Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 34
É g er mikill græjukall og nýt þess að leika mér með nýtt og spennandi dót. Fá aðeins að skoða og handfjatla,“ segir Valur Heiðar Sævarsson tónlistarmaður en hann viðurkennir að vera frekar mikill tæknikall. Valur segir að hann sé meira fyrir nýja tækni en þá einföldu sem var við lýði í gamla daga. „Ég er mikið að skoða síður og finna græjur. Ég var að rekast á Google-sólgleraugun sem mér finnst mögnuð. Þau eru mögnuð uppfinning. Þau eru þannig að þú færð upplýsingar úr umhverfinu. Segjum að þú horfir á Big Ben þá birtast allar upplýsingar um Big Ben í gleraugunum. Ef maður er að labba í London og langar á kaffihús eða bar þá finna gleraugun þann sem er næst og svo framvegis. Ótrúlegt alveg.“ Valur er ekki með samlokusíma enda maður með áhuga á græjum og hann segir að það sé aðeins einn sími sem komi til greina. Iphone. „Hann sameinar bara allt sem ég þarf á hverjum degi. Ég er alltaf að fá einhverjar hugmyndir og er alltaf að pæla og það er gott að geta notað Iphone-inn í að hjálpa mér því minnið er nánast eins og svissneskur ostur. Þetta er bara svo miklu meira en sími.“ Valur spilar töluvert póker og hann er með smáforrit í símanum þar sem hann get- ur spilað póker og lagt peninga undir. „Þetta er nýtt áhugamál hjá mér. Að spila pók- er og það er lúmskt gaman. Að spila alvöru póker á meðan maður bíður er þægilegt og skemmtilegt.“ Spurður um uppáhaldsgræjuna kemur ekkert annað til greina en síminn. „Þetta er bara orðið órjúfanlegur partur af mér. Maður er nánast nakinn ef hann er ekki með,“ segir Valur.  iPhone-síminn minn. Stórt stökk frá úrelta Nokia-símanum sem ég átti áður. Verð viðþols- laus án hans enda hvílík viðbót við mitt nátt- úrulega minni.  iPadinn minn. Það er algjör bylting fyrir mann með Alzheimer lite að fá þennan grip. Að vísu asskoti dýr textamappa en þægileg. Síðan keypti ég rándýrt fótstig um daginn til að geta flett textum án þess að nota hendurnar sem kemur sér vel þegar maður glamrar á gítarinn með.  Philips-safapressan mín sem ég keypti dýrum dómum í einhverju átakinu og notaði bara einu sinni. Veit að hún á einhvern tímann eftir að sanna sig.  Pod-hátalarnir mínir, magn- að sánd og frábært útlit.  Seagull-kassagítarinn minn er mér alltaf hjart- fólginn enda fátt betra en að stunda virka hug- leiðslu með því að spila á gítar og raula með, nágrönnunum til mikillar ánægju.  Marantz-magnarinn sem ég keypti dýrum dómum hefur alltaf staðið sig með prýði. Flestar af græjunum sem Valur heldur upp á tengjast tónlist á einhvern hátt. Morgunblaðið/Ómar VALUR HEIÐAR SÆVARSSON Nýtæknióður TÓNLISTARMAÐURINN VALUR HEIÐAR SÆVARSSON ER MIKILL GRÆJUMAÐUR. HANN HEFUR MIKINN ÁHUGA Á NÝJUSTU FRÉTTUM OG TÍÐINDUM ÚR HEIMI TÆKNINNAR. GLERAUGU FRÁ GOOGLE ER EITTHVAÐ SEM HEILLAR VAL SÉRSTAKLEGA ÞESSA DAGANA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is  Sennheiser-heyrnartólin hafa fylgt mér afar lengi og verið nýtt við upptökur á nokkrum plötum, ein af þessum græjum sem verða bara betri með aldrinum í sam- anburði við nýjar útgáfur.  Nýja Uber-tölvan. Nördavinirnir mínir voru farnir að gera grín að mér svo ég þurfti að kaupa alvöru maskínu til að geta borið höfuðið hátt. Setti hana síðan saman sjálfur til að vera viss um að þetta yrði í lagi … hefði betur sleppt því. *Græjur og tækniOlivetti blandar sér í slaginn á spjaldtölvumarkaðnum með Olipad sem er græja vikunnar »36

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.