Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013 Menning Það var gaman að lifa,“ segir Ólafur Ásgeir Stein-þórsson um heim uppvaxtaráranna við Breiðafjörð. Ínýrri endurminningabók, Urðarmána, skrifar Ólafur um æskuár sín í Bjarneyjum síðustu árin sem eyjarnar voru í byggð. Þaðan fluttist fjölskyldan til Flateyjar og lýsir Ólaf- ur leik og starfi í þeirri töfraveröld, en í lokahluta bók- arinnar lýsir hann mannlífi í Stykkishólmi þegar hann var að komast á fullorðinsár. „Ég vildi koma á blað upplýsingum um það hvernig þetta líf var; það er rétt handan við hornið en samt svo gjörólíkt því sem fólk þekkir í dag,“ segir Ólafur um minningar sínar. Líf fjölskyldunnar í Bjarneyjum var fjarri þeim lífsþæg- indum sem Íslendingar búa almennt við í dag. „Ég held að enginn myndi standast að takast á við slíkt líf í dag,“ segir hann. „Í sjálfu sér slapp ég við allt sem kallast erfiðleikar, mig skorti aldrei neitt. Ég var áhorfandi að lífs- baráttunni sem yngstur af mínum systkinum. Þetta var líf eins og það hafði verið um aldir, fyrir utan að vélar voru komnar í bátana, en þarna var þessu að ljúka. Það þurfti að sinna fénu, sækja hey út og suður, allar lífsnauðsynjar varð að sækja um sjávarveg. Sjórinn var gjöfull, hann gaf og tók. Við bæjardyrnar voru fiskur, fugl og selur. Af þessu lifði fólkið.“ Í Breiðafirðinum var dauðinn sínálægur. „Langa- langafi minn, langafi og afi minn drukknuðu allir, og tvö systkini pabba. Ekki var lengra en það í mannskaðann,“ seg- ir Ólafur. „Menn voru alltaf í baráttu við að komast lífs af.“ Fjölskyldan flutti síðan til Flateyjar, sem var helsti byggðakjarni Breiðafjarðar. „Flatey var þá miðstöð versl- unar og menningar og hafði verið um aldir. Þó var farið að fækka þar. Eigi að síður var þar iðandi mannlíf þegar við fluttum og uppgangstímar, fjórar verslanir og sælgætisilm- inn lagði út um dyrnar á þeim öllum! Flatey var miðstöð fyrir Breiðafjarðarbyggðir og Barðaströnd alla, sem þá var öll byggð en er nú nánast öll í eyði. Það var mikil upplifun fyrir strák sem mig að koma inn í þetta umhverfi á áttunda ári. Þarna var fjölmenni og skemmtilegt mannlíf. Flatey er með þeim ósköpum gerð, að hún sleppir aldrei tökum sínum á þeim sem hafa átt heima þar. Þar eignaðist ég félaga og vini sem léku sér saman og lentu í ævintýrum, og svo var það Flateyjarskóli – ég vil kalla hann Flateyjar-Háskóla. Kennslan var með eindæmum góð og ég held að við höfum lært meira á tiltölulega skömm- um tíma en skólar kenna börnum í dag. Þarna voru kenn- arar sem kenndu af metnaði og hugsjón en ekki bara af skyldu.“ Í dag er mannlífið við Breiðafjörð gjörbreytt. „Það liggur í augum uppi að þessar jarðir buðu ekki upp á landbúnað eins og við þekkjum hann í dag,“ segir Ólafur. „Þetta voru kot- býli þar sem fólk hafði lifað og dáið á sömu grastorfunni og hafði varla komið út fyrir hreppsmörkin, nema kannski til Flateyjar. Þannig var lífið á þessu svæði.“ Ólafur segist haldinn „Flateyjarsýki“ og fer á hverju sumri út í Flatey. Síðast kom hann í Bjarnaeyjar árið 1995. Þegar hann var fimmtán ára flutti fjölskyldan til Stykkis- hólms úr Flatey. „Stykkishólmur var höfuðborgin við fjörð- inn,“ segir hann. „Þá var ég orðinn unglingur og fór að taka þátt í atvinnulífinu en ekki síður skemmtanalífinu því margt var í boði: bíó, sjoppur, dansleikir og mikið tónlistarlíf. Hólmarar áttu danshljómsveitir sem höfðu heillað mig síðan ég stalst á ball í Flatey.“ Ólafur varð sjálfur hljóðfæraleik- ari, í lúðrasveit og ballhljómsveitum. „Ég naut þessara ára,“ segir hann. „Ef maður var ekki að spila á balli, sem flestar helgar fóru í, þá fór maður samt á ball. Sveitirnar voru mor- andi af ungu fólki sem vann mikið en vildi líka fá að skemmta sér. Á þessum árum um 1960 var dansgleðin ríkjandi. Meðan vinnu var að hafa, þegar fiskur barst að landi, þá var unnið myrkranna á milli, og síðan var bara að skemmta sér. Já, það var gaman að lifa,“ segir Ólafur. Vigfús Stefánsson, bóndi í Flatey og frændi Ólafs, spýtir selskinn. ENDURMINNINGAR ÓLAFS ÁSGEIRS STEINÞÓRSSONAR FRÁ BREIÐAFIRÐI Líf eins og hafði verið um aldir „ÉG VAR ÁHORFANDI AÐ LÍFSBARÁTTUNNI,“ SEGIR ÓLAFUR ÁSGEIR STEINÞÓRSSON UM ÆSKUÁR SÍN Í BJARNEYJUM Á BREIÐAFIRÐI. Í ENDURMINNINGABÓKINNI URÐARMÁNA SKRIFAR HANN UM LÍFIÐ ÞAR OG Í FLATEY, OG UM FJÖRLEG UNGLINGSÁRIN Í STYKKISHÓLMI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Meðan vinnu var að hafa, þegar fiskur barst að landi, þá var unnið myrkranna á milli, og síðan var bara að skemmta sér,“ segir Ólafur Ásgeir um árin í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heyflutningar í Breiðafirði. „Það þurfti að sinna fénu, sækja hey út og suður, allar lífsnauðsynjar varð að sækja um sjávarveg.“ Byggðin í Flatey. „… fjórar verslanir og sælgætisilminn lagði út um dyrnar á þeim öllum.“ Ull þvegin við hlóðaeld í Bjarneyjum en þar ólst Ólafur upp til sjö ára aldurs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.