Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 57
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Inferno er magnað sjálfs-
ævisögulegt verk eftir August
Strindberg. Þýðing Þórarins
Eldjárn á Inferno kom fyrst út
árið 1998 og nú kemur verkið
út í kilju með eftirmála Þór-
arins. Í verkinu er lýst á áhrifa-
mikinn hátt andlegum veik-
indum rithöfundar sem virðist
kominn í öngstræti í starfi og
einkalífi.
Þetta er gríðarlega vel rituð
bók og vel þýdd. Lýsingar
Strindbergs á því helvíti sem
hugurinn getur skapað eru
margar hverjar í senn hroll-
vekjandi og hugmyndaríkar – á
þann hátt að lesandanum
stendur ekki fullkomlega á
sama. Strindberg var auðvitað
engum líkur.
Ógnvekjandi
helvíti
hugans
Bækur Kristínar Marju Baldursdóttur hafa
löngum átt miklum vinsældum að fagna hér á landi
sem erlendis og hlotið margvíslegar viðurkenningar.
Verk hennar hafa komið út á nokkrum tungumálum,
meðal annars dönsku, frönsku, ítölsku, sænsku,
þýsku og hollensku og fer aðdáendahópurinn sífellt
stækkandi. Nú eru það Norðmenn sem láta heillast
og hefur norski útgáfurisinn Gyldendal fest sér út-
gáfuréttinn á skáldsögunni Kantötu, en áður höfðu
þeir keypt réttinn á Karitas – án titils og Óreiðu
á striga. Útgáfustjóri Gyldendal hreifst mjög af
Kantötu sem hann telur framúrskarandi vel unna og
grípandi bók, stofudrama með sterkum persónum
og heillandi örlögum þeirra, skrifaða af sálfræðilegu
innsæi. Gyldendal er eitt fremsta forlag Norð-
manna og státar af því að eiga 56 nóbelsverðlauna-
hafa í sínum höfundahópi.
Von er á norskri vasabrotsútgáfu á bók Kristín
Marju, Karitas – án titils á næstunni, en bókin
kom út í júní á síðasta ári og hlaut mikið lof gagn-
rýnenda og eindregin meðmæli Herbjargar
Wassmo, eins vinsælasta rithöfundar Noregs.
Seinni bókin um Karitas, Óreiða á striga, er
væntanleg í bókabúðir með vorinu.
Kristín Marja Bækur hennar heilla
Norðmenn.
Morgunblaðið/Einar Falur
FRAMÚRSKARANDI KANTATA
Allir sannir bókaormar verða að
gera sér ferð á Bókamarkað Fé-
lags íslenskra bókaútgefenda í
Perlunni. Í samanlagðri sögu mark-
aðarins hafa aldrei verið jafnmargar
bækur til sölu og nú. Þessi stærsti
bókamarkaður allra tíma er líka
sögulegur vegna þess að nú er hann
haldinn í Perlunni í síðasta sinn.
Bókamarkaður Félags bókaútgef-
enda hefur í hartnær tvo áratugi átt
sér vísan samastað ár hvert í hinni
stórglæsilegu Perlu, efst á tindi
Öskjuhlíðar. Perlan er óumdeilt eitt
þekktasta kennileiti landsins og ein
af táknmyndum Reykjavíkur. Á út-
mánuðum ár hvert breytist hún í hof bókanna þegar yfir 10.000 bókatitlar eru þar falboðnir,
öllum bókaunnendum til ómældrar gleði. Í augum tugþúsunda fjölskyldna er ferðin á bóka-
markaðinn árviss stórviðburður. Og í nærri aldarfjórðung hefur ekki þurft að vefjast fyrir
neinum að ferðinni er heitið í Perluna. Bókamarkaðurinn og Perlan hafa verið nánast órjúf-
anleg heild.
En nú er komið að leiðarlokum. Þar sem Perlan hefur verið seld Reykjavíkurborg liggur fyr-
ir að Bókamarkaðurinn verður ekki haldinn þar framar. Perlan hýsir nú Bókamarkað Félags ís-
lenskra bókaútgefenda í síðasta sinn. Óvíst er um framtíðarstaðsetningu markaðarins..
STÆRSTI BÓKAMARKAÐUR ALLRA TÍMA
Bókamarkaðurinn er haldinn í Perlunni í síðasta sinn.
Hinir fjöl-
mörgu aðdá-
endur
norska
glæpasagna-
höfundarins
Jo Nesbø
bíða alltaf
spenntir eft-
ir næstu bók
þessa frá-
bæra höfundar. Nú fá íslenskir
lesendur Brynhjarta, rúmlega
700 blaðsíðna spennubók og
ekki er að spyrja að viðtökum
því bókin fór samstundis í fyrsta
sæti metsölulista Eymundsson.
Þarmeð hafa allar sjö bækur
Nesbø sem þýddar hafa verið á
íslensku náð fyrsta sæti met-
sölulistans.
Jo Nesbø á
toppnum með
Brynhjarta
Illska, helvíti,
spenna
og svefn
NÝJAR BÆKUR
VERÐLAUNABÓKIN ILLSKA EFTIR EIRÍK ÖRN
NORÐDAHL ER KOMIN ÚT Í KILJU OG HIÐ
FRÆGA VERK INFERNO EFTIR STRINDBERG
RATAR SÖMULEIÐIS Í KILJUÚTGÁFU. HINN
NORSKI NESBØ SKUNDAR SVO Á TOPP MET-
SÖLULISTANS MEÐ NÝJA SPENNUBÓK. ÞEIR SEM
ÞRÁ GÓÐAN SVEFN FÁ SVO BÓK VIÐ HÆFI.
Skáldsagan Illska eftir Eirík Örn
Norðdahl hlaut Íslensku bók-
menntaverðlaunin 2012 og
Bóksalaverðlaunin sem besta
skáldverk þess árs. Sagan er
komin út í aðgengilegri kilju. Ein
aðalpersóna bókarinnar er
Agnes Lukauskaite sem hefur
gert helförina að miðpunkti lífs
síns og sú þráhyggja leiðir hana
á fund ísfirska nýnasistans
Arnórs.
Verðlaunabókin
Illska í kilju
Sofum betur – Vöknum endurnærð á hverjum morgni er bók eftir Karen Williamson þar
sem hún kynnir 52 aðferðir sem leggja fólki lið í baráttunni gegn viðvarandi svefnvanda.
Fátt er jafn lýjandi og að glíma við svefnleysi sem hefur margvíslegar afleiðingar. Þeir
sem stríða við langvarandi andvökur, martraðir, þráláta fótaóeirð eða kæfisvefn eiga að
leita ráða í þessari bók.
Viltu sofa betur og endurnærast?
* „Afstaðan til Guðs stundum eins ogkennarans: maður horfir niður í borðplötuna til að verða ekki tekinn upp.“
Pétur Gunnarsson
BÓKSALA 13.-19. FEBRÚAR
Allar bækur
Listinn er byggður á upplýsingum Eymundsson
1 Brynhjarta - kiljaJo Nesbø
2 Fimmtíu skuggar frelsis - kiljaE.L. James
3 Illska - kiljaEiríkur Örn Norðdahl
4 Iceland Small World - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson
5 Að velja gleðiKay Pollak
6 Lilli klifurmús og hin dýrin íHálsaskógi
Thorbjörn Egner
7 Risasyrpa - Hetjur AndabæjarWalt Disney
8 Ástir - kiljaJavíer Marías
9 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir
10 Iðrun - kiljaHanne-Vibeke Holst
Kiljur
1 BrynhjartaJo Nesbø
2 Fimmtíu skuggar frelsisE.L. James
3 IllskaEiríkur Örn Norðdahl
4 ÁstirJavier Marías
5 IðrunHanne-Vibeke Holst
6 AriasmanTapio Koivukari
7 Hin ótrúlega pílagrímsgangaHarolds Fry
Rachel Joyce
8 Rigning í nóvemberAuður Ava Ólafsdóttir
9 IndjáninnJón Gnarr
10 JójóSteinunn Sigurðardóttir
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Auðurinn er afl þeirra
hluta sem gera skal.