Morgunblaðið - 06.04.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík,
miðvikudaginn 17. apríl nk. og hefst kl. 19:30.
AðalfundurVR
Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf
Innborgun í VR varasjóð
Ann Fulton er konan á bak við vefsíð-
una www.fountainvenuekitchen.com.
Er nafnið dregið af staðnum þar sem
áhugi Ann á matreiðslu kviknaði
fyrst, í eldhúsinu hjá ömmu hennar á
Fountain Avenue. Vefsíðan er gull-
kista fyrir mataráhugafólk sem
finnst gaman að blaða, skoða og
pæla í uppskriftum enda er hér alveg
meira en nóg af þeim. Ein nýjasta
uppskriftin á síðunni er að girnilega
stökkum kartöflum sem dreift er yfir
parmesanosti og graslauk. Slíkt get-
ur verið mjög gott í forrétt með smá-
vegis sýrðum rjóma eða sem meðlæti
með kjöti. Einnig má hér finna snúða
með gorgonzolaosti, púrru og fleira
góðgæti. Margar uppskriftirnar eru
byggðar á eða innblásnar af matar-
gerð ömmu Ann sem er skemmti-
legur mataráhugabloggari.
Vefsíðan www.fountainavenuekitchen.com
Kvöldmatur Börn fá snemma áhuga á matargerð og vilja fá að vera með.
Úr eldhúsinu hennar ömmu
Oft vill það henda að maður van-
metur sitt nánasta umhverfi því mað-
ur er orðinn svo vanur því. En prófaðu
að fara í alvöru spássitúr og athug-
aðu hvort þú sjáir ekki eitthvað nýtt.
Stundum gleymir maður t.d. að horfa
upp eftir byggingum en á toppi og
þökum eru oft fallegar skreytingar
sem fara fram hjá vegfarendum sem
skjótast á milli húsa. Í góðu veðri er
líka hægt að taka með sér kaffibrúsa
og kex og nýta sér að setjast á bekk
rétt við húsið sitt í friðsælu umhverfi.
Heima er best og getur orðið enn
betra ef við nýtum okkur alla þá
möguleika sem nærumhverfið hefur.
Endilega…
…rannsökum
nærumhverfið
Morgunblaðið/Ernir
Rölt Njótum náttúru og umhverfis.
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Ég var á námskeiði í skól-anum og þurfti að geraenn eitt verkefnið. Þá fórég að gúgla og datt niður
á síðu þar sem kona var að sauma
töskur úr snakkpokum. Það kveikti
hjá mér hugmynd að prófa að búa til
eina tösku úr Capri Sonne-fernum,“
segir Kristín Garðarsdóttir grunn-
skólakennari sem segist þó hafa lít-
inn tíma fyrir þetta áhugamál sitt
sökum anna í meistaranáminu.
Kristín fór í kjölfarið að skoða
fleiri umbúðir og prófaði að sauma
tösku úr M&M-pokum. „Mér fannst
það koma rosaleg vel út. Svo er ég að
prófa kaffipoka núna. Ég hef prófað
að gera tösku úr snakkpokum en var
ekki nógu ánægð með útkomuna svo
ég henti henni.“
Töskurnar vekja athygli
Eftir að Kristín uppgötvaði
M&M-pokana fór hún að reyna að
gera litar buddur úr þeim líka.
„Fyrsta buddan sem ég gerði var al-
veg rosalega ljót og þá skoðaði ég
buddur hjá stelpunni minni og sá að
rennilásinn stóð út fyrir og ákvað að
prófa það og mér fannst það koma
mjög vel út. Þetta er alveg rosalega
sterkt. Capri Sonne-taskan mín er
orðin þriggja ára og ég er alltaf að
þvælast með hana út um allt.“
Í fyrsta skiptið sem Kristín fór
með Capri Sonne-töskuna í skólann
flykktust krakkarnir að henni. „Þau
voru öll að stoppa mig og spyrja mig
út í töskuna og báðu um að fá að
gera svona sjálf og höfðu mikinn
Nýtir safafernur og
sælgætispoka
Í litlu húsi í Hafnarfirðinum leynast gersemar gerðar úr efni sem flestir hefðu
fleygt. Töskur úr djúsfernum, buddur úr sælgætispokum, hálsmen úr gömlum
sníðapappír, óróar úr hnífapörum, kjólar úr gömlum karlmannsskyrtum, koddar
úr slitnum lopapeysum og svo mætti lengi telja. Kristín Garðarsdóttir, grunn-
skólakennari, sér fegurð í hlutum sem aðrir losa sig við.
Morgunblaðið/Ómar
Skyrtukjóll Kristín Garðarsdóttir saumar kjóla úr gömlum skyrtum ásamt
systur sinni og segir það töluverða kúnst. Hér er hún í einum slíkum.
Í tilefni af Viku franskrar tungu
býður franska sendiráðið til tón-
leika með franskri tónlist frá lokum
19. aldar. Verkin verða flutt af
tónlistarmönnum í fremstu röð en í
hópi þeirra verður virtur fiðluleikari
og hljómsveitarstjóri frá París.
Verndari tónleikanna er fyrrverandi
forseti Íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir.
Flutningur er í höndum þeirra
Amine Kouider, fiðla, Marion Her-
rera, harpa, Frédéric Raibaud, píanó
og um söng sjá tenórinn Þórarinn
Jóhannes Ólafsson og sópraninn
Íris Hrund Þórarinsdóttir.
Meðal verka á efnisskrá má nefna
verkið Arabesque eftir Claude
Debussy á hörpu, Fantaisie opus
124 á víólu og hörpu eftir Camille
Saint-Saëns, La vie en Rose eftir
þau Edith Piaf og Louiguy sungið af
sópran og spilað á hörpu. Nánari
upplýsingar um tónleikana má nálg-
ast á vefsíðu franska sendiráðsins,
www.ambafrance-is.org.
Vika franskrar tungu
Hljómsveitarstjóri frá París
leikur á tónleikum í Hörpunni
Morgunblaðið/Ásdís
Tilþrif Brynhildur Guðjónsdóttir í hlutverki frönsku söngkonunnar Edith Piaf.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.