo sól- arhringa.“ Þakkar íbúum fyrir að spara rafmagn 50-60 staurastæður eru brotnar í Ólafsvík- urlínu og þarf að byggja hana upp frá grunni á stórum kafla. Stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki á sunnudag. „Þetta er 1.800 manna samfélag sem við höldum orku á. Við erum heppin núna því að það hefur hlýnað í veðri. Hér er rafhit- un, sem þýðir að við notum um 85% meira rafmagn en þar sem er hitaveita,“ segir Sigþór. Ekki hefur þurft að skammta rafmagn í Snæfellsbæ síðan rafmagnið komst á. Nokkurn tíma tók að koma því á, m.a. vegna seltu á endabúnaði á línum. Slökkvi- liðið aðstoðaði við að þrífa búnaðinn. Síðan hefur allt gengið vel og ekki þurft að skammta rafmagn. Þó kom upp smábilun í nótt þegar rafmagn fór af að hluta í um eina klukkustund. M.a. fór rafmagn af fang- elsinu á Kvíabryggju. Vill að hitunarkostnaður verði jafnaður líkt og símakostnaður Fiskvinnslan í Snæfellsbæ er komin af stað með sína starfsemi eftir jólafrí. Sigþór segir að það hafi gengið vel. „Íbúar hérna hafa tekið alveg sérstaklega vel í tilmæli um orkusparnað og án þeirra væri þetta ekki hægt. Gamlárskvöld er orkufrekasti dagur ársins hjá okkur, en það var aðdáunarvert hvað íbúar á svæðinu gátu dreift notk- uninni. Það urðu því engin vandamál út af því. Ef gamlárskvöld er undanskilið hefur notkunin þessa daga ekki verið meiri en á góðum sumardegi,“ segir Sigþór. Hann er óhress með að ekki skuli hafa tek- ist samstaða um að jafna kostnað við rafhit- un milli landsmanna. „Við höfum barist lengi fyrir því að jafna hitunarkostnað milli lands- manna, en við höfum talað fyrir daufum eyr- um meðal ráðamanna hingað til. Á sínum tíma var símakostnaður jafnaður milli lands- manna og sama er með eldsneytisverð. Bensínið kostar jafnmikið í Ólafsvík og Reykjavík. Það þykir sjálfsagt í dag að menn borgi það sama fyrir síma og elds- neyti hvar sem þeir eru staddir, en það sama virðist ekki mega gilda um húshitun. Þetta er ekki stór hluti landsmanna sem býr við þessar aðstæður; kannski 10%. Þetta eru sveitabæir og nokkrir þéttbýlisstaðir. Raforkan er smávægilega niðurgreidd í dag. Meðaleinbýlishús hér í Ólafsvík borgar 40 þúsund krónur fyrir rafmagn og hita,“ segir Sigþór. Um 60 dísilrafstöðvar eru um allt land, sem eru sambærilegar þeim sem Sigþór Guðbrandsson hefur haldið gangandi í Ólafsvík samfleytt í tvo sólarhringa. Um 30 tonn af olíu þarf á sólarhring til að keyra þær dísilrafstöðvar sem nú sjá Ólafsvík fyrir rafmagni, sem gerir kostnað upp á tæpar fimm milljónir á sólarhring. Fullkomin dísilrafstöð af stærri gerð- inni kostar 50-60 milljónir króna en litl- ar vélar er hægt að fá á 20 milljónir. „Við erum með þessar vélar ýmist fastar eða lausar á vögnum,“ segir Skarphéðinn Ásbjörnsson, deildarstjóri varaafls- deildar hjá Rarik en kostnaðurinn fer eftir því hvernig stöðvarnar eru útbúnar. „Það eykur kostnaðinn að hafa þær í veðurvörðum gámum og svo er líka komin upp krafa um hljóðeinangrandi gáma nú á tímum, það er leiðigjarnt að hlusta á hljóðið í þessu. En við þurfum að fara að þjálfa upp nýja menn til að taka við af Sigþóri, því þetta eru oft ólíkar vélar. Ástæðan fyrir hans tveggja sólarhringa vakt var að- allega sú að það vildi svo óheppilega til að sá sem er með dísilrafstöðvarnar í Ólafsvík með honum er í fríi í Noregi,“ segir Skarphéðinn. Stefnt á að bæta við fær- anlegum vélum „Áður fyrr þegar raforkukerfið var veik- ara voru settar upp fastar stöðvar á nánast öllum þéttbýlisstöðum á landinu. En eftir að kerfið hefur styrkst er notast meira við þessar vélar til varaafls og þess vegna er þetta að færast frekar á vagna. En við eigum svosem ekkert margar á vögnum ennþá. Við erum með tvær á vögnum og svo fjórar í gámum sem við getum sett á vagna. En við stefnum að því að bæta frekar við fær- anlegar vélar en fastar. En einu vélarnar sem við keyrum alla daga ársins eru í Grímsey og á Gríms- stöðum á Fjöllum.“ Spurður um þörfina fyrir svona vélar og hvers vegna þær hafi klikkað á Ísafirði, eins og fram hefur komið í fréttum, segir hann að það sé þörf fyrir svona vélar og sambærilegar, þar sem það verði alltaf þörf fyrir varaafl. „En þetta voru fjórar stórar vélar sem voru til vara á Ísafirði og ég veit ekki til þess að það sé skýring á því hvers vegna þær virkuðu ekki. En þessu er vel haldið við og við keyr- um vélarnar alltaf einu sinni í mánuði í klukkutíma undir álagi til þess að halda þeim liðugum og tilbúnum,“ segir Skarp- héðinn. borkur@mbl.is 5 MILLJÓNIR Á SÓLAR- HRING Í OLÍU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.