Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Page 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Page 53
6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Létt og leikandi Vínartónlist verður í öndvegi á tón- leikum kvennakórsins Emblu í Hofi á Akureyri á sunnudag klukkan 17. Einsöngvarar eru Alda Ingibergsdóttir og Haukur Stein- bergsson. Salonghljómsveit Akureyr- ar leikur og Roar Kvam stjórnar. 2 Unnendur ævintýra og Hringadróttinssögu Tolki- ens flykkjast í kvikmyndahús þessa dagana, að sjá fyrsta hluta Hobbitans. Hvort sem gestir kjósa tvídídd eða þrívídd, 48 ramma á sekúndu eða bara gamla lagið, þá er kvikmyndin hin ágætasta skemmtun … og von á tveimur til. 4 Ef veður leyfir ættu Austfirð- ingar að skondra í menning- armiðstöðina Skaftfell á laug- ardag milli kl. 16 og 20. Þar er sýnt myndbandsverk Mariko Taka- hashi, The Shades of Blue, en hún hefur kannað ljósaskipti á Seyðisfirði. 5 Janúar er fyrirtakstími til að sækja leikhús og uppselt er á margar sýningar um helgina, til að mynda á Mýs og menn í Borgarleikhúsinu. Þó er hægt að fá miða á fjölskyldusýningar sem enginn ætti að vera svikinn af, eins og á Gull- eyjuna í Borgarleikhúsinu og Dýrin í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu. 3 Þrettándahátíð hefst klukk- an 18 á sunnudag við KR- heimilið. Eftir samsöng og nikkuleik verður gengið niður að Ægisíðu þar sem bál verður tendr- að og hver veit nema tröll og furðu- verur skjóti upp kollinum. VIÐBURÐIR HELGARINNAR 1 Haf, jörð og himinn nefnist bók semkomin er út með þýðingum ÞórsStefánssonar á ljóðum 23 skálda frá Álandseyjum. Elstu skáldin eru fædd fyrir nær einni öld en það yngsta er rétt tæplega tvítugt. Íbúar Álandseyja eru innan við 30.000 talsins, þeir tala og skrifa sænsku en eru finnskir borgarar. „Það kann að vera vegna þess hvað íbú- arnir eru fáir, rétt eins og hér á Íslandi,“ seg- ir Þór þegar hann er spurður að því hvað valdi að svo mörg forvitnileg skáld finnist á eyjunum. Hann segir bækur sumra skáldanna hafa verið gefnar út í Helsinki, en einkum verk þeirra eldri, þau yngri séu í hálfgerðu reiðuleysi hvað útgáfu varðar. Auk þess að fást við yrkingar sjálfur hefur Þór á undanförnum árum lagt sig eftir því að þýða verk erlendra samtímaskálda. Hefur hann meðal annars sent frá sér söfn með þýð- ingum frönskumælandi skálda frá Belgíu og Afríku og er þetta sú fimmta í flokki sýn- isbóka hans. En hver er sérstaða álensku skáldanna? „Ég er oft spurður að því hvað sé sérstakt í ljóðheimunum í þessum bókum mínum en ég sé alltaf hvað er líkt með þeim,“ svarar hann. „Mennska skáldanna er alltaf aðalatriðið. Þau fjalla um mannlegar tilfinningar og líf. Álensku skáldin eru samt einhvernveginn ná- lægt jörðinni, þau fjalla um dagleg störf og hafa náttúruna nálægt sér. Það höfum við líka, Íslendingar. Skáldskapurinn er sameig- inleg afurð mannkynsins.“ Þegar Þór er að kynna sér skáldskap á ólíkum svæðum þá dregst hann alltaf að nú- tímaljóðum. Sú var einnig raunin á Álands- eyjum en Þór dvaldist á eyjunum haustið 2011 við öflun efnis í bókina. „Það var gaman að kynnast mörgum þess- um skáldum. Hjá þeim yngstu kveður nokkuð við rokkaðan tón, það er hasar og rokk í ljóð- um þeirra,“ segir Þór. Flest ljóð bókarinnar á Karl-Erik Bergman sem er fæddur árið 1930. „Hann er afar öflugt ljóðskáld og hefur gefið skáldum á eyjunum tóninn. Hann setur í gang einhverja skriðu af skáldum. Bergman er jarðbundið skáld, hann skrifar um sína vinnu, sjósókn og hvunndagslega hluti, sem eru ráð- andi í bókinni. Hann er sterkur og áhrifamik- ill, og merkur brautryðjandi,“ segir Þór. Elsta skáldið í bókinni er Atos Wirtanen (1906-1979) en hann kom með nýjan tón inn í álenskan skáldskap; Þór segir þann tón óma nokkuð í öllu ljóðasafninu. „Mér finnast þetta annars allt skemmtileg skáld. Þau hafa at- hyglisverða nálægð við jörðina og eru engir skýjaglópar. Það held ég stafi af smæð sam- félagsins.“ Fjölmiðlar á Álandseyjum hafa sýnt þýð- ingastarfi Þórs áhuga og hefur hann verið í viðtölum í blöðum og útvarpi þar. ÞÓR STEFÁNSSON HEFUR ÞÝTT LJÓÐ SKÁLDA FRÁ ÁLANDSEYJUM Skáldskapur nálægt jörðinni „ÞAU HAFA ATHYGLISVERÐA NÁ- LÆGÐ VIÐ JÖRÐINA OG ERU ENG- IR SKÝJAGLÓPAR,“ SEGIR ÞÓR STEF- ÁNSSON UM ÁLENSK LJÓÐSKÁLD. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Mér finnast þetta annars allt skemmtileg skáld,“ segir Þór Stefánsson. Morgunblaðið/Ernir „Allar persónur í Njálu voru til og allt hefur gerst sem þar kemur fram. Svo eru hlutirnir fegraðir líkt og litadýrðin í málverkum Ásgríms,“ segir Jónas. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.