Morgunblaðið - 06.04.2013, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.04.2013, Qupperneq 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 ✝ Ellert ÞórBenediktsson fæddist í Reykjavík 30. mars 1967. Hann lést af slys- förum 25. mars 2013. Foreldrar hans eru hjónin Bene- dikt Lárusson, verslunarmaður í Stykkishólmi, f. 18. mars 1924, og Kristín Björnsdóttir, f. 24. októ- ber 1931. Ellert Þór var yngstur barna þeirra en systkin hans eru Eyþór, f. 28. október 1952, Ingi- björg Hildur, f. 15. október 1954, Bryndís, f. 22. nóvember 1956, Björn, f. 30. nóvember 1957, Óð- inn Logi, f. 22. febrúar 1960, og Lára, f. 28. september 1963. Ellert Þór kvæntist 25. júlí 1992 Anne Bau líffræðingi, f. 23. des. 1966. Anne fæddist og ólst upp í Kaupmannahöfn og for- eldrar hennar eru hjónin Aase Bidstrup, f. 11. mars 1940, og Benny Bau Petersen, f. 1. okt. 1938, d. 9. maí 2010. Bróðir Anne er Jesper Bau, f. 3. júní 1965. Synir þeirra eru Jónas Ullits Dyrlæger Aps í Farsø kommune á Jótlandi. Fjöl- skyldan fluttist til Íslands árið 2000 og settist að á Hellu á Rangárvöllum. Anne hóf störf hjá Landgræðslu ríkisins en Ell- ert stofnaði Dýralæknamiðstöð- ina ehf. ásamt dýralæknunum Grétari Hrafni Harðarsyni og Guðmundi Bjarnasyni. Starfaði hann frá mars 2000 til ársloka 2001 í hálfu starfi sem eftirlits- dýralæknir hjá héraðsdýralækni Suðurlands en eftir það alfarið á vegum Dýralæknamiðstöðv- arinnar. Ellert var góður og samvisku- samur námsmaður og tók jafnan virkan þátt í íþrótta- og fé- lagslífi á námsárum sínum. Hann lék lengi með Lúðrasveit Stykkishólms og æfði og keppti í fótbolta með Snæfelli meðan hann bjó í Stykkishólmi. Benny tengdafaðir hans kynnti hann fyrir fluguveiði og var stanga- veiði og útivist tengd henni helsta tómstundagaman hans fyrir utan að standa með Liver- pool FC í blíðu og stríðu. Ellert var farsæll dýralæknir og vel látinn í starfi enda átti hann alla tíð auðvelt með sam- skipti við bæði menn og málleys- ingja Útför Ellerts Þórs Benedikts- sonar fer fram frá Oddakirkju í dag, 6. apríl 2013, og hefst at- höfnin kl. 14. Bau, nemi, f. 30. apríl 1992, og Sím- on Bau, nemi, f. 11. júní 1995. Dóttir vinkonu þeirra Ell- erts og Anne, Emi- lie Louise, dvaldi langdvölum á heim- ili þeirra eftir að þau fluttu til Ís- lands. Ellert lauk grunnskólanámi í Stykkishólmi og tók stúdents- próf frá Verzlunarskóla Íslands 1987. Hann lauk háskólaprófi í dýralækningum frá Den Konge- lige Veterinær- og Landbohøj- skole í Danmörku 1996 og fékk almennt dýralækningaleyfi í Danmörku í janúar 1996. Á námsárum sínum vann Ell- ert ýmis störf, s.s. verslunarstörf hjá Vöruhúsinu Hólmkjör í Stykkishólmi og málning- arvinnu hjá Birni bróður sínum auk þess sem hann vann sem að- stoðarmaður á rannsóknar- stofum Novo Nordisk í Dan- mörku frá hausti 1993 til hausts 1994. Árin 1996-2000 starfaði Ellert Þór sem dýralæknir hjá Þar þarf ekki að hafa mörg lýs- ingarorð um Ella bróður minn. Hann var góður, samviskusamur og heiðarlegur, hann var góður eiginmaður og faðir, góður sonur og bróðir og góður dýralæknir. Elli naut þess að vera dýra- læknir og hafði gaman af því að vera í vinnunni, þegar það var bú- ið að vera mikið að gera í vinnunni þá fannst honum gott að geta farið í hesthúsin eða skella sér í veiðitúr, svo hélt hann með Liverpool og var farinn að hafa orð á því að það væri aðeins á færi manna með sterk bein að halda með því ágæta liði. Elli var heppinn að kynnast Anne, ég man að mér fannst hann fara fullgeyst, nýbúinn að kynn- ast þessari dönsku au pair-stelpu og ákvað að flytja með henni til Danmerkur. En hann vissi alveg hvað hann vildi og það hefur svo sannarlega verið gæfuspor. Með- an Elli bjó í Danmörku þá sendi hann mér reglulega póstkort og alltaf með mynd af dönsku kon- ungsfjölskyldunni. Ég átti orðið gott safn póstkorta með myndum af kóngafólkinu og líka af kon- unglegu gæludýrunum. Mikið var nú gott þegar þau fluttu til Íslands með strákana sína árið 2000. Það var gott að heimsækja þau á Hellu og sjá hvað þeim leið vel, hann að vinna í fyrirtækinu sínu og Anne hjá Landgræðslunni. Jónasi og Simoni fannst ekki alltaf gaman að fá heimsókn frá frændum sínum úr Reykjavík. Þeir áttu það til að fela sverðin og byssurnar af því að strákarnir hennar Láru voru að koma. Þau voru ekki búin að búa lengi á Hellu þegar dýrin fóru að bætast í hópinn, það voru tveir hundar og tveir kettir og að síðustu uppá- haldið hans Ella, alveg hreint óþolandi páfagaukur. Elli og ég vorum miklir vinir og samrýnd, en við vorum ekki með sama áhuga á dýrum. Ég held að hann hafi verið svona góður í sínu fagi af því að hann fékk minn skammt. Ella tókst þó að plata inn á mig kettling sem átti að fara að aflífa, ég var að vinna með honum á skrifstofunni og búin að heyra mjálmið í þess- um ketti allan daginn, og þegar ég keyrði heim um kvöldið var ég með kettlinginn í aftursætinu. Elli var fljótur að hringja í systk- inin og láta þau vita að nú væri Lára búin að fá sér kött. Ég er farin að líta allt öðrum augum á þessa kisu mína núna og er meira að segja farin að klappa henni. Þetta hafa verið erfiðir dagar og Ella er sárt saknað, hann var einstakur bróðir. Ég bið góðan guð að styrkja Anne, Jónas og Simon á þessum erfiðum tímum. Lára Benediktsdóttir. Þegar þetta er skrifað er ég stödd erlendis, í undirbúningi er heimferð. Í þetta sinn þýðir heimkoman kveðjustund, stund sem ég kvíði mikið. Við munum koma saman til að kveðja góðan dreng, Ellert Þór Benediktsson. Margir kölluðu hann Ella Benna, ég kallaði hann aldrei neitt annað en Ella frænda og fannst sjálf- sagt að allir vissu um hvern ræddi. Það var bara einn Elli frændi. Æskuárin okkar voru samofin, við ólumst upp í húsum sem stóðu hlið við hlið, í stórum fjölskyldum sem stóðu þétt sam- an, við Elli vorum yngst og áttum hvort annað að. Síðustu ár var samgangurinn ekki eins mikill en þegar stórfjölskyldan kom saman byrjaði ég alltaf á að skanna frændhópinn og fljótlega mættu augu mín augum Ella og ég ímynda mér að hann hafi líka ver- ið að leita að mér. Við þurftum yf- irleitt ekki að segja mikið, þétt faðmlag og þýðingarmikið augna- ráð sagði allt, við áttum enn hvort annað að. Augnaráð Ella var sér- stakt, í senn ákveðið en um leið svo ofur milt. Síðustu daga er sem þetta augnaráð hafi verið greypt í augnlok mín, ég sé það í hvert sinn sem ég loka augunum. Söknuðurinn mun vara en upp úr mun standa þakklæti fyrir að hafa notið vináttu og trausts míns kæra Ella frænda. Elsku Kiddý og Benna, systk- inum Ella, konu Ella og sonum, Anne, Jónasi og Símoni votta ég mína dýpstu samúð. Guðríður Sigurðardóttir. „Hann föðurbróðir þinn er ein- staklega viðkunnanlegur maður. Og laginn var hann við hestana.“ Elli hafði verið að gelda nokkra fola austur undir Eyjafjöllum og eldri maður hafði þessi orð um dýralækninn frá Hellu við eitt okkar systkinabarnanna eftir sín fyrstu kynni af honum. Þessi um- mæli lýsa Ella í hnotskurn enda var hann hvers manns hugljúfi og hafði þægilega nærveru og kunni sitt fag. Elli var yngstur í sínum systk- inahópi og aldursmunurinn var ekki nema 6-12 ár á milli hans og elstu systkinabarnanna. Við í þeim hópi munum hann sem stálpaðan dreng og ungling, fjör- ugan og alltaf með nóg fyrir stafni. Við litum upp til stóra frænda og vildum helst taka hann til fyrirmyndar í hvívetna, hvort sem um var að ræða val á hljóð- færi til að læra á í tónlistarskól- anum, með hvaða liði halda skyldi í enska boltanum, á hvaða tónlist væri vert að hlusta og þar fram eftir götunum. Í fjölskylduboðum og á mannamótum var hann glettinn, skemmtilegur og ræð- inn og ávallt gaf hann sér tíma til að spjalla við okkur frændsystk- inin um daginn og veginn. Hann hafði þann eiginleika að tala við okkur en ekki til okkar og af þeim sökum löðuðumst og hændust við að honum. Þessi eiginleiki var honum eðlislægur og sést það vel á því að eftir að hann fluttist til Danmerkur, rúmlega tvítugur að aldri, skrifaðist hann reglulega á við sum okkar, og gilti þá einu þó hann væri önnum kafinn við krefjandi háskólanám. Elli, Anne og strákarnir flutt- ust hingað út til Íslands árið 2000. Hvorki átti Elli erfðir né óðul austur á Rangárvöllum en fjölskyldan settist að á Hellu og í félagi við tvo aðra dýralækna stofnaði hann fyrirtækið Dýra- læknamiðstöðina. Á skömmum tíma haslaði Elli sér völl þar aust- ur frá og skapaði sér virðingu og vinsældir. Eðli málsins sam- kvæmt jukust samskipti okkar systkinabarnanna við Ella frænda til muna í kjölfar þessara breytinga, góð kynni urðu betri og frændsemi þróaðist yfir á stig kærrar vináttu. Í tengslum við sameiginleg áhugamál, svo sem stangveiði, fótbolta og hesta- mennsku, átti hann margt saman við okkur að sælda og urðu þau tilefni ófárra samtala og góðra samverustunda. Síðast en ekki síst sameinaðist hann okkur flestum í einlægum áhuga sínum og sérfræðiþekkingu á dýrum. Hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða og ráða heilt þegar kom að gæludýrahaldi stórfjöl- skyldunnar. Sviplegt fráfall Ella skilur eftir sig skarð í fjölskyldunni sem ekki verður fyllt. Við sem eftir sitjum yljum okkur við hinar fjölmörgu góðu minningar sem við eigum um hann. Í ljósi atburða eru minningar frá síðastliðnu sumri sérstaklega kærar, t.d. úr Veiði- vatnaferðinni, þar sem Elli leiddi hóp frænda um sinn heimavöll, og úr hestaferðinni um Löngu- fjörur á Snæfellsnesi sem hann fór í ásamt tveimur bræðrum og frændum. Við sendum Anne og sonum þeirra, Jónasi og Símoni, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Að sama skapi ömmu og afa, foreldrum okkar og öllum ættingjum og vin- um, sem misst hafa góðan dreng. F.h. systkinabarna Ellerts Þórs, Benedikt Eyþórsson. Góður drengur, félagi, sam- starfsmaður og meðeigandi að Dýralæknamiðstöðinni er fallinn frá í blóma lífsins. Eftir stöndum við dofin og magnlítil, getum ekk- ert gert en vildum svo gjarnan geta gert eitthvað til að breyta þessari óskiljanlegu staðreynd. Ellert, eða Elli eins og hann var jafnan kallaður, kom til starfa á Hellu árið 2000 og var einn af stofnendum Dýralæknamið- stöðvarinnar ehf. ásamt okkur Guðmundi Bjarnasyni. Á 13 ára starfsferli Dýralæknamiðstöðv- arinnar hefur aldrei borið skugga á samstarf okkar eigendanna og ber að þakka það. Elli var frábær félagi, fagmaður góður sem bæði dýr og menn löðuðust að. Hann var hæglátur og prúður í allri framkomu og vann verk sín ákveðið en án allra láta. Hann var ekki maður hástemmdra yfirlýs- inga eða stærilætis, honum féll betur að hafa fá orð og lág- stemmd um gjörðir sínar. Hann hafði sérstakan áhuga á æxlunar- fræði hrossa og undanfarin ár leiddi hann störf á því sviði innan Dýralæknamiðstöðvarinnar. Elli var hestamaður af Guðs náð og voru þau hjónin, Anne og hann, búin að koma sér upp hest- húsi á Hellu ásamt góðum reið- hestum og nutu þess að ríða út. Eitt er það sem verður að nefna í greinarstúf sem þessum en það er óbilandi áhugi Ella á fótbolta og þá kannski helst áhuga hans á gengi Liverpool-liðsins í ensku deildinni. Hann var mikill „Púll- ari“ og tók það afar nærri sér ef liðið hans stóð sig ekki sem skyldi, enda mikill keppnismaður sjálfur. Maður fór því varlega í að stríða honum á tapleikjunum fjöl- mörgu undanfarin misseri. Að leiðarlokum viljum við Sig- urlína þakka Ella samfylgdina í gegnum árin. Hans er sárt sakn- að, ekki bara af okkur, fjölskyldu og vinum heldur líka af stórum hópi viðskiptavina sem nutu góð- arar þjónustu hans í gegnum tíð- ina. Kæri vinur, „you’ll never walk alone“! Elsku Anne, Jónas, Símon, aðrir ættingjar og vinir, megi al- góður Guð styrkja ykkur og styðja á þessum erfiðu tímum. Grétar Hrafn. Þau hafa verið falleg, undan- farin vordægur. Mánudaginn 23. mars heyrði ég fyrstu lóuna syngja þetta vorið en rúmri klukkustund síðar heyrði ég þá óbærilega þungu fregn að kær vinur minn, Ellert Þór Bene- diktsson væri látinn. Elli var vandaður maður sem lét sér annt um fólk og dýr og lagði sig fram um að láta öllum líða vel í kringum sig. Það var gott að vera með Ella því hann var einlægur og hvernig sem lá á honum var hægt að vera maður sjálfur og tala um hvað sem er. Það lét honum vel að vera innan um fólk, hann féll í snakk við hvern sem er, eins og hann myndi hafa orðað það sjálfur. Það gat komið sér vel að hafa búið í Dan- mörku eða eiga dönskuslettandi ömmu því Elli átti það til að sletta heilu og hálfu setningunum án þess að taka eftir því sjálfur. Hann var skemmtilegur og áreiðanlegur samstarfsfélagi og traustur og umhyggjusamur vin- ur. Það sama gildir um fjölskyldu hans, á heimilinu var afslappað og opið andrúmsloft, og skemmti- legt að koma og fá að taka þátt í fjölskyldulífinu. Hann var stoltur af Anne og strákunum en hafði helst samviskubit yfir því að verja of litlum tíma með fjöl- skyldunni, því hann vann mikið. Hann var laginn og samvisku- samur í starfi, og var alltaf til í að reyna þó horfurnar væru jafnvel ekki góðar. Það var fátt innan dýralækninganna sem hann gat ekki, en hann hafði sitt áhugasvið sem ég var svo lánsöm að deila með honum. Hringdumst við gjarnan á til þess að skiptast á reynslusögum eða sækja ráð og fylgdumst náið hvort með störf- um annars. Það eru því ófáar samveru- og spjallstundir sem við áttum og eru þær mér mjög dýrmætar. Þessir fallegu dagar boða vor- annir og mikið líf til sveita. Elli verður ekki með í vorönnum og sumarverkum framvegis, en hann verður í hjörtum okkar allra sem þekktum hann. Hvíldu í friði, elsku Elli. Charlotta. Það er gæfa hvers samfélags að eiga fórnfúsa einstaklinga, alltaf reiðubúna til aðstoðar hvort sem um lítil eða stærri verkefni er að ræða. Geðgóðir og glaðlyndir einstaklingar sem ávallt líta það besta í náunganum og finna alltaf tíma til aðstoðar öðrum. Elli var einn slíkra einstak- linga, boðinn og búinn til liðsinnis ef á þurfti að halda. Hann hafði alltaf tíma í stutt spjall á förnum vegi og sameiginleg hugðarefni rædd, hvort sem þau voru merk- leg eða minna merkileg. Þannig kynntumst við Elli eftir að fjöl- skyldan flytur hingað á Rangár- vellina eftir nám í Danmörku. Elli hafði þá í samvinnu við félaga sína stofnað Dýralæknamiðstöð- ina á Hellu og Anne hafið störf hjá Landgræðslu ríkisins. Áhugamál Ella voru fjölmörg en okkar áhugamál lágu saman í fótboltanum. Ásamt fleiri aðilum lögðum við áherslu á að halda „Old boys“ gangandi hér Hellu- megin og mættum öðru hvoru, eftir því sem úthald og vinna leyfðu, Hvolsvallarmegin í sam- bærilegan félagsskap. Úr þessu varð nokkuð öflugur kjarni sem stundar fótbolta reglulega, oft meira af áhuga en mætti. Eins og oft er, þegar kemur fram á miðj- an aldur, fer þrekið heldur að dvína og við sumir hverjir hægj- um á okkur en Elli sættist illa á það. Til að efla þrekið tók hann því aukaæfingar í þreksal, „Boot camp“ o.fl. Og Dýralæknamið- stöðin blómstraði í Lífshlaupinu, árlegu hreyfiátaki ÍSÍ, þar sem þau náðu efsta sætinu í einum flokknum. Á mánudagsæfingum var tekin umræða um gengi Snæ- fells í körfunni en þar fylgdist Elli mjög vel með sínum gömlu sveitungum og mætti á leiki þeg- ar aðstæður leyfðu. Sérstaklega var þó rætt um gengi Liverpool, Tottenham og síðan annarra liða í enska boltann. Þá kom sér oft vel að sumir félagarnir mættu seint í Old boys þannig að góð umræða náðist um leiki helgarinnar. Og þegar konur okkar höfðu eitthvað misreiknað blakmót vetrarins, þar sem eitt þeirra rakst á þorra- blótið á Hellu, dreif Elli í að við mættum á þorrablótið sem gra- sekklar og skemmtum okkur hið besta. En enginn veit sína ævina. Maður skilur ekki hvernig röð til- viljana getur leitt til hörmulegra slysa. Maður hugsar alltaf ef þetta og ef hitt en það er til- gangslaust því raunin er það, þetta gerðist svona. Allir sem lenda í alvarlegum slysum eru fórnarlömb og oft er það svo að þeir sem virðast heilir frá ganga líða mest. Síðast þegar við hittumst, rétt fyrir Danmerkurferð fjölskyld- unnar, lögðum við Elli drög að hvernig við gætum tryggt mæt- ingu í „Old boys“ fram á vorið eft- ir páskahléið. Ljóst er að það hlé verður lengra en til stóð og verð- ur Ella sárt saknað úr hópnum. Vonandi verður Old boys-hópur- inn stöðugri þín megin þegar við hinir tínumst þarna yfir síðar meir. Það er mikill missir fyrir sam- félagið hér í Rangárþingi að missa góðan dreng og söknuður eftir góðum félaga og vini. Við fjölskyldan viljum senda innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar, foreldra og systkina og sérstaklega til Anne, Símonar og Jónasar. En það var ákaflega gott að fá að kynnast Ella. Ég er mun ríkari en áður var. Ásgeir Jónsson. Við fjölskyldan fluttum á Hellu haustið 2010 og urðum þar ná- grannar Ella og fjölskyldu. Ég kynntist Ella þó fyrst fyrir um hálfu öðru ári. Gatan okkar, m.a. annarra, átti að sjá um þorrablót- ið á staðnum og á fyrsta fund var hann mættur ásamt fleira góðu fólki til að leggja verkefninu lið. Það vakti strax athygli mína hversu vel liðinn hann var og að fólk lagði sitt traust á hann. Ekki var ég lengi að átta mig á af hverju því Elli hafði einstaklega góða nærveru, laus við stress og dreif verkefnin áfram af hógværð og gleði. Á þessum tíma, fyrir um hálfu öðru ári, reyndi ég að koma sam- an hlaupahópi á Hellu með þeim árangri að lítill hópur kom reglu- lega saman, fyrir fótaferðartíma flestra, til að hlaupa. Elli var einn þeirra sem með voru frá upphafi og mætti vel. Þessi hópur þróað- ist reyndar þannig að við stóðum eftir tveir og héldum við okkar striki í hlaupunum. Þeir voru ekki margir dagarnir á síðasta ári sem við vorum ekki í samskipt- um, annað hvort á hlaupum eða í því að undirbúa hlaupin. Elli var mikill áhugamaður um fótbolta og stangveiði og þar lágu okkar áhugamál saman. Við urð- um því aldrei uppiskroppa með umræðuefni þegar við hittumst og ræddum um allt milli himins og jarðar þó mest væri talað um fótbolta og þá aðallega um Liver- pool. Aldrei heyrði ég Ella tala illa um nokkurn mann. Hann var gagnrýninn í hugsun en einstak- lega vandaður í sinni framkomu og sagði ekkert sem hann ekki gat staðið undir. Hann var heið- arlegur og traustur en umfram allt var hann skemmtilegur fé- lagi. Marga myrka og kalda morgna hefði verið auðvelt að finna afsökun fyrir því að sleppa hlaupum en þessi frábæri félagi var mér mikil hvatning. Breytingar á búsetuhögum mínum undir lok síðasta árs urðu reyndar til þess að brjóta þetta mynstur okkar upp en þess í stað hittumst við af og til í fjósinu á Búðarhóli þar sem hann var við sín dýralæknastörf og ég við bú- störfin. Við hittumst tvo daga í röð í fjósinu fyrir fáeinum dögum og vegna þess að við vorum báðir að fara til útlanda töluðum við um Ellert Þór Benediktsson VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.