Morgunblaðið - 26.04.2013, Page 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝ HallgrímurMatthíasson
fæddist á Patreks-
firði 7. nóvember
1932. Hann lést á
Landspítalanum
18. apríl 2013.
Foreldrar hans
voru Guðbjörg
Steinunn Guð-
mundsdóttir, f. 5.8.
1874, d. 27.6. 1967
og Matthías Pétur
Guðmundsson, f. 22.2. 1888, d.
8.7. 1964. Hann var einn tólf
systkina, eftirlifandi er Jón
Matthíasson, f. 20.8. 1931.
Hallgrímur kvæntist 17.3.
1956 Hrafnhildi Guðjónsdóttur
frá Patreksfirði, f. 7.3. 1937,
foreldrar hennar voru María
Jóakimsdóttir og Guðjón Guð-
jónsson. Börn Hallgríms og
Hrafnhildar eru: 1) Guðjón, f.
1956, fyrrv. m. Ingveldur Birna
Anna María og Svava Rós. 7)
Hallgrímur, f. 1966, maki Maj-
ken Hallgrímsson, f. 1974, börn
þeirra eru Emelia, Hannah og
Jonas. Barnabarnabörn Hall-
gríms og Hrafnhildar eru þrett-
án talsins.
Hallgrímur ólst upp á Pat-
reksfirði og átti þar allan sinn
starfsferil. Hann stundaði sjó-
mennsku frá fjórtán ára aldri.
Skipstjórnarprófi frá Stýri-
mannaskólanum lauk hann 1957
og starfaði sem stýrimaður á
ýmsum fiskiskipum allt til árs-
ins 1967 er hann hætti sjó-
mennsku og hóf versl-
unarrekstur með tengdaföður
sínum í versluninni Kjöt og
Fiskur. Hrafnhildur og Hall-
grímur tóku alfarið við versl-
uninni 1986 og ráku hana fram
til 1998 en sama ár flytja þau
frá Patreksfirði í Lækjarsmár-
ann í Kópavogi. Hallgrímur var
mikill áhugamaður um golf og
stundaði íþróttina af kappi
ásamt spilafélögum sínum í
GKG.
Útför Hallgríms fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 26. apríl
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
Björnsdóttir, f.
1958, börn þeirra
eru Björn og
Hrafnhildur. 2)
Davíð Jens, f. 1957,
maki Sesselja Sig-
urðardóttir, f.
1962, börn þeirra
eru Eyrún Anna og
Matthías Pétur. 3)
María Margrét, f.
1958, maki Tómas
Eyjólfsson, f. 1955,
börn þeirra eru Eygló, Hall-
grímur og Eyjólfur. 4) Pétur
Steinar, f. 1960, maki Eygló
Tryggvadóttir, f. 1961, börn
þeirra Sandra Lind (d. 2009) og
Sunna Lind. 5) Arna, f. 1961,
maki Magnar Sæten, f. 1960,
börn þeirra eru Hildur, Anita
og Silje. 6) Guðmundur Krist-
inn, f. 1962, maki Sigurrós
Birna Bjõrnsdóttir, f. 1961,
börn þeirra eru Guðjón Hrafn,
Nú hefur hann faðir minn
fengið hvíldina sem hann þráði.
Þessum vinnusama, hægláta og
ljúfa manni fannst nóg komið
og láir honum það enginn þótt
sárt sé.
Á unglingsárum þótti mér
hann strangur en samt alltaf
blíður í sér og gott að leita til
hans. Það var ekki fyrr en
mörgum árum seinna að ég sá
hlutina í réttu ljósi og þau góðu
gildi sem hann lagði áherslu á.
Ég hef sjálfsagt ekki alltaf ver-
ið honum auðveldur, þar sem
ég vildi sífellt prófa mig áfram,
þá sérstaklega í íþróttum sem
þörfnuðust ýmiskonar útbúnað-
ar sem ekki var alltaf auðvelt
að útvega á stóru heimili eins
og okkar. Við vorum því ekki
alltaf sammála um forgangsröð-
unina. Heimilisreksturinn hefur
örugglega ekki alltaf verið auð-
veldur, en þó var alls ekki
neinn skortur á heimilinu.
Það má segja að ég hafi
kynnst nýrri hlið á pabba þegar
hann uppgötvaði golfið. Við gát-
um talað endalaust um golfið og
ýmislegt tengt því. Við vorum
oft skammaðir fyrir að „tala um
ekkert annað en golf“ en við
létum það ekki stoppa okkur,
ástríða okkar á golfinu var slík.
Pabbi hafði sína spilafélaga á
virkum dögum og því spiluðum
við ekki oft saman en þegar við
gerðum það – þá var gaman,
þvílíkar gæðastundir. Okkur
dreymdi um að fara saman í
golfferð, en af því varð ekki, við
tökum golfhring „í öðru landi“
einhvern tímann seinna.
Þegar litið er til baka hrann-
ast upp margar minningar um
þig, pabbi minn, sem eiga það
sammerkt að vera ljúfar og
góðar. Ég kveð þig með sökn-
uði. Kveðja,
Guðmundur.
Í dag kveðjum við elskulegan
tengdaföður minn Hallgrím
Matthíasson frá Patreksfirði.
Kynni mín af Hallgrími hófust
um miðjan níunda áratuginn,
þegar ég og Mummi sonur hans
og eiginkonu Hrafnhildar Guð-
jónsdóttur, rugluðum saman
reytum.
Mér er það ferskt í minning-
unni þegar ég kom fyrst inn á
heimili þeirra hjóna á Patreks-
firði, hversu vel hann tók á
móti mér. Hallgrímur var ein-
staklega ljúfur og hæglátur
maður en jafnframt mjög
ákveðinn og stóð við sitt. Það
var afskaplega gott og gaman
að heimsækja þau til Patreks-
fjarðar og eigum við fjölskyldan
margar góðar minningar frá
þeim tíma. Börnin okkar höfðu
yndi af því að heimsækja afa og
ömmu á Patró. Ekki spillti fyrir
að afi átti aðalbúðina á Patró og
vann þar myrkranna á milli.
Við fjölskyldan minnumst þess
oft hvað þeim þótti það merki-
legt að í afabúð þyrfti ekkert að
borga fyrir ísana sem voru ófá-
ir.
Hallgrímur og Hrafnhildur
bjuggu lengst af á Patreksfirði
en fluttu í Kópavog árið 1998.
Okkur þótti virkilega gott að fá
þau nær okkur, þó svo að ferð-
irnar á Patró hafi verið ynd-
islegar. Hallgrímur byrjaði að
stunda golf síðustu árin á Patró
og hélt því áfram eftir að hann
flutti í Kópavog. Hann var fé-
lagi í GKG og spilaði nánast
daglega allt árið. Við göntuð-
umst oft með það að hann væri
eini atvinnumaðurinn í golfi í
fjölskyldunni. En nú er komið
að kveðjustund, elsku tengda-
pabbi, og ég veit að nú líður þér
betur. Mig langar að þakka þér
fyrir allar yndislegu stundirnar
sem við áttum saman og megi
minning um þig lifa í hjarta
mínu.
Elsku tengdamamma, megi
góði guð styrkja þig í sorg
þinni því missir þinn er mikill.
Sigurrós B. Björnsdóttir.
Elsku besti afi.
Orð fá því ekki lýst hversu
leið við systkinin erum yfir því
að þú sért farinn frá okkur og
hversu mikið við eigum eftir að
sakna þín. Eins og við eigum
erfitt með að sætta okkur við
að þú sért farinn, þá auðveldar
það okkur að vita að þú ert á
góðum stað og hefur það von-
andi betra.
Við munum aldrei gleyma
góðu minningunum sem við eig-
um um þig. Það tæki okkur
sennilega mörg ár ef ég skrifaði
niður allar þær góðu stundir
sem ég átti með þér en ætla að
nefna nokkrar hér. Við systk-
inin komum í ófáar heimsóknir
til ykkar ömmu á Patreksfjörð.
Það var einn af hápunktum
sumarsins þegar maður fór með
mömmu og pabba til ykkar.
Eitt það sem skemmtilegast var
að gera hjá ykkur var að leika
úti og hlaupa niður í búð til þín
og fá ís og hanga tímunum sam-
an með þér í búðinni. Ekki
fannst okkur systkinunum leið-
inlegt þegar þið fluttuð í bæinn
til okkar og við fengum að hitta
ykkur mun oftar. Þið voruð
samt alltaf afi og amma á Patró
fyrir okkur. Okkur fannst mjög
gaman að koma til þín og
spjalla við þig um meðal annars
golf, því það var eitt af því sem
þér fannst skemmtilegt að
gera. Einnig var mjög gaman
að fara með ykkur upp í sum-
arbústað í Svínadalnum. Fara í
golf og borða góðan mat. Það
var alltaf gaman að vera í
kringum þig og fékkstu okkur
oft til að brosa með nærveru
þinni.
Elsku afi okkar, við eigum
eftir að sakna þín mjög mikið
og kveðjum þig með miklum
söknuði í hjarta okkar.
Við munum minnast þín með
hlýjum hug og væntumþykju,
því við eigum svo margar góðar
minningar um þig.
Elsku amma okkar, megi guð
styrkja þig á þessari erfiðu
stund.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Þín afabörn,
Guðjón Hrafn, Anna María
og Svava Rós.
Nú er hann elsku afi Halli
búinn að kveðja þennan heim
eftir hetjulega baráttu. Margs
er að minnast.
Allar heimsóknirnar á sumr-
in til ömmu Löbbu og afa Halla
koma fyrst upp í hugann. Það
var alltaf mikil tilhlökkun hjá
okkur systkinunum að koma
vestur. Það var algjört ævintýri
fyrir okkur borgarbörnin að
vera á Patró, meira frelsi ein-
hvern veginn. Amma og afi
tóku alltaf vel á móti okkur fjöl-
skyldunni, voru alltaf jafn hlý
og góð og þar gátum við verið
eins og heima hjá okkur.
Í minningunni var afi Halli
mikið í vinnunni, í búðinni sinni
Kjöti og fiski. Það var mjög
spennandi að fá að koma með
afa niður í búð og þá sérstak-
lega eftir lokun, þá var hægt að
fara í búðarleik og ekki
skemmdi fyrir að fá að velja sér
nammi áður en við fórum aftur
heim, það var toppurinn.
Eitt sumarið fyrir vestan átti
ég erfitt með að sofna á kvöld-
in. Afi Halli kunni ráð við því,
hann gaf mér kakómalt, hann
sagði það besta svefnmeðalið og
það virkaði. Ég hef sennilega
komið fram á hverju einasta
kvöldi í þessari heimsókn og
sagst ekki getað sofnað til þess
að fá kakómalt hjá afa, gæða-
stundir sem gleymast ekki.
Margar fleiri góðar minning-
ar koma upp í hugann þegar ég
hugsa um afa Halla. Sumarbú-
staðarferðirnar bæði fyrir vest-
an og í Svínadalnum, verslunar-
mannahelgarnar, golfmót
fjölskyldunnar, skötuveislan á
Þorláksmessu, heimsóknir í
Lækjasmárann þar sem alltaf
er tekið vel á móti okkur með
faðmlagi og bakkelsinu hennar
ömmu. Afi Halli var barngóður
maður og tók ég sérstaklega
eftir því er ég eignaðist dætur
mínar hversu mikið hann hafði
gaman af því að hafa börnin í
kringum sig og hvað þau voru
ánægð með hann.
Þegar ég sagði Maríu minni
að afi Halli væri dáinn þá sagði
hún: „En hann er svo góður“.
Það er svo sannarlega rétt. Afi
var góður maður. Ég hef alla
tíð borið mikla virðingu fyrir
afa. Hann var virkilega góð fyr-
irmynd. Vinnusamur, drífandi
og hjartahlýr, ekki maður
margra orða en samt svo hlý-
legur. Í mínum huga voru afi
Halli og amma Labba fyrir-
myndarhjón. Mjög samrýmd og
greinileg gagnkvæm virðing og
ást þeirra á milli.
Afi minn var mikill baráttu-
jaxl. Þegar hann veiktist alvar-
lega fyrir nokkrum árum og var
vart hugað líf þá kom það svo
sterkt í ljós hve öflugur hann
var. Hann sagðist ætla að stíga
upp úr þessum veikindum og
það gerði hann svo sannarlega
með stæl og var kominn aftur á
golfvöllinn áður en við vissum
af.
María er búin að teikna fal-
legar myndir af afa Halla þar
sem hann er engill á himnum.
Við þökkum fyrir þann tíma
sem við fengum með afa og all-
ar góðu minningarnar sem
hann skilur eftir sig. Minning
hans lifir í hjörtum okkar.
Hvíl í friði, elsku afi, þín er
sárt saknað.
Þín,
Eygló Tómasdóttir og
fjölskylda.
Halli Matt eins og Hallgrím-
ur Matthíasson var kallaður var
fæddur og uppalinn á Patreks-
firði þar sem allt daglegt líf
snerist um sjósókn, fisk og fisk-
vinnslu. Við þær aðstæður mót-
ast hugur barna og ungmenna
og leikur þeirra tekur mið af
umhverfinu og því sem í boði
er. Börnin leika sér í fjörunni
og fljótlega er farið niður á
bryggju til þess að veiða fisk.
Þannig er þetta í öllum sjáv-
arplássum kringum landið.
Eins og margur ungur mað-
urinn fór Halli snemma á sjó-
inn. Eftir útskrift úr Sjómanna-
skólanum í Reykjavík starfaði
hann lengi sem stýrimaður og
skipstjóri.
Bernskuheimili Halla var á
Strandgötu 3 þar sem hann ólst
upp í faðmi stórrar samhentrar
og umhyggjusamrar fjölskyldu.
Í næsta húsi, Strandgötu 5, var
yngismær að vaxa úr grasi og
það er engu líkara en hann hafi
verið að bíða eftir að hún yrði
stór því strax þegar færi gafst
þá dreif hann sig yfir og bank-
aði uppá og bað hennar innilega
með þeim árangri að hún sagði
já og saman hafa þau verið síð-
an, Hrafnhildur og Halli, í tæp
sextíu ár og farnast vel og af-
komendurnir eru orðnir fjöl-
margir.
Halli var handlaginn og dug-
legur við að dytta að þegar
þess þurfti og einnig að lagfæra
vélar og búnað þegar svo bar
undir. Á sjöunda áratugnum
stundaði hann köfun með Gunn-
ari Karli mági sínum og til að
drýgja tekjurnar þá tóku þeir
að sér að hreinsa tóg og vír úr
veiðiskipum sem fengið höfðu í
skrúfuna og komið inn á Patró
til þess að fá aðstoð. Það var oft
erfitt verk og kulsamt, sérstak-
lega á veturna, því við köfun
voru þeir klæddir í svokallaða
blautbúninga. Eftir langa dvöl
neðansjávar var oft farið upp í
viðkomandi skip og fengið heitt
vatn til þess að hella inn undir
búninginn og fá hlýju. Fyrir
mistök fékk hann í eitt skiptið
svo heitt vatn inn á bert holdið
að hann hlaut brunasár af.
Ýmsar voru hætturnar.
Eftir áratugi á sjónum fór
Halli að vinna með Guðjóni
tengdaföður sínum sem rak
verzlunina Kjöt & Fisk á Pat-
reksfirði og gerðist meðeigandi
í fyrirtækinu. Samvinna þeirra
gekk mjög vel og verslunin
stækkaði og blómgaðist og þeg-
ar Guðjón féll frá 1986 þá eign-
uðust þau Hrafnhildur og Halli
fyrirtækið sem þau ráku með
miklum myndarbrag fram undir
aldamót en þá fannst þeim nóg
komið af þeirri miklu vinnu sem
þessu fylgdi, seldu búðina og
fluttu í Kópavog þar sem þau
hafa búið síðan.
Halli var félagi í Lionsklúbbi
Patreksfjarðar í mörg ár. Hann
var í stjórn Eyrasparisjóðs um
árabil.
Lítill tími hafði gefist til tóm-
stunda en Halli var þó farinn að
fikta við golf síðustu árin fyrir
vestan og fór á fullt þegar suð-
ur var komið og nægur tími til
þess að stunda þessa skemmti-
legu og hollu útivist. Golfið lá
vel fyrir honum eins og flest
annað sem hann tók sér fyrir
hendur og náði hann góðum
tökum á íþróttinni. Hann notaði
hvert tækifæri sem gafst til
þess að stunda þessa eftir-
lætisiðju sína með golffélögum
sínum í GKG og var farið á völl-
inn allan ársins hring.
Við Helga kveðjum með
miklum söknuði kæran mág og
svila og þökkum allar góðu
samverustundirnar og áratuga
vináttu.
Hilmar Jónsson.
Hallgrímur
Matthíasson
HINSTA KVEÐJA
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Hvíl í friði, elsku langafi
minn.
Tryggvi Hrafn.
Elsku amma mín er búin að
kveðja okkur, 90 ára að aldri.
Hún var alveg einstök mann-
eskja, alltaf virðuleg og vel til-
höfð og ávallt góður gestgjafi.
Það er ekki annað hægt en að
líta á hana sem fyrirmynd, því
hún var alltaf hörkudugleg og
lét ekkert stoppa sig, samanber
þegar hún dreif sig í nám á
fimmtugsaldi og tók bílpróf.
Amma fylgdist alltaf vel
með, bæði þjóðfélagslegum efn-
um sem og fréttum innan fjöl-
skyldunnar. Hún kunni betur
en nokkur annar skil á ætt-
fræði okkar og gat rakið skyld-
leika okkar við aðra aftur í
fleiri ættliði.
Allt var þetta náskylt okkur í
Ásta Ólafsdóttir
✝ Ásta Ólafs-dóttir fæddist á
Látrum í Aðalvík
21. nóvember 1922.
Hún lést á Land-
spítala við Hring-
braut 10. apríl
2013.
Útför Ástu fór
fram frá Áskirkju
18. apríl 2013.
hennar augum.
Ekki höfðum við
vit á því framan af
hversu dýrmæt
þessi þekking var,
því það er svo
margt sem maður
kann ekki að meta
fyrr en á fullorð-
insárum.
Þegar ég var lít-
il kunni ég best að
meta að fara í næturgistingu til
hennar með Dóru systur og
láta dekra við okkur. Þá var
mælikvarðinn á lífsgæðin að-
allega hversu mikið nammi við
máttum fá, eða hversu marga
brie-osta Dóra mátti borða ein-
tóma.
Sem betur fer vitkast maður
með aldrinum og fer að kunna
að meta það hversu gaman það
var að spjalla við hana ömmu,
því hún kunni þá list að hlusta,
auk þess sem hún var jákvæð
og skilningsrík. Hún hallmælti
aldrei neinum, sama hver átti í
hlut. Þegar foreldrar okkar
tóku áratug í að skilja og taka
saman aftur, reyndi hún alltaf
fyrst og fremst að sýna því
skilning og dæma engan.
Hún hafði mikla kímnigáfu
og fannst ekkert dásamlegra en
að horfa á næstu kynslóðir fæð-
ast og vaxa úr grasi. Ég var
ekki alveg nógu snögg að þessu
að hennar mati, og hún hvatti
mig eindregið til að drífa mig í
að fjölga mannkyninu, með eða
án vitneskju eiginmannsins.
Sem betur fer samþykkti hann
þó barneignir, þannig að það
kom ekki til slíkra klækja.
Mér hefur alltaf fundist erf-
itt að eignast mín börn svo
langt frá fjölskyldunni, því það
er svo langt á milli heimsókna
að fjölskyldan nær ekki að
kynnast þeim almennilega.
Enda spurði amma mig í hvert
sinn sem ég var á landinu, hve-
nær ég kæmi aftur. En hún
skildi vel af hverju það var ekki
hægt, og sagði hún mér það oft
að hana hefði alltaf sjálfa
dreymt um að fara þessa leið í
lífinu.
Þessar aðstæður gerðu það
þó að verkum að hún náði ekki
að sjá yngsta afkvæmið mitt,
sem mér finnst svolítið sárt.
Hún hefði haft gaman af að sjá
litla strákinn í hópnum.
Heilsu ömmu fór hrakandi
síðustu ár og við vorum fegin
að hún skyldi fá að fara áður en
hún varð alveg rúmföst. Það
skipti hana svo miklu máli að
komast út á meðal fólks og geta
verið með okkur á merkisdög-
um í fjölskyldunni.
Ég er stolt af því að hafa
fengið nafnið hennar og mun
reyna að bera það í hennar
anda. Hvíldu í friði, elsku
amma, þín verður sárt saknað.
Ásta Theódórsdóttir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Við kveðjum með söknuði
ömmu, tengdaömmu og lang-
ömmu Ástu Ólafsdóttur frá
Látrum í Aðalvík. Eftir sitja
minningar um góða konu sem
lifði tímana tvenna og hafði frá
mörgu að segja, en hlustaði líka
af athygli og áhuga. Hún var
mannvinur og fylgdist með
okkur, afkomendum sínum, af
ástúð og kærleika. Þú munt lifa
innra með okkur alla tíð.
Lárus Rafn Halldórsson,
Helga Dröfn Jónsdóttir og
Heiða Rún Lárusdóttir.