Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 23
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Heilsa og hreyfing
Í
fyrsta erindi vísnanna er fjallað um kjöt og bjúgu. Fríða
Rún segir ljóst að við fáum ekki öll þau næringarefni sem
líkaminn okkar þarfnast úr kjöti einu saman. „Kjöt gefur
þó mikilvæg næringarefni eins og járn og B12-vítamín, auk
góðra próteina. Kjöt þarf hins vegar ekki að valda því að við
fitnum, þó svo að það geti verið þungt í meltingu, ef við gæt-
um þess að borða magurt kjöt og taka mesta skinnið af kjúk-
lingnum.“ Hún segir kjöt því vera hluta af hollu og fjölbreyttu
mataræði. „Með bjúgu og unnar kjötvörur er annað uppi á
teningnum, en almennt viljum við halda þeim í algeru lágmarki
þar sem þær eru oft unnar úr hráefni sem er af minni gæðum
og fituríkara en venjulegt kjöt. Oft þarf líka að setja mikið af
ýmiskonar rot- og þráavarnarefnum í vöruna.“
Í öðru erindi þessara merku vísna er fjallað um mikilvægi
þess að neyta grænmetis, en Fríða Rún segir
það nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri melt-
ingu. „Grænmeti og þá hvaða grænmeti sem
er er af hinu góða. Sagt er að eftir því sem
grænmetið er litsterkara þeim mun næring-
arríkara sé það. T.d. tómatar (sem reyndar
eru ávextir), gulrætur, paprikur, spínat
o.s.frv. Grænmeti er ríkt af vítamínum og
steinefnum sem oft eru nefnd fjörefni á ís-
lensku og er það í raun réttnefni vegna þess
að vítamínin og steinefnin aðstoða líkamann við að vinna orku
úr fæðunni og gera honum kleift að starfa eðlilega og vera
hraustur,“ segir Fríða Rún.
Gulrætur koma við sögu í vísunum en þær eru ríkar af beta-
karótíni sem er mikilvægt andoxunarefni sem líkaminn getur
einnig umbreytt í A- vítamín sem skiptir máli fyrir sjónina.
Gróft brauð er mært í vísunum og Fríða Rún bendir fólki á
að til þess að brauð teljist gróft þurfi korn og fræ að vera sjá-
anleg og trefjamagnið að vera 6 grömm eða meira í 100
grömmum brauðs. Þá segir hún sjálfsagt að hafa kartöflur
sem hluta af hollu mataræði.
„Okkur er ráðlagt að skipta disknum okkar í þrjá jafna
hluta þar sem kjötið og sósan er á 1/3, kartöflur, hrísgrjón eða
pasta er á 1/3 og grænmeti á 1/3. Þessi skipting ætti að hjálpa
okkur að veita líkamanum það sem hann þarf af kolvetnum,
próteinum, fitu og fjörefnum.“
Dýrin í Hálsaskógi eru hrifin af berjum. Ber flokkast með
ávöxtum og eru einnig oft nefnd ofurfæða og bendir Fríða
Rún sérstaklega á bláber og gojiber í því samhengi. „Það
fjörefni sem ber eru ríkust af er C-vítamín en það er, eins og
beta-karótín, andoxunarefni. C-vítamín er einnig nauðsynlegt
fyrir munnholið og bandvef líkamans,“ bendir Fríða Rún á.
Fiskur mikilvægur hluti mataræðisins
Hún segir ekki einfalt að taka afstöðu til fullyrðingarinnar
um að með grænmetisfæði hverfi slen og leti og sá sem þess
neytir verði eins og lamb í haga. En með því að vísa í fyrri
erindi og bæta við þau hollum kolvetnum í hæfilegu magni í
hverri máltíð með reglulegu millibili yfir daginn megi auka
orkuna sem í boði er til að stunda hreyfingu og vera virkur yf-
ir daginn, sem sé hægt að heimfæra upp á að vera laus við
slen og leti.
Í næstsíðasta erindi vísnanna er talað um fisk og kjöt og
bendir Fríða Rún á að landlæknisembættið ráðleggi fólki að
neyta fisks 2-3 sinnum í viku. „Fiskur er gífurlega mikilvægur
þáttur í hollu mataræði, sér í lagi með tilliti til omega-3 fitu-
sýranna sem hann inniheldur en við fáum of lítið af þeim á
móti of miklu af omega 6 og 9. Þar sem þessi vísa er sungin af
dýrunum í Hálsaskógi þá er svo sem ekki skrítið að þetta er-
indi sé þarna þar sem öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir
og ekki að éta hvert annað,“ segir hún og bætir við að þegar
nóg er af grænmeti, grófmeti og trefjum sé meltingin betri.
Líkaminn er ekki verksmiðja næringarefna
Egner minnir á að heilsu má ei glata og Fríða Rún segir að í
þeim efnum þurfi að gæta jafnt að næringu, hreyfingu við
hæfi, hvíld og andlegri heilsu „svo og að forðast skyndilausnir
og ýmiskonar kreddur og kukl sem reynt er að selja okkur“.
Egner virðist því hafa haft nokkuð til síns máls þegar hann
samdi vísurnar sem öll dýrin í skóginum syngja saman.
„Þegar öllu er á botninn hvolft þá er ljóst að foreldrar bera
ábyrgð á því hvaða orku og næringu líkami barna þeirra fær.
Við þurfum öll að hafa það í huga að það er engin verksmiðja
inni í okkur sem framleiðir næringarefni heldur fáum við orku
og næringarefni úr matnum sem við borðum. Því er best að
borða sem mest af lítið unnum matvælum og elda sem mest
frá grunni heima fyrir og þegar þannig stendur á og tíminn er
naumur að velja skyndibita úr þeirri breiðu flóru holls skyndi-
bita sem mikill metnaður er lagður í hér á Íslandi í dag,“ segir
Fríða Rún að lokum.
Dýrin í Hálsaskógi eru sígilt leikverk
og eru nú á fjölunum í Þjóðleikhúsinu,
enda má engin kynslóð missa af því að
sjá Lilla, Martein, Mikka og félaga á
sviði. Bókin um þessi merku dýr hefur
nýlega verið endurútgefin.
GRÆNMETISVÍSURNAR GÓÐAR OG GILDAR
Gott er
að borða
gulrótina …
MARGIR GETA RAULAÐ GRÆNMETISVÍSURNAR
ÚR DÝRUNUM Í HÁLSASKÓGI. Í TEXTANUM
MÁ FINNA FULLYRÐINGAR UM NÆRINGU.
SUNNUDAGSBLAÐIÐ FÉKK NÆRINGARFRÆÐING
TIL AÐ RÝNA Í SANNLEIKSGILDI TEXTANS
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Þeir sem bara borða kjöt
og bjúgu alla daga
þeir feitir verða og flón af því
og fá svo illt í maga.
En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og hrámeti.
Þá fá allir mettan maga,
menn þá verða alla daga
eins og lömbin ung í haga,
laus við slen og leti.
Sá er fá vill fisk og kjöt
hann frændur sína étur
og maginn sýkist molnar tönn
og melt hann ekki getur.
En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og tómata.
Hann verður sæll og viðmótsljúfur
og vinamargur, heilladrjúgur
og fær heilar, hvítar tennur,
heilsu má ei glata.
Upphaflegur texti er eftir
Thorbjörn Egner. Þýðing er
eftir Kristján frá Djúpalæk.
GRÆNMETISVÍSURNAR
Fríða Rún
Þórðardóttir