Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 47
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 botninn svolítið úr áhuganum mín megin.“ Bryndís „Athugaðu að hann er ekki að grín- ast með andúð sína á reykingum.“ Fjölnir „Ég vil meina að Bryndís hafi opnað fyrir að við hittumst frekar eftir sundið með því að senda mér skilaboð á Facebook. Hún spurði hvort ég vildi taka hana í reiðkennslu. Hún vill alls ekki viðurkenna að hún hafi ætlað sér neina tvíræðni en ég sá alveg í gegnum þetta.“ Bryndís „Fjölni fannst bikiníið sem ég var í þegar við hittumst fyrst svo hræðilegt – sem ég viðurkenni að það var – að hann spyr mig svona í framhjáhlaupi þegar við förum að spjalla saman hvaða stærð ég noti af bikiníi. Næst þegar við ákveðum að hittast í sundi, og ég er á hlaupabrettinu áður en farið er ofan í, er ég kölluð upp. Eða það er að segja, ekki ég, heldur stærðin mín; 34D. Í af- greiðslunni beið hann mín þá með nýtt bik- iní.“ Var feiminn við Bryndísi Bryndís var að vísu skotin í Fjölni töluvert yngri en þegar þau hittust og hann bauð henni upp á drykkinn. Þá var hún 14 ára gömul og Fjölnir var 18. Sem upprennandi íþróttamaður í snóker hékk Fjölnir á billj- arðstofu; Billanum svokallaða. Bryndís skrópaði í tíma í Söngskólanum til að sjá Fjölni. Hann segist vera feginn að hafa ekki séð hana fjórtán ára, það sé nú smáheilbrigð- isvottorð. Fjölnir fæddist árið 1971 og Bryn- dís er fjórum árum yngri. Í dag hjalar af- sprengið þeirra á gólfinu. Hann heitir Fjölnir Már en seinna nafnið er í höfuðið á æskuvini Fjölnis sem heitir Atli Már. Fjölnir „Ég tek það fram að Bryndís valdi nafnið en ekki ég.“ Bryndís „Þú segir það. En já, það kom eig- inlega ekkert annað til greina. Við vorum bú- in að máta nokkur nöfn og Fjölnir átti best við. Ég hef alltaf elskað nafnið. En frá því að við hittumst þarna fyrst sem unglingar var alltaf ákaflega hlýtt á milli okkar. Og við getum rifjað upp ýmis atvik og ég man hvað mér hlýnaði alltaf allri að innan þegar ég rakst á hann en Fjölnir var bara auðvitað alltaf á föstu. Þegar við byrjuðum saman fannst mér hann næstum vera of flottur fyrir mig – og af hverju var þetta að gerast allt í einu núna, eftir öll þessi ár? Þegar ég sá hann einu sinni þar sem hann hélt á Ólíver litlum stóð ég mig að því að hugsa; „Já ókei, það er þá endanlega útséð um að við verðum nokkurn tíma par.““ Fjölnir „Bryndís vissi greinilega ekki að þetta var gagnkvæmt. Ég man að ég fór oft út að borða á Café Óperu, auðvitað alltaf með einhverja kærustu í eftirdragi, og hún þjónaði á þeim árum til borðs. Ég varð pínu feiminn að sjá hana.“ Bryndís „Ég er mjög hissa að ég skuli ekki hafa sullað smá sósu eða rauðvíni á kærust- urnar!“ Fjölnir litli fæddist fyrir um fjórum mán- uðum en fyrir á Bryndís dreng og stúlku og Fjölnir yngri er þriðji strákurinn sem Fjöln- ir eldri eignast. Krökkunum kemur vel sam- an en eftir alvarleg veikindi Bryndísar sem við ætlum að fara yfir innan skamms hafa börnin þeirra fjögur verið meira hjá feðrum sínum og mæðrum meðan Bryndís jafnar sig. Bryndís „Ási, strákurinn minn, var 12 ára þegar við Fjölnir fórum að draga okkur sam- an og þegar ég segi honum að ég sé hrifin af manni spyr hann mig hvað hann heiti. „Fjölnir Þorgeirsson,“ svara ég. „Ertu ekki að grínast mamma?! The Fjoll?“ hrópaði hann upp yfir sig. „Hann er geðveikt kúl mamma, æði! Hann bjargaði hesti úr vök og lét hann stíga á lærið á sér og – í alvöru? Hann er íslenski draumurinn!“ Hann Ási kom sem sagt ekki af fjöllum þótt talsvert væri liðið frá því að Fjölnir hafði unnið þetta frækilega björgunarafrek árið 2009 á Reykjavíkurtjörn. Hesturinn náði ekki að fóta sig og klifra upp úr vökinni og heljarmennið Fjölnir sýndi snör viðbrögð og lét fákinn stíga á lærið á sér. Eins og í Ís- lendingasögu. Sonurinn trúði ekki eigin eyrum Bryndís segir að allir sem hana þekki viti að allt gerist hratt í kringum hana. Þau Fjölnir hófu fljótt sambúð í Hveragerði þar sem Fjölnir hafði búið síðastliðnu sjö árin á und- an. Þeim þótti engin ástæða til að teygja lop- ann eða pína sig bara af því að bókin segði það heppilegra. Þau eru þó farin að huga að búferlaflutningum – yfir heiðina í áttina að Reykjavík. Jafnvel í Hafnarfjörð. Starfs síns vegna þarf Bryndís að vera nálægt bænum og Fjölnir segir að þótt heppilegra sé að vera á Suðurlandi vegna hestamennskunnar geti hann ritstýrt fréttavef sínum Hesta- fréttum hvar sem er. Hestafréttum hefur hann ritstýrt í um átta ár og er þekktur fyr- ir að vera fyrstur með fréttirnar úr hesta- heiminum. Hann vinnur dag og nótt að því að uppfæra síðuna, taka sjónvarpsviðtöl við knapa, klippa þau til og skrifa texta. Fjölnir „Þetta er verkefni sem ég hef lagt sálina í. Og hestaheimurinn fyrirgefur mér að ég er bæði les- og skrifblindur og þarna geti slæðst inn villur því ég þekki fagið vel og sinni þessum heimi af öllu hjarta. Auk þess má geta þess að með því að stinga mér út í djúpu laugina og ritstýra vefnum hefur bæði skrif- og lesblindan lagast mikið. En ég fann það þegar Bryndís veiktist að ég verð að njóta aðstoðar við þetta ef eitthvað kemur upp á og ég hef því fengið fleiri með mér í lið undanfarið að skrifa á vefinn. Ég vil ekki að átta ára verkefni deyi með mér ef ég get ekki sinnt þessu lengur. Nei, Bryndís hefur ekki farið mikið á bak. Það er ekki ráðlegt að sitja hest ófrísk.“ Þau eru raunar mjög varkár með allt sem tengist heilsunni þessa dagana. Þegar Bryn- dís var komin sjö mánuði á leið fékk hún blóðtappa í lungun. Hún var orðin mjög veik þegar hann greindist en þar til hafði hún fengið að heyra að hún hreyfði sig einfald- lega ekki nóg á meðgöngunni, væri orðin það gömul að það að ganga með barn væri ein- faldlega erfiðara og að lokum var það orðið svo að Bryndís þurfti að taka sér málhvíld eftir hvert orð, slík var mæðin. Bryndís telur að tilviljanir, Fjölnir og ein þekktasta bak- raddasöngkona Íslands hafi bjargað lífi hennar. Bryndís „Þetta var svakalega erfitt. Í fyrstu var ég endalaust móð og náði varla and- anum. Á endanum sagði ég við ljósmóðurina á Selfossi að þetta gæti ekki verið eðlilegt og ég var send í bæinn í frekari rannsóknir en líklegt þótti að þetta væri skjaldkirtillinn. Þennan dag var Fjölnir í jarðarför þar sem hann bar meðal annars kistuna. Þegar ég kem upp á spítala er fyrsta manneskjan sem ég hitti þar fyrir hún Eva Ásrún Alberts- dóttir söngkona sem jafnframt er ljósmóðir. Hún horfir alvarleg á mig og segir að hún hafi enga trú á því að þetta sé skjaldkirtill- inn og biður sérfræðing um að líta á mig. Sá „Nei, ég er nú ekki trúaður, því miður. Ég missti trúna þegar bróðir minn dó. En ég get oft séð hvar fólki er illt og fæ stundum hugboð. Ég er mjög tengdur hestunum mínum og finn yfirleitt á mér ef eitthvað er að í stóðinu, hvort sem einhver er fastur í girðingu eða annað.“ „Bryndís er eina söngkonan sem ég hef verið með. Hinar kunnu ekkert að syngja,“ segir Fjölnir. Bryndís er hér á æfingu með tilraunabandi sínu; Bad Days, sem Eyvindur Karlsson er í forsvari fyrir. * „Ég hef komið inn á geðdeild, ég veithvernig hún lítur út að innan, og veit að þú býður fólki ekki upp á veru þar nema komið sé í öngstræti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.