Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Nú nýverið skrifuðu tveir samfylking- armenn undir sam- komulag um kaup Reykjavíkurborgar á landi ríkisins í Vatns- mýrinni í þeim tilgangi að geta lagt niður SV- NA brautina á Reykja- víkurflugvelli svo þar megi sem fyrst skipu- leggja og hefja fram- kvæmdir á fjölmennri íbúðabyggð. Baktjaldamakk Hér voru á ferðinni núverandi og fyrrverandi varaformenn Samfylk- ingarinnar, fjármálaráðherrann sem skrifaði undir samkomulagið fyrir hönd ríkisins, og formaður borg- arráðs fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Það vekur furðu að fjármálaráðherra skrif- aði undir þetta sam- komulag, án vitundar og í óþökk innanrík- isráðherra, og á sama tíma og ráðherrann er að útvega sér pappa- kassa til að taka saman pjönkur sínar á skrif- stofunni. Á þessu stigi málsins hljótum við því að spyrja hver sé ástæðan fyrir þessu samkomulagi, einmitt nú? Jú, þau ætla sér augljóslega að koma aftan að borgarbúum og lands- mönnum í þessu mikilvæga máli. Þau ætla sér að koma í veg fyrir að meirihluti Reykvíkinga og Íslend- inga hafi nokkuð um það að segja, hvort innanlandsflugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni og hvert völlurinn verður þá fluttur. Samkvæmt fjölda skoðanakannana á undanförnum misserum er meirihluti Reykvík- inga, sem og mikill meirihluti Ís- lendinga, hvar á landinu sem þeir búa, þeirrar skoðunar, að flugvöll- urinn sé best staðsettur í Vatnsmýr- inni. Þetta vita þau Dagur B. Eggerts- son og Katrín Júlíusdóttir. Þau vita einnig að samkvæmt nýlegum at- hugunum er Hólmsheiðin nánast úti- lokaður möguleiki fyrir innanlands- flugvöll. Af þessu leiðir augljóslega að innanlandsflugið mun á endanum flytjast til Keflavíkur. Mótrök gegn slíkri firru eru, og hafa lengi verið yfirgnæfandi, hvað sem öllu leyni- makki líður. Hagsmunir Reykvíkinga Ég hef alla tíð verið þeirrar skoð- unar að flutningur á innanlandsflug- inu úr Vatnsmýrinni í nánustu fram- tíð sé afar óraunhæfur og stríði gegn hagsmunum Reykvíkinga. Á Reykjavíkurborg að láta frá sér allar þær tekjur sem flugvöllurinn aflar nú og mun meiri möguleika sem nú eru fyrir hendi í þeim efnum? Eiga u.þ.b.400 þúsund farþegar sem fara um Reykjavíkurflugvöll á hverju ári að greiða umtalsverðan kostnað í tíma og fjármunum til að komast frá flugvelli og í miðborg Reykjavíkur? Eigum við að draga stórlega úr ör- yggi sjúklinga sem koma með sjúkraflugi af landsbyggðinni með því að lengja ferðatíma þeirra um- talsvert? Eiga skattgreiðendur að leggja núna í kostnað við nýjan flug- völl sem mun augljóslega hlaupa á tugum milljarða króna á sama tíma og heilbrigðiskerfið stendur á brauð- fótum og skorið hefur verið niður í menntakerfinu og löggæslu? Þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað sinn á undanförnum fjórum árum sem ráðamenn Samfylkingar ætla sér með bolabrögðum og bak- tjaldamakki að skauta með sérvisku sína fram hjá meirihlutavilja kjós- enda í þeirra mikilvægustu málum – og í trássi við hagsmuni þeirra og faglegar röksemdir. Þau sem hæst hafa kvakað um lýðræði, gegnsæi og fagleg vinnubrögð hafa því miður reynst helstu andstæðingar þeirra gilda. Meirihlutinn læðist bakdyramegin Eftir Mörtu Guðjónsdóttur »Eiga skattgreið- endur að leggja núna í kostnað við nýjan flugvöll sem mun aug- ljóslega hlaupa á tugum milljarða króna? Marta Guðjónsdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi. Ekki get ég ímyndað mér að nokkurt íslenskt heimili hafi kjark í sér til að kjósa VG, Samfylkinguna eða Bjarta framtíð í næstu kosningum. Það er alltaf að koma bet- ur og betur í ljós að það var aldrei vilji hjá velferð- arstjórninni til raunhæfra að- gerða í skulda- málum heimilanna af einhverjum óskiljanlegum ástæðum og þetta verður að rannsaka. Var það tengt ESB eða var önnur ástæða? Þess í stað vísa þau varn- arlausum heimilum þúsundum saman á dómstóla landsins, eða á guð og gaddinn, algerlega að óþörfu og það sorglega við þetta er að það átti auð- vitað að taka á þessum málum strax eins og þetta fólk lofaði með skjald- borg heimilanna. Það var hægt að fara ótal leiðir sem ég hef margoft talið upp hér áður. Þetta fólk gæti ekki rekið hænsnabú í hálfan mánuð án þess að setja það beint á hausinn. Þar fóru fjögur ár beint út um gluggann að óþörfu og er þetta með algjörum ólíkindum. Velferðarstjórnin má eiga það að þau eru góð í almanna- tengslum og einhverjum spunadansi en þar með er það upptalið því þetta fólk kann ekkert til verka. Ekkert. Þetta fer næst því að flokkast sem landráð. Hér á landi ríkir neyðarástand í þessum málum, þar sem þúsundir berjast fyrir lífi sínu og framtíð. Er ekki fullt tilefni til að okkar ágætu fréttamenn á RÚV kynntu sér þessi mál frá A-Ö eftir hrun? Ég vil t.d. benda þeim á eignarhald Seðlabank- ans og dótturfélaga hans á Dróma. Mætti ekki kíkja á það? Staða heimilanna í dag er ekkert endilega eins og hún er vegna hruns- ins heldur fyrst og fremst vegna heimskulegra vinnubragða velferð- arstjórnarinnar. Svo er til fólk sem kallar það lýðskrum og ábyrgðarleysi að tala eða skrifa um að þýfinu skuli skilað. Er það sama fólkið og vildi borga IceSave? Gott fólk. Skjaldborgin var aldrei byggð, hún var bara innantómt orð. Fornleifafræðingar framtíðarinnar munu því aðeins finna hana að við byggjum hana sjálf í næstu kosn- ingum. Ég vil benda á flokka sem berjast fyrir heimilin eins og t.d. Flokk heimilanna, Hægri-græna og Framsóknarflokkinn, en meiri spurn- ing er hvar Sjálfstæðisflokkurinn stendur. Að gefnu tilefni vil ég að lokum þakka þau skilaboð og símtöl sem ég hef fengið frá fólki sem bendir mér á að fara með mín mál til umboðsmanns skuldara frekar en að skrifa þessar greinar í blöðin undanfarin fjögur ár vegna lánamála heimilanna. Við þetta fólk vil ég segja að ég skulda hvorki erlent né verðtryggt lán en ég hef séð hvert stefnt hefur fyrir tugi þúsunda Íslendinga síðustu fjögur ár með að- gerðarleysi í boði þessarar skaðræðis- velferðarstjórnar. Það tapa allir á því að ekki var tekið strax á málefnum heimilanna; lífeyr- issjóðirnir, Íbúðalánasjóður, bank- arnir og, ekki síst, þjóðin sjálf undir forystu velferðarstjórnarinnar. HALLDÓR ÚLFARSSON, Mosfellsbæ. doriulfars@gmail.com Finna fornleifafræðingar skjaldborgina? Frá Halldóri Úlfarssyni Halldór Úlfarsson Bréf til blaðsins Ármúla 38 | Sími 588 5011 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14 MEÐ FJARSTÝRINGU Verð nú 39.990,- Verð áður 64.500,- Verð nú 39.990,- Verð áður 64.500,- MEÐ FJARSTÝRINGU fermingargjöfin...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.