Morgunblaðið - 26.04.2013, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
✝ Steinunn Sig-urðardóttir
fæddist í Garði við
Keflavík á Hellis-
sandi 24. ágúst
1917. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Garðvangi,
Garði, 13. apríl
2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Stef-
anía S. Stef-
ánsdóttir, f. 24.2. 1879, d. 6.11.
1947, og Sigurður Jónatansson,
f. 26.12. 1872, d. 7.1. 1961. Fyrri
maður Stefaníu var Kristján
Kristjánsson, f. 1877, d. 1902.
Systkini Steinunnar voru
Lovísa, f. 1899, d. 1954, Kristján
Sigurjón, f. 1902, d. 1989, Hall-
gerður, f. 1908, d. 1931, Gísli, f.
1912, d. 1914, Rósbjörg, f. 1910,
d. 2005 og Þórleif, f. 1914, d.
1989.
Steinunn giftist 1.12. 1938
1948. 6) Vilhjálmur, f. 31.12.
1949, maki var Kristín Hulda
Óskarsdóttir, f. 11.3. 1957. 7)
Stefanía, f. 25.11. 1956, maki
Kristinn Kristinsson, f. 6.1.
1959. Afkomendur Steinunnar
og Vilhjálms eru 63, þar af er
ein dóttir þeirra látin og tvö
barnabörn.
Steinunn ólst upp með for-
eldrum sínum á Snæfellsnesi til
8 ára aldurs er þau fluttu í Hafn-
arfjörð. Þar gekk hún í Lækjar-
skóla og Flensborgarskóla og
síðar í héraðsskólann á Laug-
arvatni. Eftir að skólagöngu
lauk réð hún sig í vinnu í Sand-
gerði þar sem hún kynntist til-
vonandi eiginmanni sínum Vil-
hjálmi. Þau giftu sig 1.
desember 1938 og fluttu í nýtt
hús sem þau byggðu, og stofn-
uðu heimili á Brekku í Garði þar
sem þau bjuggu til æviloka.
Steinunn tók virkan þátt í fé-
lagslífinu í Garðinum, starfaði
með Kvenfélaginu Gefn,
kvennadeild Slysavarnafélags-
ins, Barnastúkunni Siðsemd og
Stórstúkunni Framför.
Útför Steinunnar fer fram frá
Útskálakirkju í dag, 26. apríl
2013, og hefst athöfnin kl. 14.
Vilhjálmi Kr. Hall-
dórssyni frá
Vörum, Garði, f.
5.7. 1913, d. 1.4.
1997. Foreldrar
hans voru hjónin
Kristjana P. Krist-
jánsdóttir og Hall-
dór Þorsteinsson
frá Vörum, Garði.
Steinunn og Vil-
hjálmur eignuðust
sjö börn sem eru: 1)
Kristján Vilberg, f. 28.9. 1938,
maki Ásta Vigdís Böðvarsdóttir,
f. 14.6. 1943. 2) Sigurður Stefán,
f. 15.10. 1939, maki var Ástríður
Svala Svavarsdóttir, f. 5.8. 1944.
3) Kristjana Þorbjörg, f. 3.6.
1941, maki Friðrik Ágúst
Pálmason, f. 13.11. 1941. 4)
Steinunn, f. 5.3. 1945, d. 22.11.
1995, maki Guðmundur Svein-
björnsson, f. 21.1. 1945. 5) Hall-
dór, f. 22.6. 1947, maki Gunn-
hildur Ásgeirsdóttir, f. 14.1.
Þegar ég hugsa um elskulegu
ömmu mína Steinunni Sigurðar-
dóttir sem lést laugardaginn 13.
apríl sl. þá koma upp í hugann
hinar ýmsu minningar og eins og
hjá svo mörgum af hennar kyn-
slóð þá skipti það hana miklu máli
að geta boðið manni upp á eitt-
hvað með kaffinu. Mynd af henni í
tröppunum niður úr eldhúsinu
hjá henni með kaffi og með því á
bakka birtist mér þegar ég hugsa
til hennar.
Amma var mjög myndarleg
kona með fallegt hár, virðulegt
fas og blik í augum sem lýsti
æðruleysi, mikilli þekkingu og
lífsreynslu. Sem barn man ég eft-
ir ömmu svo mjög upptekinni
konu þar sem hún fékk yfirleitt öll
sín börn og fjölskyldur þeirra í
heimsókn á sunnudögum. Þá var
fullt hús af fólki, við krakkarnir
hlupum inn og út og fullorðna
fólkið sat, drakk kaffi og spjallaði
en amma var á þönum í eldhúsinu.
Amma hélt fjölskyldunni saman
með kaffiboðum á sunnudögum
og jólaboðum á jóladag. Sem ung-
lingur þá var maður nú ekki mjög
spenntur að fara í þessi boð og á
þeim tíma kunni maður ekki að
meta þá ömmu sem maður var
svo heppinn að eiga.
Þegar fullorðinsárin gengu í
garð og ég eignaðist mitt fyrsta
barn þá mátaði ég mig í fyrsta
skipti í líf ömmu minnar, hún
hafði eignast sjö börn og við þær
aðstæður sem húsmæður bjuggu
þá, vá krafturinn í henni, hugsaði
ég. Og með hverju barninu sem
ég svo eignaðist og með hverju
árinu sem ég fullorðnaðist þá
jókst virðing mín og væntum-
þykja til ömmu. Í gegnum öll mín
fullorðinsár hef ég reglulega mát-
að mig í líf ömmu minnar og
dáðst að styrk hennar og yfirveg-
un, spurt mig og líka hana hvern-
ig þetta var allt saman hjá henni
og hvernig hún brást við hinum
og þessum erfiðleikum sem lífið
færði henni. Hún gerði aldrei
mikið úr neinu, engin læti yfir
smámálum og ekki heldur
stórum málum. Amma stóð alltaf
keik, svo dugmikil og sterk með
sitt greindarlega blik í augum.
Það sem amma kenndi mér var
að á endanum lagast allt, að bíða
róleg og taka lífinu eins og það
kemur fyrir hvern dag með
æðruleysi og trú á það góða. Að
bíða og sjá.
Elsku amma, það var aðeins
fyrir rúmri viku sem þú straukst
mér um vangann, hélst í hönd
mína og baðst guð að blessa mig
og mína. Ég finn enn fyrir hendi
þinni á minni, ég mun minnast
þín alla tíð og deila visku þinni til
minna afkomenda.
Steinunn Una Sigurðardóttir.
Elsku amma Stella, okkur
finnst erfitt að kveðja þig og allt
það sem þér fylgir. Þú ert andinn
á Brekkunni og það mun ekki
verða eins að koma á Brekkuna
án þín. Þegar við vorum lítil að
koma til þín á Brekku fannst okk-
ur við vera að fara í sveitina og
þegar við komum tók við ákveð-
inn ævintýraleikur sem var ólík-
ur leikjunum sem áttu sér stað
hjá ömmu í Hafnarfirði. Á
Brekku voru risastór tún, hey-
baggar, hestar í girðingum og
einnig fjara og sjór í bakgarðin-
um. Með þetta sem leikvöll hófust
skemmtilegir leikir og urðu þeir
að frábærum minningum. Allt í
kringum þig, amma, var svo hlý-
legt og mjúkt eins og hendurnar
þínar og manni leið alltaf vel þeg-
ar maður kom til þín. Það eru for-
réttindi að hafa átt svona yndis-
lega og klára ömmu og þökkum
við fyrir það. Við geymum minn-
ingarnar um að þú hafir verið við
útskriftirnar okkar systkinanna
og þykir okkur vænt um að þú
sagðir okkur hversu stolt þú vær-
ir af okkur.
Minningin sem lifir í hjörtum
okkar um þig er hversu tignarleg
kona þú varst og það er ekki sjálf-
gefið að fá að eldast eins fallega
og þú gerðir.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku amma, við munum
sakna þín. Hvíldu í friði.
Stella Björg Kristinsdóttir,
Sigurbjörg Lára Krist-
insdóttir og Vilhjálmur
Steinar Kristinsson.
Elsku amma Steinunn.
Þú varst fædd á Rifi á Snæ-
fellsnesi. Þú rifjaðir oft upp
minningar þaðan, meðal annars
voru þar morgunbæn og kvöd-
bæn, sem þú skrifaðir niður 6.
september 1998, þá varstu stödd
á Búðum á Snæfellsnesi. Þú
skrifar; lært af ömmu sem barn,
amma, María Árnadóttir frá Rifi,
Snæfellsnesi, fædd 1845, dáin
1927, sem þú gafst mér og baðst
mig um að passa vel uppá.
Hér kemur kvödbænin.
Nótt er komin nú er ég inni,
nærri vertu Jesú mér,
verndaðu bæði sál og sinni,
svæfðu mig á brjóstum þér,
leggðu höfði líknarhönd,
lát burt hverfa syndagrönd,
öflugan set þú englamúrinn,
yfir mig svo tek ég dúrinn.
Berðu nú Jesú bænina mína,
blessun fyrir föður þínum,
leggðu mér svo líknsemd þína,
létta nú á kveinstaf mínum,
fyrir þitt heita hjartablóð,
heyr þú mig nú elskan góð,
þér sé lofsemd,
lifandi guði um aldir.
Amen.
Takk fyrir allar þær góðu
stundir sem við höfum notið sam-
an.
Þín
Steinunn Bríet Ágústsdóttir.
Okkur langar að minnast
ömmu Stellu sem var svo hlý og
góð. Þegar við minnumst ömmu
Stellu koma upp svo margar
minningar um dásamlega konu
sem við vorum svo heppin að eiga
í lífi okkar. Við kíktum oft í heim-
sókn á Brekkuna til ömmu Stellu í
pönnsur og sögustund um eitt af
ferðalögunum sem hún fór í útí
heim, amma hafði gaman af að
segja ferðasögur sem voru henni
ljóslifandi og maður hreifst með.
Er við bjuggum í Kaupmanna-
höfn spurði amma Stella oft hvort
við værum búin að fara nýlega í
Tívolíið og fá okkur rif, það var í
uppáhaldi hjá henni. Amma Stella
var einstaklega handlagin og
prjónaði mikið í gegnum tíðina,
hún sendi prjónaskap handa
strákunum okkar til að ylja þeim í
danska vetrinum. Þegar við
kveðjum þig, elsku amma
langamma Stella, gerum við það
með gleði í hjarta því minningin
um þig mun lifa í okkar hjörtum.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði, elsku amma,
tengdaamma og langamma.
Helga Ágústsdóttir,
Friðrik V. Árnason og synir.
Elsku amma mín, það er erfitt
að kveðja. Sterkur karakter eins
og þú varst, ert og verður alltaf í
huga mér og hjarta.
Ég lærði að prjóna hjá þér og
fékk nokkrar tilsagnir í lífinu.
Sem ég var missátt við, samt sem
áður á snúðugan, kímilegan hátt.
Þú varst mikil fyrirmynd heima
fyrir og eins í stúkunni og hefði ég
viljað fylgja þeim gildum betur
eftir í gegnum tíðina en okkar
vegir eru misgreiðir og þá hefur
það verið styrkur að geta leitað í
æðri mátt og séð hann í sjálfri
mér eins og við höfum rætt um,
með kvæðið sem ég læt fylgja hér.
Það tek ég með mér.
Ég kem til með að sakna þín
mikið um ókomna tíð. Og alltaf
mun ég muna væntumþykjuna og
hlýjuna við okkar samskipti, skil-
yrðislausa ást er ekki til allstaðar
að finna, takk fyrir hana og allt.
Og allir voru alltaf velkomnir hjá
þér. Ég mun muna þig í hjarta
mér og eins öll góðu og skemmti-
legu augnablikin með þér.
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem hæsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson)
Hildur Ágústsdóttir.
Þær voru fjórar móðursystur
mínar sem ég var samtíða, Stein-
unn Sigurðardóttir sem minnst er
hér var þeirra yngst.
Það er ljúft að horfa til baka og
minnast þessara glaðværu systra,
fjölskyldubönd þeirra voru sterk
og hve samrýmdar þær voru og
umhyggja og hjálpsemi alltaf rík
milli þeirra. Sem barn minnist ég
þess að það voru góðar stundir,
þegar einhver þeirra var komin í
heimsókn og sest í eldhúsið.
Glaðlyndi frænku minnar,
Steinu eins og hún var kölluð, hef-
ur eflaust á margan hátt létt
störfin á hennar margmenna
heimili. Barnahópur Steinu var
stór, og öll komust börn hennar til
manns, urðu duglegt og mann-
vænlegt fólk. Það bar merki um
umhyggju hennar og kærleika,
hversu vel hún hélt utan um fjöl-
skyldu sína, sem sannarlega er
orðin ansi fjölmennur hópur og
hve vel hún fylgdist með menntun
þeirra og því sem þau tóku sér
fyrir hendur. Það var ekki komið
að tómum kofunum hjá henni
þegar spurt var frétta, um börn
hennar, barnabörn og barna-
barnabörn því þau áttu öll hvert
og eitt sinn stóra sess í huga
hennar. Og einn var sá þáttur í lífi
hennar, að þrátt fyrir annríki
heimilisstarfanna gaf hún sér
tíma til að sinna félagsstörfum og
láta með því gott af sér leiða á því
sviði.
Það var gæfa Steinu að henni
var gefið að ganga veginn með já-
kvæðum huga og njóta þess sem
lífið hafði að bjóða. Að geta lesið
sér til ánægju og fróðleiks, rætt
sýn sína til lífsins, bókina sem hún
var að lesa og helstu dægurmálin,
nánast fram á síðasta dag, segir
margt um Steinu.
Hún frænka mín átti aðdáun
mína og ég er þakklát fyrir sam-
fylgdina. Ég kveð þig, frænka
mín, fullviss um, að það er tekið
vel á móti þér í ríki almættisins.
Blessuð sé minning Steinunnar
Sigurðardóttur.
Erla Eggertsdóttir.
Ég sit við eldhúsgluggann
minn og horfi heim að Brekku,
hugsa um vinkonu mína Stein-
unni Sigurðardóttur sem nú er
látin í hárri elli. Minningarnar eru
bjartar og góðar. Ég hef búið í ná-
grenni við Brekku alla tíð, var þar
heimagangur þegar ég var barn.
Við Stebba lékum okkur mikið
saman og oft laumaði ég mér inn
til þeirra á kvöldin til að fá að
horfa á Kanasjónvarpið þegar
það kom fyrst til sögunnar. Alltaf
fann ég mig velkomna á Brekku,
það var gott að búa í návist þeirra.
Þegar Steinunn var ung í skóla
tóku skólasystur hennar upp á því
að kalla hana Stellu, hún var ekki
samþykk þessari nafngift en fékk
því ekki breytt. Nafnið innsiglaði
á einhvern hátt þá hlýju og vin-
arþel sem einkenndi allt hennar
fas enda merkir nafnið stjarna.
Stella var mjög félagslynd
kona. Hún var gæslumaður í
Barnastúkunni Siðsemd nr. 14
ásamt Sigrúnu Oddsdóttur og
héldu þær vinkonurnar utan um
stúkustarfið með miklum sóma í
fjölda ára. Hjá þeim lærðum við
krakkarnir góða siði og gildi þess
að temja okkur heilbrigðan lífs-
stíl. Stella var einnig mjög virk í
stúkunni Framför nr. 6 og var
æðstitemplar stúkunnar í nokkur
ár auk annarra ábyrgðarstarfa.
Hún var félagskona í Slysa-
varnadeild kvenna hér í Garðin-
um og einnig í kvenfélaginu Gefn.
Hún sat í stjórn kvenfélagsins hér
áður fyrr og var gerð að heiðurs-
félaga fyrir áratuga góð störf í
þágu félagsins. Stella kom með
margar góðar ábendingar til okk-
ar í stjórn kvenfélagsins og er
gaman að segja frá því að á síðast-
liðnu ári var Heilsugæslu Suður-
nesja afhent gjöf frá félaginu eftir
tilmælum frá henni. Þannig var
hún virk og sýndi félaginu áhuga
allan þann tíma sem hún var þar
félagskona, var dugleg að mæta á
fundi og sat síðast félagsfund í
desember sl. þegar kvenfélagið
hélt upp á 95 ára afmæli sitt en fé-
lagið var stofnað á fæðingarári
hennar árið 1917.
Það var gott að vita til þess að
Stella fylgdist með mér heiman
frá sér. Hún átti til að hringja til
mín og vitja um minn hag, heim-
sótti mig reglulega á meðan hún
hafði heilsu til þess og sýndi mér
umhyggju og hlýju alla tíð. Ég
reyndi að launa fyrir mig með því
að fylgjast með henni sömuleiðis.
Það voru forréttindi að fá að
njóta samvista við hana svona
lengi, sitja hjá henni og hlusta á
hana segja frá liðnum tíma. Hún
var svo fróð, vel lesin og minnug á
löngu liðna atburði, fræddi mig
um margt. Hvert sinn þegar ég lít
heim að Brekku í framtíðinni mun
ég minnast hennar með söknuði,
þökk og virðingu.
Guð blessi minningu Steinunn-
ar Sigurðardóttur og gefi fjöl-
skyldu hennar styrk í sorginni.
Jóhanna A. Kjartansdóttir.
Steinunn Sigurðardóttir, Stella
eins og hún var oftast kölluð, hef-
ur alltaf staðið mér nærri allt frá
því að ég fæddist heima hjá henni
á Brekku. Til fjölskyldu hennar
sótti ég mikið alla tíð. Stella var
alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd,
þótt hún hefði í nógu að snúast
með stóran barnahóp, auk þess
sem hún sinnti bústörfum og fisk-
verkun með manninum sínum.
Þegar sagt er að það þurfi heilt
þorp til að ala upp barn, þá átti
það vel við í okkar tilfelli því við
frændsystkinin áttum athvarf
hvert á heimili annars og það
veitti okkur öryggiskennd. Ég
dáði margt í fari Stellu, hún var
falleg kona og fróð. Hún hafði
góða menntun og var víðlesin. Við
Stella vorum saman í stúkunni
Framför, kvenfélaginu Gefn og
Slysavarnadeild kvenna. Í öllum
þessum félögum var hún virkur
félagi og átti margar góðar hug-
myndir sem komu sér vel fyrir
samfélagið okkar. Hún var alltaf
umtalsgóð og rifjaði oft upp
fyrstu kynni sín af tengdafólkinu í
Vörum. Hún dáðist að pabba og
mömmu sem hófu búskap og
byggðu húsið okkar í túnfætinum
hjá henni, þegar þau voru rétt um
tvítugt. Vinskapur Stellu og
mömmu var þeim báðum mjög
gefandi alla tíð. Stella kunni mikið
af þulum og vísum og fékk ég að
skrifa nokkrar þeirra upp. Hún
hafði fallega söngrödd og naut
þess að syngja. Hún kenndi mér
ljóð sem ég læt fylgja hér með.
Minningin um börn sem sungu
það af hjartans gleði á æskuslóð-
um hennar vestur á Snæfellsnesi
var henni kær.
Heim skal halda í kvöld
hjartans þökk.
Lofum dýrðlegan dag.
Hljómi það lengi
með hörpunnar strengi.
Húrra – húrra.
Lofum dýrðlegan dag. Húrra – húrra.
Minninguna um þá hlýju og
umhyggju sem Stella sýndi mér
alltaf mun ég geyma í hjarta
mínu. Guð gefi börnum hennar og
fjölskyldunni allri styrk á sakn-
aðarstundum.
Kristjana H. Kjartansdóttir.
Steinunn
Sigurðardóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Í trú, von og kærleika.
Kristján, Sigurður, Krist-
jana, Halldór, Vilhjálmur
og Stefanía.
Nú ertu farin kæra vina,
mikið sakna ég þín,
við ræddum margt á síðari árum
bókmenntir, fjölskyldur og fólk.
Ég átti hjá þér hlýjar stundir.
Takk fyrir allt og allt.
Svala Svavarsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
JÓNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Kambaseli 51,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut föstudaginn 12. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Oddur Magnússon.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VALGEIR VILHELMSSON
vinnuvélaverktaki,
Fannborg 7,
Kópavogi,
lést á heimili sínu mánudaginn 22. apríl.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 2. maí kl. 13.00.
Stefán Þór Valgeirsson,
Tryggvi Garðar Valgeirsson,
Bragi Valgeirsson, Erla Viggosdóttir,
Kristján Steinar Tryggvason,
Anna Eir, Brynhildur Íris
og Sandra Björk Bragadætur.