Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013 Loforðin fáum við frá þeim Á kjördag er jafnan viðkvæmt að vera að toga og teygja kosningamálin. Og næsta tilgangslaust. Enda hafa kjósendur haft fjögur ár til að gera upp hug sinn til gjörða og vanefnda ríkisstjórnarinnar. Þess vegna var ákveðið að bregða á leik og hlera hagyrðinga landsins um viðhorf þeirra til stjórnmálanna í aðdraganda kosninga. Eins eru rifjaðar upp sígildar kosningavísur sem eiga við á öllum tímum. Loforðin fáum við frá þeim sem flest eru glæsileg hjá þeim öll eru kunn afspyrnu þunn og tóm eins og toppstykkið á þeim. Friðrik Steingrímsson Einfalt að kjósa.. Sleppum rógi, slíðrum brandinn sláumst aðeins minna fallegasti frambjóðandinn finnst mér ætti að vinna. Ármann Þorgrímsson Íhaldsstjórn með þrek og þor á þjóðráðunum lumar. En ef þið kjósið vinstra vor verður ekkert sumar. Hjálmar Jónsson Sjálfur vetur setur spor sín á þessi dægri Eg held að hvorki verði vor til vinstri eða hægri. Hólmfríður Bjartmarsdóttir (Fía á Sandi) Afbrýðisemi Vart mun ég honum gælur gera, í gump sinn fær hann væna spyrnu; Laugavegskarlinn virðist vera veikur fyrir Hönnu Birnu. Kerlingin á Skólavörðuholtinu Meira um Hönnu Birnu Þótt Hanna Birna herpi sig og heykist lítt á stoltinu, skal hún aldrei skyggja á mig á Skólavörðuholtinu. Kerlingin á Skólavörðuholtinu Stjórnin hefur höfuð tvö, hún er völt á stóli. Þetta ljóð frá A til Ö orti ég á hjóli. Jón Ingvar Jónsson Mikil er Framsóknarmuggan svo margur villist um skeið, - inn og út um gluggann og alltaf sömu leið. Karlinn á Laugaveginum Samfylking Samfylkingin segist best, sér hún kann að hrósa jafnvel þó að fólkið flest forðist hana að kjósa. Kerlingin á Skólavörðuholtinu Um Landsdómsmálið Nú bröltum við brautina hála og bara einum skal kála; við sakfellum Geir hinir sextíu og tveir ekkert fylgdust með framgangi mála Friðrik Steingrímsson Þeir sem lofa mestu... Traust til þeirra tæpast ber trúi engu í raun og veru lítið fyrir loforð er leiðist þau sem svikin eru. Ármann Þorgrímsson Guðmundur Steingrímsson og fleiri efndu til samkeppni um heiti á stjórnmálaflokki. En vinna við stefnuskrá var ekki hafin… Efnt til keppni, verðlaun veitt, vandað til að nefn’ann. Þá er bara eftir eitt óklárt – það er stefnan. Hjálmar Freysteinsson Raunalegt er ráðaleysi ráðamanna. Skyldi ekki skást að banna skuldavanda heimilanna? Hjálmar Freysteinsson Mynd af Davíð í glugga á Sauðárkróki.... Hann sem lengi á breiðri braut barðist hart og valda naut aldrei höfði öðrum laut endaði sem gluggaskraut. Ármann Þorgrímsson Út í kvöld ég ætla mér að aka um Reykjavíkina. – Þessi vísa ekki er um árans pólitíkina. Pétur Stefánsson Sjarmörinn Bjarni Benediktsson Lit á varir létt skal rjóða og losa um brjóstahöld því ég ætla Bjarna að bjóða á bekkinn minn í kvöld. Kerlingin á Skólavörðuholtinu Birtir yfir býlum lands, burt flýr næturdimma. Eykst og dafnar utan stans ástúðin á Simma. Magnús Ástvaldsson Nýjum fötum Framsóknar fylgir glötun smáþjóðar, enda götin allsstaðar eins og tötrar örbirgðar. Jón Karl Helgason Kveðið undir umræðum um samgöngumál. Þótt aki á fund við yndi sitt ennþá ferðagjarnir nú gegnum netið gera hitt glaðir píratarnir. Kristján Eiríksson Hve fylgi þeirra vex og vex vekur nokkra eftirtekt. Ætla má að cybersex sumum þyki nýstárlegt. Björn Ingólfsson Eitthvað mikið okkur vantar á því sést að þar sem eru flestir fantar er fylgið mest. Ármann Þorgrímsson Lát þér ekki fyrir flækjast, fylgni ríkir. Ævinlega saman sækjast sér um líkir. Sigrún Haraldsdóttir Lýðræðis við færum fórn þó finnist sumum dimma. Verður áfram vinstri stjórn víst í boði Simma. Ólafur Stefánsson Þjóðin sem rembist við rokkinn rjómalaus gónir á strokkinn, hýsir lýs og hokin kýs yfir sig Framsóknarflokkinn. Bjarki Karlsson Mín fjáreign til fjandans er sokkin, og frúin til útlanda stokkinn. Ég langþreyttur rís á lappir og kýs nú yfir mig Framsóknarflokkinn. Pétur Stefánsson Gamla flokkafylgið þvarr. Fólkið langþreytt valdi Gnarr. Senn við förum frjáls og prúð og finnum okkur nýjan trúð. Hermann Jóhannesson Af því ég er elskuleg og öllum mönnum hrósa. 18 flokka ætla ég endilega að kjósa. Hólmfríður Bjartmarsdóttir (Fía á Sandi) Allt er hérna orðið þreytt, enda sömu leiðir farnar. Kunnið þið ekki að yrkja neitt um annað en fjandans kosningarnar? Pétur Stefánsson Sagt og ort um kosningar *Hingað sæll í sinni kem, syngjum brúðkaupslag.Þið eruð karl og kona, sem kjósið rétt í dag.Séra Hjálmar Jónsson verður með hjónavígslu á kjördag í Dómkirkjunni. ÞjóðmálPÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.