Morgunblaðið - 06.04.2013, Side 14

Morgunblaðið - 06.04.2013, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 ÚR BÆJARLÍFINU Sigurður Ægisson Siglufjörður Framkvæmdir við byggingu nýs hótels við smábátahöfnina hófust 19. febrúar síðastliðinn, þegar fyrsta skóflustungan var tekin fyrir undirstöður hússins. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka hótelið í notkun á árunum 2015 til 2016, en það mun verða 64 herbergja og bera það ágæta nafn Hótel Sunna, eftir brakka sem þar stóð og reistur hafði verið af Ole Tynes, norsk- um síldarsaltanda, sem var einn sá umsvifamesti á landinu á sín- um tíma. Sunnubrakki var brenndur 17. apríl 2009, enda þá far- inn að láta mjög á sjá.    Héðinsfjörður er mikil náttúruparadís og hefur alltaf verið. Því hafði verið spáð að vegurinn þvert yfir myndi hafa neikvæð áhrif á fuglalífið, en nú hefur komið í ljós að svo er ekki, að sögn Þorsteins Jóhannessonar verkfræðings sem er öllum hnútum kunnugur þar. Tegundum hefur fjölgað. Umferðin hefur dregið að sér fuglalíf, sem leitar sér skjóls næst veginum frá tófunni. Með tilkomu ganganna hefur jafnframt opnast þarna drauma- staður þeirra sem vilja skoða næturhimininn á veturna sem og bragandi norðurljósin.    Jarðskjálftarnir úti fyrir Norðurlandi, þar sem sá stærsti var 5,5 stig með upptökum austur af Grímsey og annar upp á 4,3, fundust hér vel. Hugur Siglfirðinga er með Grímseyingum og öðrum sem þetta við kemur.    Yfir 5000 manns komu í Skarðsdalinn í dymbilviku og um páskana sér til afþreyingar og gleði. Þar með voru öll fyrri að- sóknarmet rækilega slegin. Að sögn Egils Rögnvaldssonar, um- sjónarmanns skíðasvæðisins, gjörbreytti Hálslyfta, sem form- lega var tekin í notkun 9. desember 2012, aðstæðum og hjálpaði til við að dreifa gestum fjallsins um allar brekkur. Áður höfðu flestir verið þar 900 yfir daginn en í tvígang fór talan núna í 1200.    Vorið heilsaði með einmánuði, 26. mars. Ekki eru þó marg- ir farfuglanna komnir að utan, einungis álftir, hettumáfar, skóg- arþrestir og tjaldar, en nokkrar aðrar tegundir, sem komu í vetrarbyrjun, hafa glatt augu heimamanna undanfarna mánuði hér yst á Tröllaskaga, s.s. gráþröstur, svartþröstur og silkitopp- ur, auk staðfuglanna; rjúpur hafa t.d. vappað um garða óáreittar og spakar, auðnutittlingar hangið í trjám í ætisleit og músar- rindlar sungið í morgunsárið. Ekki ónýtt það. Bygging 64 herbergja hótels er hafin við smábátahöfnina í Siglufirði Morgunblaðið/ Sigurður Ægisson Norðurljósadans Nyrsti skógur á Íslandi er í Siglufirði. Norðurljósin yfir Skarðsdalnum 3. mars voru ægifögur.  Yfir 5000 manns komu á skíði í dymbilviku og um páska Þess verður minnst á Dalvík og í Eyjafirði á þriðjudaginn kemur, 9. apríl, að rétt 50 ár eru liðin frá því að ellefu sjómenn fórust í fár- viðri við Norðurland, þar af sjö Dalvíkingar í blóma lífsins. Þetta gerðist í dymbilvikunni 1963. Dal- víkingarnir voru af vélbátunum Hafþóri og Val. Dagskráin hefst kl. 13.00 þegar trébátar leggja úr höfn á Dalvík og Húsavík áleiðis að mynni Eyja- fjarðar norður af Gjögrum yst á Flateyjarskaga. Þar verður blómakransi varpað í hafið í minningu þeirra er fórust í páskahretinu mikla 1963. Séra Magnús G. Gunnarsson, sóknar- prestur á Dalvík, flytur minning- arorð. Klukkan 16.00 verður bauta- steinn afhjúpaður við athöfn við Dalvíkurhöfn. Steinninn var sér- valinn þar í hafnargarðinum haustið 2012 og fluttur suður í Kópavog til listrænnar meðhöndl- unar og merkingar. Jón Adolf Steinólfsson, tréskurðarmeistari og listamaður, klappaði lágmynd í steininn. Loks verður minningarathöfn í Dalvíkurkirkju kl. 17. Þess má geta að unnið er að gerð heimildarmyndar um sjó- slysin og gert ráð fyrir að frum- sýna hana á Dalvík í ágúst í sum- ar í tengslum við Fiskidaginn mikla. Frumkvöðlar að minning- arathöfninni, bautasteininum og heimildarmyndinni eru þrír Dal- víkingar, nú búsettir á höfuð- borgarsvæðinu: Haukur Sigvalda- son smiður, Stefán Loftsson kvikmyndagerðarmaður og María Jónsdóttir, textílhönnuður og nemandi í Margmiðlunarskól- anum. Sigvaldi Stefánsson, faðir Hauks og afi Stefáns, var meðal þeirra er fórust 1963. Bautasteinn um sjóslys afhjúpaður 1963 Forsíða Morgunblaðsins  Ellefu sjómenn fórust í fárviðri 1963

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.