Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 37
og snjallsímar nýtast hins vegar
ágætlega til þess, enda með-
færilegri en tölvuskjár. Smáforrit
á borð við Pocket og Instapaper
eru til þess gerð að gera texta
sem læsilegastan með því að birta
einungis texta, ekki auglýsingar
eða myndir eða annað sem truflað
getur lesturinn. Þá bjóða þau upp
á að breyta leturgerð, leturstærð,
spássíum og línubili með einföld-
um hætti til gera lesturinn sem
ánægjulegastan. Það er jafnan ein-
falt að tengja þessi forrit við Go-
ogle Reader og þegar þú rekst á
grein sem þig langar að lesa, en
nennir ómögulega að skrolla í
gegnum á tölvuskjánum, þá er
hægur leikur að vista hana til að
lesa síðar á símanum í góðu tómi.
Það er jafnframt hægt að tengja
flesta samfélagsmiðla við Google
Reader og framendaþjónustur á
borð við Feedly og Flipboard.
Með því er hægt að deila áhuga-
verðum síðum þar sem maður er
staddur, án þess að opna til þess
sérglugga fyrir Facebook eða aðr-
ar þjónustuveitur. Þannig má með
einföldum hætti byggja upp sér-
sniðið safn af áhugaverðu efni,
birta það á þann máta sem best
hentar, á því tæki sem best hent-
ar, geyma til að lesa síðar eða
deila með öðrum, allt með einni
og sömu þjónustuveitunni.
AFP
Spjaldtölvur og snjallsímar
nýtast vel til þess að lesa
lengri greinar og hægt er
að nota smáforrit á borð
við Pocket og Instapaper
til að gera textann sem
læsilegastan.
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
ABC – Alphabet Phonics er smá-
forrit ætlað börnum á aldrinum 3-6
ára en í því læra þau bókstafina
með hlustun. Auk þess geta börnin
sjálf talað inn á forritið og tekið
rödd sína upp en sá eiginleiki for-
ritsins hefur slegið í gegn hjá ung-
viðinu.
Forritið má meðal annars nálgast
ókeypis á vefsíðunni appland.is.
BÓKSTAFIRNIR
App fyrir leik-
skólaaldurinn
Segulljóð er forrit ætlað til ljóða-
gerðar og leiks með tungumálið. Í
því er hægt að semja ljóð og örsög-
ur, tækifæriskveðjur og fleira til.
Þá er hægt að breyta útliti
ljóðanna svo sem letri, litum og
bakgrunni. Þá er útgáfustarfsemi
möguleg en hægt er að birta ljóðin
á vefsíðunni segulljod.is. Fáanlegt
fyrir iPad, iPod touch og iPhone.
SKAPANDI SMÁFORRIT
Ljóðagerð
í símanum
Avocado er smáforrit sem hentar
efnilegum pörum vel. Forritið er
hannað fyrir tveggja manna tal þar
sem auðvelt er að deila mynd-
böndum, myndum og ýmsu öðru.
Einnig er hægt að búa til lista yfir
hluti sem gaman væri að gera sam-
an. Avocado er hægt að nálgast í
App Store fyrir iPhone og hjá Go-
ogle Play Store fyrir Android-tæki.
Smáforrit fyrir
tilhugalífið
SPJALLAÐ OG DEILT
Smáralind | Sími 512 1330
Laugavegi 182 | Sími 512 1300
Konudagurinn
er á sunnudaginn
iPad
mini
Verð frá: 59.990.-
Gefðu elskunni þinni
gjöf sem gleður