Morgunblaðið - 26.04.2013, Page 32

Morgunblaðið - 26.04.2013, Page 32
32 UMRÆÐANKosningar 2013 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Nú líður að kosningum og keppast allir stjórnmálaflokkar við að koma sínum mál- efnum á framfæri. Misgóðar eru tillögurnar en allt getur þetta haft áhrif til betri stjórn- skipanar, hvaðan svo sem tillögurnar koma. Ég hef hugsað mikið út í þetta undanfarið en verð sífellt áhyggjufyllri sem nær dreg- ur kosningum. Margir flokkar bjóða upp á lausnir handa skuldsettum heimilum og hafa margir þeirra lagst í mikla vinnu við að útfæra þær hugmyndir. Gott og vel. Heimilin eru stærsta fyrirtæki landsins og þurfum við að halda þeim gangandi. Þau eru of stór til að falla, annað en margir þeirra banka sem reistir voru upp úr öskunni. Einn flokkur stendur upp úr með eina heildstæða lausn. Evrópusambandið. Þarf að segja meira? Nei, það finnst Samfylking- armönnum ekki. Allt sem bjátar á hér á landi skal ESB laga. Svo einfalt er það. Ég vil líta öðruvísi á hlutina. Við höfum ekkert í þetta samband að gera. Við höfum gnægð af orku, hreinu vatni og fiski í sjónum. Þeir sem eru hræddir um að við einangrumst geta verið alveg rólegir. Bandaríkin, sem eru ekkert annað en Ameríku- samband, hafa ekki útilokað sig frá erlendum mörk- uðum. Þau halda áfram að stunda viðskipti við um- heiminn, þ.m.t Ísland. Það sama á við um ESB. Evrópa getur ekki einangrað sig frá umheiminum þó svo að álfan hafi sameinast í eitt bandalag. Við höfum hreina vatnið sem þá mun vanta eftir nokkur ár. Við höfum fiskimiðin og við höfum óheyrilegt magn af grænni orku sem bíður þess að vera sett til vinnu. Þetta er allt eitthvað sem ESB mun arðræna okkur um ef við göngum í sambandið. Ég vil ekki taka þátt í þessu. Jón Jónsson Aðils gaf út bók árið 1903 en það var samansafn af fyrirlestrum sem hann hafði haldið. Ég tel að það rit ætti að gefa aftur út núna 110 árum seinna því það á jafn mikið við okkur í dag og það gerði þá. Hann taldi það vera frumskyldu hvers Íslendings að verja frelsi þjóðarinnar. Það tel ég líka. Hann taldi að lykillinn að velmegun þjóðarinnar, bæði í lengd og bráð, væri sjálfstæði hennar. Það tel ég líka. Ég leyfi mér að vitna beint í orð hans en mér finnst þau einkar lýsandi fyrir þá sundrung sem á sér stað í íslensku þjóð- félagi í dag. „… og þegar þjóðin er… búin að bylta sér í trygðrofum, níðingsverkum og flokkadráttum, fyllir hún loks mæli sinna með því að ofurselja sjálfa sig og frelsi sitt útlendu stjórnvaldi. Hún afsalar sér sjálfs- forræðinu, dýrasta hnossinu, sem hún á til í eigu sinni, og eftir það skiftir svo um, að það er eins og alt í einu sé tekið fyrir allan þroska, eins og lífæð þjóðarinnar sé stífluð.“ Við eigum ekki að framselja sjálfstæði okkar til Brussel. Ef sá dagur kemur munum við öll þreytast á því að hafa ekkert um okkar hagi að segja og mun því allur kraftur þverra úr þjóðinni. Ég bið þá sem þessa grein lesa að íhuga vel afstöðu sína í Evrópumálum áð- ur en gengið er til kosninga. Persónulega vil ég ekki að Össur Skarphéðinsson sé úti í Brussel meirihluta ársins, á kostnað skattgreiðanda, að reyna að semja um inngöngu Íslands. Það er nóg að hugsa til þess að síðustu samningar sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fór fyrir endaði með því að það átti að binda komandi kynslóðir í skuldafjötra. Ég bið fólk að hugsa sig um áður en það treystir þeim aftur fyrir svo stóru hagsmunamáli. „Það sem þjóðin áður var, það getur hún að vonum aftur orðið“. Ég hef fulla trú á þessum orðum Jóns Jónssonar Aðils en eingöngu ef við kjósum áframhald- andi sjálfstæði Íslands í næstu kosningum. ESB-umræðan Eftir Þorvarð Hrafn Ásgeirsson Þorvarður Hrafn Ásgeirsson Höfundur er sagnfræðinemi. Enn kumrar í manni, þegar rifjaður er upp gamli góði brandarinn um sjálfstæðismanninn sem kvæntur var treggáfuðu konunni og lagði henni línurnar, áður en hún fór á kjörstað: „Kjóstu bara D, eins og í drott- inn.“ Þegar hún svo síðar svaraði spurningunni „Kaustu rétt?“, geislaði hún af gleði: „Já elskan, ég kaus G, eins og í guð“ – er var sýnu alvarlegra mál í þá daga en nú, enda var G listabókstafur kommúnista (guðlausra) – er kölluðu sig að vísu „Alþýðu- bandalagið“ og voru reyndar uppeldisáhrifavaldar vinstrafólks samtímans, sums hvers a.m.k. má segja. En nú er öldin önnur (bókstaflega): XG er ekki svo fráleitur kostur, fyrst Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur helgað sér bókstafinn. Ekki svo að skilja að bú- ast megi við stórsigri hans af trúarástæðum, heldur frekar því að trúverðugar tillögur að aðgerðum, byggðum á reynslu Bandaríkjamanna, eru líklegar til að höfða til víðförulla, alþjóðasinnaðra og varkárra Ís- lendinga. Sem sagt margra. Loftkennd loforð framsóknarmanna láta afar vel í eyrum en maður saknar úr þeim ákveðinnar áætlunar eða forgangsraðar. Ólíkt sjálfstæðismönnum sem eru að vanda með skýra stefnu sem gagnast mun velmeg- andi, duglegu og tekjuháu fólki best. Allt samkvæmt bókinni og gott að hann er jafnan stærsti flokkurinn. Okkur öryrkjunum og eldri borgurum er best borgið undir stjórn sjálfstæðismanna, segir okkur gömul reynsla – í kjölfar krypplandi aðgerða kommúnist- anna síðastliðin ár, eða frá 1. júlí 2009. Hægri grænir segjast ætla að bæta það upp, komist þeir til áhrifa eftir kosningar, sem vel gæti gerst. Einnig vilja þeir afnema tekjutengingar við trygg- ingabætur, hækka skattleysismörk upp í 200.000 á mánuði og lögbinda lágmarkslaun í fyrsta sinn á Ís- landi (Nú 240.000). Líka vilja Hægri grænir að lífeyr- issjóðirnir leggi til fjármagn í uppbyggingu dvalar- og hjúkrunarheimila hvarvetna á landinu. Nemendur grunn- og framhaldsskóla fái til afnota spjaldtölvur og lengt verði í skólaárinu. Stúdentsprófi ljúki við 18 ára aldur og sérstök áhersla verði lögð á iðn- og tækninám. Upptaka nýs gjaldmiðils er þó það sem mesu máli skiptir. Allt eins og talað út úr mínu hjarta, G sýnist mér því góður kostur í þessum kosn- ingum. Kosningarnar munu skipta meginmáli Frá Páli Pálmari Daníelssyni Höfundur er leigubílstjóri. Þegar forystuviðtalið við Bjarna Benedikts- son birtist í sjónvarpinu höfðu spjót mjög staðið á honum og flokknum sem hann leiðir. Við fengum að sjá inn í heim persónulegra átaka Bjarna, sáum hvernig hann var reiðubúinn til að axla ábyrgð og draga sig í hlé frá stjórnmálum væri það vilji sjálfstæðismanna og til framdráttar flokknum. Velvilji og drenglund Bjarna skein í gegn. Hann lagði öll sín spil á borðið, einlægur. Við sem þekkjum Bjarna finnum að hann slípast vel og þroskast í mótlæti. Þess vegna hefur traustið vaxið og trúin á að hann valdi leið- togahlutverkinu í þeim ólgusjó sem mæðir á Íslandi. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og leiðtogi okkar Reykvíkinga, stendur þétt að baki Bjarna. Það gerum við sjálfstæðismenn einnig. Forystuhæfileikar og mannkostir Bjarna hafa birst okkur og traustið til hans vex. Verðskuldað traust. Treystum böndin Framsóknarflokkurinn er ljós- móðir þeirrar ríkisstjórnar sem við erum nú að sjá á bak eftir 4 þrauta- ár. Viðlíka ríkisstjórn get- ur vissulega enn sogið súr- efni í gegnum Framsóknarflokkinn og ríkt yfir landinu annað kjörtímabil. Þeir sem kjósa aðra tíma þar sem sanngirni og framþróun verður í stafni, hafa valkost góðan. Sjálf- stæðisflokkurinn boðar breytingar sem eru í senn djarfar og raunhæfar. Skattaafsláttur og skatt- frjáls séreignarsparnaður eru meðal margra aðgerða í efna- hagsstefnu flokksins. Kristján Þór Júlíusson hefur opn- að flokkinn með tillögum sínum sem samþykktar voru á landsfundi 2011 og getur nú hver sem er orðið að nær hverju sem er í Sjálfstæð- isflokknum. Lýðræði algert. Hanna Birna Kristjánsdóttir hef- ur undanfarin ár erjað jörðina svo stjórnmál samvinnu og heilbrigðrar velferðar megi blómstra. Og formaður flokksins Bjarni Benediktsson hefur sýnt okkur hvernig þroskaður leiðtogi, háttvís og tillitssamur og hefur hjartað á réttum stað getur unnið traust kjós- enda. Við fótgönguliðar sjálfstæð- isstefnunnar munum treysta þann grunn sem glæsilegt forystulið okk- ar getur starfað á. Eldskírn Bjarna Eftir Jón Gunnar Hannesson Jón Gunnar Hannesson Höfundur er læknir. Skömmu eftir banka- hrunið átti ég samtal við góðan erlendan vin sem nokkrum sinnum hefur komið hingað til lands og hefur hrifist af landi okk- ar og menningu. Ég var greinilega eitthvað áhyggjufullur á svipinn, því hann sagði hug- hreystandi við mig: „Þetta bjargast allt saman, þjóðin hefur séð það svartara, svo eigið þið þessa stórkostlegu náttúru og ein- stöku menningu.“ Þetta var auðvitað hárrétt hjá honum. Öfugt við það sem ýmsir stjórnmálamenn halda fram er menningin ekki bara til skrauts og hátíðarbrúks. Menning hverrar þjóðar er undirstaða sjálfsskilnings hennar og sjálfsmyndar sem hún hefur þróað og fágað í gegnum ald- irnar og lagað að sífellt nýjum og breyttum tím- um, meðal annars að okk- ar fjölmenningarlega samtíma. Hún er líka í senn grunnur mannlífsins og aðgöngumiði að sam- skiptum við aðrar þjóðir. Án Íslendingasagnanna og heimsborgaralega þenkjandi listamanna eins og Hallgríms Pét- urssonar, Halldórs Lax- ness, Kjarvals, Kristjáns Davíðssonar, Jórunnar Viðar, Hall- gríms Helgasonar og Bjarkar vær- um við bara óáhugaverður og menn- ingarsnauður þjóðflokkur sem byggi í kuldalegri verstöð norður við ysta haf. Í því mikla umróti sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum undanfarin ár er því brýnna en nokkru sinni áður að efla lista- og menningarstarfsemi með öllum til- tækum ráðum. Styrkja þannig og efla kjölfestu þjóðarskútunnar títt- nefndu. Þess vegna er sérlega þakk- arvert og sýnir bæði framsýni og hugrekki að Alþingi skuli í byrjun mars s.l. hafa samþykkt afar metn- aðarfulla þingsályktun um menning- arstefnu. Verði henni framfylgt af þeim myndarskap sem þar er lagt upp með mun hún mala gull fyrir þjóðina, bæði í bókstaflegri og yf- irfærðri merkingu. Verum stolt af menningu okkar og tungu Eftir Friðrik Rafnsson Friðrik Rafnsson Höfundur er þýðandi, í 4. sæti á fram- boðslista Bjartrar framtíðar í Reykja- vík norður. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.