Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Page 19
Ólöf er í meistaranámi í hnattrænum
tengslum við HÍ og var að vinna að lokaverk-
efni sínu og að taka námskeið í fjarnámi á
meðan á ferðalaginu stóð. „Þetta var smá
strembið, ég þurfti að taka þátt í umræðutím-
um einu sinni í viku sem voru í hádeginu á
föstudögum á Íslandi en þá var klukkan ellefu
um kvöld hjá okkur.“
Ólöf tók þátt í tímunum í gegnum Skype.
„Það var svolítið strembið að láta það ganga
upp því á ferðalaginu vorum við ekki alltaf
með símasamband og hvað þá netsamband.“
Ólöf er hrifin af heimalandi eiginmannsins
og langar að ferðast meira um Ástralíu.
„Þetta var alveg frábært og við munum pott-
þétt fara aftur og þá einhvern annan hring.
Þetta eru svo langar vegalengdir og ekki
hægt að gera allt á stuttum tíma. Þetta var
bara fyrsta ferðin af mörgum.“
Þau lærðu samt eitt af þessu ferðalagi. „Ég
held að við verðum með aðeins stærri bíl
næst. Það var ekki einu sinni hægt að sitja
uppréttur á rúminu! Við lærðum af þeirri
reynslu og næst fáum við okkur bíl sem hægt
er að standa uppréttur í.“
Stórbrotið landslag
við Great Ocean
Road og klettana
sem kenndir eru
við postula.
Langt inni í landi er fátt að
sjá á jafnvel nokkurra
klukkutíma keyrslu en
upplifunin er samt sterk.
Það er fátt ástralskara en kóalabjörn. Í námubænum sérstaka Cooper Pedy þar sem fólkið býr að miklu leyti neðanjarðar.
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Bessi
Hönnuður: Erla Sólveig Óskarsdóttir
Hægt að velja um lit og
áferð að eigin vali
Verð frá kr. 52.600
Gylfaflöt 16-18 •
Skata
Hönnuður: Halldór
Hjálmarsson
Fæst í beyki, eik
og tekk
Verð frá kr. 22.125
Sindrastóll
Hönnuður: Ásgeir Einarsson
Afmælisútgáfa, 50 stólar fram-
leiddir, sérmerktir og númeraðir
Verð stóll kr. 162.000
skemill kr. 48.000
Íslensk hönnun og framleiðsla