Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013
Þegar Sunnudagsblað Morgun-
blaðsins birti seint á síðasta ári
frásögn afa sem taldi barnabörn
sín hafa verið haldin óværu létu
viðbrögð ekki á sér standa. Marg-
ir lásu, flestir höfðu skoðanir og
fjöldi fólks setti sig í samband við
blaðamann og umsjónarmann
blaðsins – ekki til að kvarta held-
ur til að lýsa svipaðri reynslu.
Fáir vilja þó lýsa reynslu af
meintum reimleika undir nafni,
enda telur fólk víst að það verði
úthrópað eða í besta falli aðhlát-
ursefni. Líklega er nokkuð til í
því.
Það er þó síður en svo óalgengt
að fólk telji sig upplifa einhvers
konar óútskýrða atburði á heim-
ilum sínum, eins og frásagnir
presta í blaðinu í dag staðfesta.
Forvitni rak blaðamann áfram í
að skoða einfaldlega hversu al-
gengt það er að prestar séu
fengnir til að blessa híbýli fólks
vegna þess að það telur sig finna
óværu af einhverju tagi.
Í viðtali í blaðinu talar Erlingur
Jónsson um líf sitt í Noregi, en
þar hefur hann alið manninn í ára-
tugi þrátt fyrir að vera einhvern
veginn alltaf á leiðinni heim.
Fátt annað en pólitík hefur
komist að í fjölmiðlum undan-
farnar vikur en Erlingur kom með
þetta svar spurður um sína póli-
tík: „Ég er borinn og barnfæddur
kommúnisti, gjallandi krati, fram-
úrskarandi afturhaldssamur
íhaldsmaður og óforbetranlegur
framsóknarmaður.“ Lesi nú hver
með sínu nefi í þetta svar.
Að vanda kennir ýmissa grasa í
umfjöllun blaðsins. Við skoðum
hvaða plöntur duga best til að
hreinsa loftið, spáum í klæðnað á
kjörstað og tökum púlsinn á öfl-
ugum hlaupahópi.
Reimt eða ekki, það er allavega
nóg að lesa um helgina. Vonum
bara að ærsladraugarnir komist
ekki í kjörkassana.
RABBIÐ
Reimt en ekki gleymt
Eyrún Magnúsdóttir
Þegar sumarið kemur gleðjast Íslendingar sem aldrei fyrr, ungir sem aldnir; eftir langan, dimman vetur vaknar gróðurinn loks af dvala og mannfólkið líka á
vissan hátt. Myrkrið og kuldinn hörfa fyrir vorinu og birtunni. Jafnvel sumrinu. Sjaldnast er verulega gott veður sumardaginn fyrsta, snjóar jafnvel og blæs
að norðan en sumardaginn annan getur verið komið býsna gott veður, celcius farinn nokkrar gráður í plús og búið að stinga sólinni í samband. „Hve
bjart er veður, og blómið glatt er morgundöggin seður,“ sagði Laxness. Kannski skiptir veðrið í raun ekki máli ef sól er í sinni. Elvar Bjarki Eggertsson er
ekki nema 15 mánaða gamall en skynjar án efa vel skil vetrar og sumars – hafði að minnsta kosti ekki miklar áhyggjur af framtíðinni þar sem hann lék
sér í heitum potti í vikunni, líklega viss um að sumarið væri endanlega komið og óhætt að bleyta skallann því sólin þurrkar hann jafnharðan. skapti@mbl.is
AUGNABLIKIÐ
Mogrunblaðið/Eggert
SUMAR
SUMARIÐ ER TÍMINN, SAGÐI SKÁLDIÐ. VETURINN ER AUÐVITAÐ LÍKA TÍMINN, HAUSTIÐ OG VORIÐ EN SUMARIÐ
SKIPTIR MARGA ÍSLENDINGA LÍKLEGA MESTU MÁLI ALLRA ÁRSTÍÐA. ÞÁ ER ÁSTÆÐA TIL AÐ BROSA!
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Skýjaborg.
Sýning fyrir 6 mánaða
til 3 ára með verunum
Sunnu og Stormi í að-
alhlutverkum. Frítt
inn.
Hvenær? Sunnudag 28. apríl kl. 13, 15
og 17.
Hvar? Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12.
Nánar: www.barnamenningarhatid.is.
Leikhús fyrir
yngstu börnin
Í fókus
VIÐBURÐIR
Hvað? Tónleikar með Högna Egilssyni
og Sigríði Thorlacius úr Hjaltalín og
Pétri Ben.
Hvenær? Þriðjudaginn 30. apríl kl.
20.30. Húsið opnað kl. 20.
Hvar? Edrúhöllinni, húsnæði SÁÁ í
Efstaleiti 7 í Reykjavík.
Nánar Hluti af tónleikaröðinni Kaffi,
kökur, rokk&ról. Verð 500 kr. Upplýs-
ingar á www.saa.is.
Högni, Sigga
og Pétur Ben
Hvað? Grindavík –
Stjarnan. Úrslitaleikur
á Íslandsmeistaramóti
í körfubolta karla.
Hvenær? Sunnudag-
ur 28. apríl kl. 19.15
Hvar? Röstinni
Grindavík
Nánar Leikurinn er sýndur beint á
Stöð 2 Sport.
Úrslitastund í körfunni
Hvað? Sinfón-
íuhljómsveit Norð-
urlands, Barokk-
smiðja Hólastiftis
og einsöngvara. Ey-
þór Ingi Jónsson
stjórnar.
Hvar? Menningar-
húsið Hof.
Hvenær? Sunnudag kl. 16.00.
Nánar: Verk eftir tékkneska tónskáldið
Jan Dismas Zelenka (1679-1745).
Missa Dei Patris
Hvað? NÚNA! Þrjú ný leikverk eftir
ung íslensk leikskáld
Hvenær? Sunnudag 28. apríl kl. 20
Hvar? Borgarleikhúsinu
Nánar www.borgarleikhus.is
Tíminn er núna
* Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson