Morgunblaðið - 26.04.2013, Side 25

Morgunblaðið - 26.04.2013, Side 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 VORHREINSUN avegur 40, 101 Reykjavík olcano@volcanodesign.is www.volcanodesign.is S: 5880100 Laug v40% Humarhúsið 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 Þegar njóta á kvöldsins... Sóttvarnaeftirlit Taívans staðfesti á miðvikudag að 53 ára gamall taív- anskur karlmaður, sem hafði verið við vinnu í borginni Suzhou í Kína, sýndi einkenni H7N9-fuglaflensunn- ar. Maðurinn hefði legið inni á spít- ala frá 16. apríl og ástand hans væri alvarlegt en stöðugt. Fram kom í heilbrigðisvísinda- tímaritinu The Lancet í gær að kín- verskir vísindamenn hefðu staðfest að vírusinn bærist í menn úr fiðurfé en að enn sem komið væri benti ekk- ert til þess að hann smitaðist manna á milli. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, segja vírus- inn sérstaklega hættulegan og hafa stjórnvöld víða í Asíu biðlað til borg- ara sinna um að hlíta leiðbeiningum WHO, s.s. að forðast snertingu við lifandi fiðurfé. Í Japan, Suður-Kóreu, Hong Kong og á Filippseyjum hafa stjórn- völd m.a. gripið til þess ráðs að nota hitanema til að bera kennsl á ferða- menn með hita en gert er ráð fyrir að margir verði á faraldsfæti í næstu viku, í kringum dag verkalýðsins. Fyrsta tilfellið utan meginlands Kína  H7N9 smitast frá fiðurfé í menn H7N9 fuglaflensan 112 tilfelli 23 dauðsföll Heildarfjöldi smitaðra 25. apríl Tilkynnt um fyrsta tilfellið utan meginlands Kína sl. miðvikudag Heimild: ríkisfjölmiðlar/opinber gögn/WHO H7N9 Afbrigði H7 inflúensu- vírusa sem berast milli fugla Tilkynnt var um fyrstu dauðsföllin af völdum H7N9 í febrúar en þetta mun vera í fyrsta sinn sem vitað er að afbrigðið finnist í mönnum Talið er að vírusinn smitist frá fiðurfé í menn en ekki er vitað til þess að hann hafi borist manna á milli SJANGHÆ 33/12 JIANGSU 24/4 HENAN 4 SHANDONG 1 PEKING 1 ANHUI 4/1 ZHEJIANG 44/6 1 TAÍVAN KÍNA Einkenna sjúkdómsins varð vart hjá manni í Taívan, þremur dögum eftir að hann snéri aftur frá Jiangsu-héraði í Kína Alls eru nú 92 fangar af 166 í Guant- anamo-fangelsinu í hungurverkfalli. Þar af fá sautján næringu í æð og tveir hafa verið lagðir inn á spítala en eru ekki í lífshættu, að sögn tals- manns fangelsisins, Samuel House. Með hungurverkfallinu eru fangarnir að mótmæla því að vera haldið í fang- elsinu án ákæru og réttarhalda. Nokkrir fangar hófu hungurverk- fall 6. febrúar síðastliðinn en síðan hefur fjöldinn varið vaxandi. David Remes, lögmaður fimmtán fanganna, segir að fangelsisyfirvöld hafi framan af ekki viljað viðurkenna að fangarnir væru í hungurverkfalli og raunveru- legur fjöldi sé nær því að vera 130. Í samtali við fréttaveituna AFP við- urkenndi talsmaður fangelsisins, House, að tveir fangar hefðu gert til- raun til sjálfsvígs 13. apríl síðastlið- inn, þegar um sextíu fangar voru fluttir úr sameiginlegum klefum í ein- staklingsklefa. Aðeins tíu til fimmtán fangar væru enn í sameiginlegum klefum. Talsmaðurinn sagði marga fangana neita að fara eftir reglum fangelsis- ins. „Sumir þeirra hafa haldið áfram að kasta saur, þvagi og blóði að vörð- unum,“ sagði hann. Um leið og fang- arnir sýndu tilhlýðilega hlýðni við reglurnar yrðu þeir fluttir aftur í sameiginlega klefa. AFP Fangar Aðgerðasinnar í Bandaríkjunum efndu til mótmæla fyrr í mán- uðinum þar sem þeir fóru m.a. fram á að fangelsinu yrði lokað. 92 fangar af 166 í hungurverkfalli Dzhokhar og Tamerlan Tsarnaev, bræðurnir sem grunaðir eru um sprengjuárásina í Boston- maraþoninu, hugðust keyra frá Boston til New York og nota þær sprengjur sem þeir áttu eftir þar. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York-borgar, sagði í gær að á flótta undan lögreglunni síðast- liðinn fimmtudag hefðu bræðurnir skyndilega ákveðið að aka til New York og nota þær sprengjur sem þeir höfðu með sér í stolinni Mercedes-bifreið til að gera árás á Times Square. Sagði Bloom- berg þetta skelfilega áminningu um að borgin væri enn skotmark hryðjuverka- manna. Áætlun bræðr- ana varð að engu þegar bif- reiðin varð bens- ínlaus og eigandi hennar slapp og hringdi í lögreglu. Foreldrar Dzhokhar og Tamerl- an ræddu við blaðamenn í borg- inni Makhachkala í Rússlandi í gær þar sem Zubeidat Tsarnaeva sakaði bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt son sinn. „Hann var lifandi! Af hverju þurftu þeir að drepa hann? Af hverju? Þeir náðu honum lifandi,“ sagði móðir drengjanna um hand- töku og dauða eldri sonar síns Ta- merlan. Þá ítrekaði hún að synir hennar væru saklausir. „Ég veit eitt, að börnin mín gerðu þetta ekki,“ sagði hún og harmaði að hafa flutt til Bandaríkjanna. Dzhokhar Tsarnaev Hugðu á árás á Times Square

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.