Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Qupperneq 15
kennslu hans. Sigurbjörn Einarsson
biskup var mér eins og annar faðir
og við áttum mörg sterk samtöl um
ævina um trúmál, heimspeki, listir
og lífið. Engel „Gagga“ Lund var
mikil áhrifakona í lífi mínu. Innra
með mér geymi ég lífsspeki frá öllu
þessu fólki sem ég gríp oft til, ekki
síst þegar ég er að komast í gegn-
um andlegan snjóskafl.“
Víkjum aðeins að einkalífinu og
manninum þínum, Knut Ødegård.
„Knut er norskur, skáld og rit-
höfundur og ótrúlega næm mann-
eskja. Þetta var ekki menntaskóla-
ást eins og ég verð vitni að alla
daga með mínu kórfólki því við
Knut vorum orðin vel fullorðin þeg-
ar við kynntumst. Við höfum gengið
góðan veg saman í nær 33 ár. Við
eigum mjög margt sameiginlegt og
bæði lærðum við guðfræði sem ungt
fólk, þannig að við erum samtals
eiginlega einn guðfræðingur. Við
kynntumst í tengslum við hátíð-
arsamkomu í Niðarósi þar sem þýð-
ing Knuts á Lilju, hinu stórkostlega
kvæði Eysteins munks, var flutt.
Knut var afar áhugasamur um
Ísland og íslensku alveg frá því
hann var ungur maður og var búinn
að þýða töluvert úr íslensku, eins
og til dæmis Fljótt fljótt sagði fugl-
inn eftir Thor Vilhjálmsson áður en
við kynntumst. Thor hafði sagt mér
frá Knut og sagði hann vera eitt af
höfuðskáldum Norðmanna. Ég sá
fyrir mér Ibsen eða Björnson, eld-
gamalt skáld sem ætti erfitt um
gang. En Knut var sannarlega ekki
þannig. Hann talaði reyndar ís-
lensku eins og frá 14. öld en það
var svo mamma sem kenndi honum
að tala mjög góða nútímaíslensku.
Nú er Knut að þýða öll Eddukvæðin
fyrir sérstaka norska hátíðarútgáfu
og fyrsta bindið með Hávamálum og
Völuspá kemur út núna í maí.“
Þrautseigja og gleði
Hvað hefur tónlistin gefið þér?
„Tónlistin er samtvinnuð tilveru
minni og andardrætti og gerir mig
að mér.
Það kostar mikið að ná árangri,
kannski meira með hverju ári.
Þrautseigja og gleði er lykillinn að
kórstarfinu. Það þarf að æfa og æfa,
hafa þolinmæði og úthald svo jafnvel
lítið lag sé flutt vel. Það er óvenju-
legt á tímum þegar menn geta með
því að ýta á einn takka strokað út
það sem þeir gerðu og breytt öllu.
Ég get ekki ýtt á takka á kórnum
og eytt út því sem ekki hljómar vel.
Ýtt síðan á annan takka og fengið
velhljómandi kór.
Það er gott þegar vakin er athygli
á góðu starfi ungs fólks og verk-
efnum þess. Það fer oft hljótt um
það miðað við margt annað. Í starfi
mínu með ungu fólki hef ég upplifað
stórkostlega samheldni og séð
manneskjuna þrá að standa sig, ná
betri árangri og vilja jafnvel fara
fram úr eigin getu. Ég hef líka
fundið þetta unga fólk verða snortið
á þann hátt sem aldrei er hægt að
útskýra. Það finnur eitthvað innra
með sér í samhljómi sem er svo
miklu meira en tónninn sjálfur. Það
finnur þennan manneskjulega sam-
hljóm. Mér þykir ótrúlega vænt um
að upplifa það.“
Morgunblaðið/Kristinn
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bílver, Akranesi, sími 431 1985 • Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
Halló, Vetur.
við bjuggum okkur undir komu þína
með skynvæddu fjórhjóladrifi.
*B
es
ti
4
x4
bí
ll
ár
si
ns
sa
m
kv
æ
m
tT
ot
al
4
x4
M
ag
az
in
e.
HALLÓ. MEIRA NÝTT.
www.honda.is/cr-v
Með CR-V erum við vel undirbúin þegar snjórinn kastar til okkar tækifærum.
Skynvætt stöðugt vaktandi fjórhjóladrif reiknar út þörfina á gripi og dreifir aflinu
aðeins í þau dekk sem þurfa þess. Á meðan brekku-hraðastjórnandinn hjálpar
þér að halda fullri stjórn og mýkt niður brekkuna, án þess að þú þurfir að bremsa.
Fjórða kynslóð Honda CR-V setur ný viðmið í ferðaþægindum, gæði innréttinga
og gagnsemi í akstri. Náðu taki á vetrinum. Lifðu meira nýtt, keyrðu Honda CR-V.
Besta 4x4 bíl ársins*.