Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 ✝ Árni Gunn-arsson fæddist á Akureyri 17. október 1985. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 14. apríl 2013, af völdum slyss 4. apríl 2013. Foreldrar Árna eru Gunnar Jó- hannes Jóhanns- son, f. 7.11. 1957 og Gunnlaug Steinunn Árnadóttir, f. 7.9. 1959. Dóttir Árna er Katr- ín Faith, f. 15.1. 2006. Móðir hennar er Gunnhildur Péturs- dóttir. Systkini Árna eru Jóna Björk, f. 30.6. 1978 og Jóhann, f. 25.1. 1990. Eig- inmaður Jónu Bjarkar er Reynir Hilmarsson og eiga þau þrjú börn. Árni ólst upp á Akureyri og gekk í Síðuskóla og stund- aði síðan nám við Verkmenntaskól- ann á Akureyri. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem Árni bjó og starfaði síðast- liðin ár og nú síðast hjá Löndun ehf. Útför Árna fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 26. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku Árni minn. Lífið verður aldrei eins án þín. Ég veit ekki hvað ég á að segja eiginlega, ég sit hér og hugsa um allt okkar og ég kem ekki upp orði. Ef ég á að minnast einhvers eins þá verður það sveitahringurinn sem við keyrðum þegar ég var í skól- anum á Bifröst í fyrrasumar og við töluðum um að kaupa okkur hús einhverstaðar úti í miðri sveit þar sem allt er svo friðsælt og fallegt. Við keyrðum enda- laust lengi án þess að hafa hug- mynd um hvar við myndum lenda eða hvert við værum kom- in. Ég sakna þín svo mikið og til- hugsunin um að fá aldrei að brosa með þér eða jafnvel rífast við þig og kvarta í Steina er bara ömurleg. Og ég er viss um að eins og Steina fannst ótrúlega pirrandi að lenda stundum á milli okkar þegar við vorum að rífast þá er ég viss um að hann gæfi allt til að fá okkur sitt hvor- um megin við sig gargandi frek- ar en að hafa þig þarna hinum megin og okkur hérna megin. Við systkinin elskum þig svo mikið, og Ívan minn, ó guð. En eitt máttu vita, að ég ætla að minnast þín með því að gera það eina sem þú vildir að ég myndi alltaf gera og ég mun ganga þann veg með þig í hjarta mínu að eilífu, ástin mín. Ég bið Guð um að senda styrk til dóttur þinnar og fjölskyldu og okkar allra sem sitjum og horfum á eft- ir þér. Þín Aníta. Elsku Árni frændi, kúturinn okkar. Aldrei hefðum við trúað því að við systur mundum sitja og skrifa minningarorð til þín. Það er okkur „gömlu“ óskiljanlegt að þú sért farinn okkur frá. Við er- um svo þakklátar fyrir allar þær góðu og skemmtilegu minningar sem við höfum átt saman í gegn- um árin. Frá blautu barnsbeini höfum við verið góðir og nánir vinir, þú varst okkur sem bróðir. Við minnumst þess er við fórum í ótal skipti í útilegur og sumarbú- staði sem börn, þar sem einstök hegðun okkar gaf okkur titilinn skæruliðar. Árið 2004 komst þú og bjóst hjá okkur í Danmörku yfir sum- arið, það var alveg yndislegur tími og þú vildir helst ekki fara aftur heim. Svo þegar við systur bjuggum saman í Reykjavík þá varst þú tíður gestur og alltaf nutum við þess að fá þig til okkar, þar sem við hlógum og fífluðumst alltaf mikið. Þú varst ljúfmenni út í eitt, og varst alltaf tilbúinn til að gera allt fyrir okkur gömlu frænkur þínar, sem þú áleist sem systur þínar. Okkur er svo minnisstætt þegar þú komst til okkar með Katrínu dóttur þína í fyrsta skipti, við höfðum aldrei séð þið jafn stoltan. Við höfðum svo mörg plön saman fyrir framtíðina, þessum plönum munum við systur fylgja eftir og við vitum að þú munt vera með okkur í anda. Elsku hjartans kúturinn okk- ar, við höfum óteljandi minning- ar með þér, sem hjálpa okkur núna í gegnum þennan erfiða tíma. Takk fyrir að hafa alltaf verið svona yndislegur og skemmtileg- ur. Orð fá því ekki lýst hversu mikið við munum sakna þín. Þú heldur áfram að lifa í hjörtum okkar þangað til að við hittumst á ný. Elsku Gunnar, Gulla, Jóhann, Jóna Björk, Katrín, ættingar og vinir, innilegar samúðarkveðjur til ykkar, minning um góðan dreng lifir. Dökkur skuggi á daginn fellur, dimmir yfir landsbyggðina. Köldum hljómi klukkan gellur, kveðjustund er milli vina. Fallinn dómur æðri anda, aðstandendur setur hljóða. Kunningjarnir klökkir standa, komið skarð í hópinn góða. Gangan með þér æviárin okkur líður seint úr minni. Við sem fellum tregatárin trúum varla brottför þinni. Þína leið til ljóssins bjarta lýsi drottins verndarkraftur. Með kærleiksorð í klökku hjarta kveðjumst núna, sjáumst aftur. (Hákon Aðalsteinsson) Þínar frænkur, Herdís og Halldóra Harð- ardætur. Elsku frændi. Minningarnar streyma um huga okkar á þessari erfiðu stundu. Stórt skarð hefur mynd- ast í barnabarnahópinn. Þú varst fyrsti strákurinn í hópnum. Það er óhætt að segja að þú hafir komið með látum og fært fjör í leikinn. Þú hafðir endalausa orku, varst uppá- tækjasamur og stríðnisglampinn í augunum var aldrei langt und- an. Við eldri frænkurnar máttum hafa okkur allar við þegar við pössuðum þig, þú lést okkur svo sannarlega hafa fyrir hlutunum. Dæmalaust sætur og krúttlegur varstu svo í skólabúningnum þínum í London, þá aðeins 5 ára gamall. Ófáum stundum var eytt í kjallaranum hjá ömmu og afa í Kotárgerði. Feluleikirnir og elt- ingarleikirnir voru skemmtileg- astir. Þú hafðir alltaf hugmyndir um hvernig við gætum breytt reglum leikjanna svo við yrðum ekki leið á þeim og ekki síður til að gera þá aðeins meira krass- andi og fá púlsinn til að slá örar. Á öskudögunum var aldrei slegið slöku við. Þar nýttir þú skipulagshæfileika þína til hins ýtrasta, og þrjóskan hjálpaði reyndar líka til. Það skyldi farið yfir eins stórt svæði og auðið var til að fá sem mest nammi. Það þýddi ekkert fyrir okkur hin að kvarta og kveina, þú sást til þess að við héldum áfram. Stundum var hraðinn reyndar það mikill að þegar að söngnum kom, vorum við svo móð og másandi að við komum varla upp orði, hvað þá söng. En nammi fengum við, og nóg af því. „Boxið“ við Jóhann á Mallorca er okkur minnisstætt. Þú byrj- aðir auðvitað með miklum yfir- burðum og kýldir Jóhann hvað eftir annað í gólfið. En smám saman leyfðir þú Jóhanni að ná yfirhöndinni svo lítið bæri á og í lokin léstu þig detta við laflaust högg Jóhanns sem rifnaði af stolti yfir að hafa sigrað stóra bróður sinn. Þú varst svo óeig- ingjarn á athyglina og passaðir vel upp á að litli bróðir fengi líka að njóta sín. Við minnumst líka allra þeirra aðfangadags- og gamlárskvölda sem stórfjölskyldan átti saman. Yndislegar stundir og góðar minningar. Elsku frændi, við söknum þín sárt. Þú hafðir góða nærveru. Þú varst einlægur, hógvær og gjaf- mildur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku Gunni, Gulla, Jóhann, Jóna og Katrín, við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð. Minning Árna lifir í hjörtum okkar. Elva Björg, Kolbrún, Lena, Steinunn, Selma og Sigurður. Fallinn er frá frændi minn, Árni Gunnarsson, langt fyrir aldur fram. Mig setti hljóðan er ég fékk þær fréttir að frændi minn hefði lent í alvarlegu slysi og væri ekki hugað líf. Lífið tek- ur oft óvæntar stefnur og ekki alltaf fyrirséð hvernig það end- ar. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Mig langar að minnast frænda míns Árna Gunnarssonar í fáein- um orðum. Margs er að minnast og gleðjast er hugurinn reikar aftur í tímann. Snemma kom í ljós mikill áhugi Árna á sveitinni og ófáar stundirnar dvaldi hann hjá Gunnu ömmu í Víðiholti og frændfólki. Árni talaði alltaf um það að í sveitinni væri mjólk- urgrauturinn það besta sem hægt væri að fá og átti helst ekki annað að borða. Árni sótti mjög í það að taka þátt í því sem var að gerast hverju sinni í sveit- inni. Skrölti með frændum sín- um í dráttarvél við heyannir og önnur verk. Ófáar stundir við fjósið skítugur uppfyrir haus, á hestbaki með frændum og við veiðskap niður við Helgá. Frændrækinn var Árni og vildi aldrei missa af viðburðum er tengdust frændgarðinum, hvort heldur var um jólaboð, afmæli eða Víðiholtskarnival. Segja má að Árni hafi verið fylginn sér, á köflum jafnvel töluvert þrjóskur. En alltaf var stutt í brosið og kímnina. Nú hefur frændi kvatt þennan heim en skilur eftir sig margar ljúfar minningar. Víða er kalt í hörðum heimi, klippt á lífsins naflastreng. Í hjarta mínu ætíð geymi minningu um góðan dreng. (Einar Hafliðason) Eftir stendur minning um ljúfan og glaðlegan pilt. Elsku Katrín, Gunni, Gulla, Jóna Björk og Jóhann, okkar bestu samúðarkveðjur úr sveit- inni. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Jóhann Rúnar Pálsson og fjölskylda. Það er ekki til nóg af bleki í heiminum til þess að skrifa allt það fallega og skemmtilega um þig, Árni okkar. Því viljum við segja nokkur vel valin orð um þig sem lýsa þér eða minna okkur á þig: orðhepp- inn, grallari, fyndinn, grjótharð- ur, handsome, yndislegur, dug- legur, pabbi, góðmenni, uppátækjasamur, geislandi, ein- stakur, trygglyndur, ljúfur, körfuboltasnillingur, framúr- skarandi, frábær, sterkur, Queen, spennandi, útsjónarsam- ur, vinur vina sinna, kurteis, þrjóskur, Arsenal, Orlando Ma- gic, skemmtilegur, hugljúfur, skapandi, Turkish pepper, já- kvæður, hress, svalur, sniðugur, æðislegur, hárprúður, bílstjóri, Síðuskóli, Subaru Justy, sann- gjarn, Woods, stundvís, rétt- sýnn, Íslandsmeistari, raungóð- ur, glaðlyndur, rafmagnsleysi. Okkur þykir sárt að missa þig og söknum þess öll að rökræða við þig um hlutina. Þú varst eng- um líkur og munt alltaf eiga sér- stakan sess í hjarta okkar, elsku Árni. Birkir Halldórsson, Brynjar Valþórsson, Eggert Ármann Ármannsson, Fannberg Jen- sen, Fanney Reyes Laxdal, Fanney Sigurðardóttir, Gunnar Máni Hermannsson, Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir, Máni Frímann Jökulsson, Nadine Día Júlíusdóttir og Svavar Árni Halldórsson. Elsku besti Árni minn, ég trúi varla að þú sért farinn, þín er svo sárt saknað, þú varst besti og traustasti vinur sem til var. Ég var farinn að hlakka svo til að koma og fara að gera með þér allt það sem við vorum búnir að tala um að gera saman. Ég á eft- ir að hugsa til þín allt mitt líf og sakna þess ótrúlega mikið að geta ekki hitt þig. Þetta er svo ótrúlega ósanngjart og óraun- verulegt að þú sért farinn en ég trúi að þú sért á betri stað og takir vel á móti mér, elsku vinur minn, þegar ég kem. Þinn vinur, Steindór (Steini). Elsku Árni, mig langar að byrja á að þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir allan þann tíma sem við höfum varið saman. Þú varst sannur vinur og það var alltaf hægt að fá þig með sér að gera eitthvað skemmtilegt og treysta á þig. Ég er líka virkilega þakklátur fyrir að hafa fengið að hitta þig á páskadag og að hafa farið á rúntinn með þér og kíkt svo á þig aftur um kvöldið með Jó- hönnu. Þú varst svo skemmtilegur, góður pabbi og kraftmikill mað- ur. Það er margt sem maður hef- ur lært af þér og ég þekkti þig þannig að þú sagðir alltaf það sem þér fannst. Þykir óendanlega vænt um þig og minninguna um þig mun ég geyma í hjarta mér það sem ég á eftir ólifað. Þinn vinur að eilífu, Daníel Páll Snorrason. Árni Gunnarsson HINSTA KVEÐJA Er sólin gyllir ský á lífsins vegi þú sefur rótt að liðnum þínum degi. Í hljóðri bæn ég sendi kveðju mína en englar himins breiða vængi sína. Úr silfurböndum sveig af rósum flétta og leggja yfir hinstu hvílu þína. (Helga Jóh.) Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Guð blessi minningu þína, elsku vinur. Helga og Guðbergur. Elsku besta amma mín og langamma. Nú ert þú farin og söknuðurinn er mikill. Það verður skrítið fyrir mig og langömmubörnin að koma til landsins og fara ekki upp á Eir til langömmu Mundu. Sitja saman, horfa á Esjuna, heyra allar sögurnar þínar og borða saman nammi. En minningarn- ar eru svo góðar og margar. Við höfum gert svo margt skemmtilegt saman. Þú kennd- ir mér á píanó, spilaðir við mig badminton, við fórum á skíði, í sund og fjölda veiðiferða í Norðurá og Iðu svo ekki sé minnst á allar sumarbústaða- Guðmunda Peter- sen Stefánsdóttir ✝ GuðmundaPetersen Stef- ánsdóttir fæddist í Reykjavík 25. júní 1921. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 7. mars 2013. Jarðarför Guð- mundu fór fram frá Áskirkju 12. mars 2013. ferðirnar í Brekku- kot með ykkur afa Gunnari. Þó að ég hafi búið í Noregi síðustu ár vorum við duglegar að hafa samband í gegnum síma og Skype þar sem þú klappaðir lang- ömmubörnunum í gegnum skerminn. Við hittumst líka oft þegar við vorum á landinu og þú varst dugleg að koma til Sandefjord að heimsækja okk- ur. Dóttur mína eignaðist ég á afmælisdaginn þinn 25. júní og þið hélduð oft upp á daginn ykkar saman, bæði hér og í Noregi. Upp úr stendur stór- afmæli þitt þegar þú varst ní- ræð, Eva systir þrítug og Emilia mín níu ára. Takk fyrir allt, elsku besta amma mín og langamma, söknuðurinn á eftir að verða mikill en ég veit að þú varst sátt og tilbúin að fara til afa Gunnars. Birna, Viktor, Emilia og Oliver. Elsku afi Jón. Þú hefur kvatt þennan heim og skilur eftir þig góðar minn- ingar. Ég mun sakna þín og er mjög þakklátur og glaður að hafa átt þig sem afa. Ég sé eftir því að hafa aldrei sagt það beint við þig en vona að þú hafir vitað það. Þú kenndir mér svo margt. Við tefldum margoft og spilast- undirnar sem við áttum með öðrum fjölskyldumeðlimum eru óteljandi. Minningarnar eru óteljandi. Það var gaman að koma til ykkar ömmu í Hafn- arfjörðinn því þá vissi maður að spilakvöld væri framundan og eitthvert góðgæti fékk maður alltaf hjá ömmu. Það var samt ósjaldan sem þessi kvöld enduðu á því að ég sofnaði í sófanum al- veg búinn á því. Þú hafðir alltaf Jón Rafn Guðmundsson ✝ Jón Rafn Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 19. apríl 1928. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafn- arfirði 7. apríl 2013. Útför Jóns Rafns fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 16. apríl 2013. áhuga á því hvað maður var að gera, mættir á handbolta- leiki og varst oft að spyrja út í skólann. Það var alltaf gam- an að ræða við þig um allt milli himins og jarðar. Þeir sem þekktu til þín vita vel að alltaf varstu til í góðar rökræð- ur. Það var líka gaman að því þegar þið amma komuð norður til okkar, hvort sem það var á Húsavík eða Akureyri. Ég man sérstaklega eftir því þegar þið amma komuð til Akureyrar eitt skipti og þú bauðst okkur Nonna bróður á rúntinn. Við Nonni urðum að láta okkur hverfa niður í aftursætunum þegar þú tókst vitlausa beygju og fórst öfugum megin á Drottn- ingarbrautinni og amma skellihló í framsætinu. Þegar ég hitti þig síðast var ég með hann Ragnar Starra með mér og er ég mjög ánægð- ur að þú náðir að hitta hann. Til allra minninganna hugsa ég með gleði í hjarta. Elsku afi minn, hvíldu í friði. Atli Þór. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.