Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 23
28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 á hugmyndum sem vinna átti fyrir áfangann Raun- hæft verkefni. María Blön- dal, einn hópmeðlima, fékk þá hugmynd að gera fræðslumyndband eða bækling um geðsjúkdóma fyrir framhaldsskólanem- endur í samstarfi við Geð- hjálp. Ákveðið var að skoða hvort Geðhjálp væri til í að vinna með hópnum að slíku verkefni áður en lengra væri haldið. Hjá Geðhjálp mætti hópurinn mikilli velvild, þar leist mönnum mjög vel á verkefnið og hjálpuðu til. Þar sem bækl- ingur um geðsjúkdóma var þegar til var ákveðið að ráðast í gerð fræðslumynd- bands. Eftir mikla rannsóknarvinnu var ákveðið að bjóða embætti landlæknis að taka myndbandið inn í framhaldsskólana sem V ið erum búin að fá ótrúlega góðar viðtökur frá því þetta fór í loftið á vefnum. Við skil- uðum þessu fyrir viku og þetta fór í loftið á þriðjudags- kvöld og það hafa rúmlega fjögur þúsund manns skoðað það,“ segir Sigurhanna Kristinsdóttir, einn af sexmenningum í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) við HR sem gerðu fræðslumyndband um geð- sjúkdóma fyrir framhaldsskólanema. „Þetta er samt alveg fyrir alla. Ef þetta gagnast fólki þá er það bara æðislegt. Við erum ótrúlega ánægð með þetta og vonum að þetta fái einhvern fókus. Ef þetta getur hjálpað bara einum þá er markmiðinu þannig séð náð. Ef það er komið í einhvern vanda þá veit fólk hvert það getur leitað. Það er svolítill tilgangur með þessu,“ segir Sigurhanna. Hópurinn hittist fyrir áramót og skiptist hluta af verkefni sem ber nafnið Heilsuefl- andi framhaldsskóli. Myndbandinu var skipt niður á fjóra sjúkdóma; geðklofa, geðhvörf, þunglyndi og kvíða og í raun var ákveðið að gera stutt myndskeið um hvern sjúk- dóm. Fengnir voru tveir viðmælendur fyrir hvern flokk og ræða þeir um sinn sjúkdóm. Fókusinn á ungt fólk Hópurinn réðst í að leita styrkja fyrir gerð myndbandsins og gekk það vonum framar. Markið var sett á hálfa milljón en hóp- urinn náði að safna 760.000 krónum. „Við fengum styrki og við náðum að greiða fyrir alla framleiðsluna. Tjarnargata, sem fram- leiðir þættina, gaf okkur líka góðan slaka. Við gátum þannig keypt atvinnumannaþjón- ustu og þetta lukkaðist því betur en áætl- anir gerðu ráð fyrir.“ Sigurhanna segir að það hafi verið auðveldara að fá viðmæl- endur en hana hafði órað fyrir. „Það var merkilega auðvelt. Við ætluðum að setja fókusinn á ungt fólk að tala við ungt fólk. En hins vegar eru þau komin svo stutt í sínum veikindum og eru ekki komin með neina fjarlægð á veikindin. Um leið og við hættum þeirri leit og fundum fólk sem hef- ur tjáð sig um veikindi sín í gegnum blogg eða annað þá gekk þetta vonum framar.“ Til að koma með skemmtileg innlegg í hverjum þætti fékk hópurinn Önnu Svövu Knútsdóttur til að fjalla á sinn persónulega og létta hátt um nokkur af Geðorðunum tíu. Baldur Trausti Hreinsson léði verkefn- inu svo rödd sína en hægt er að horfa á myndböndin á www.geggjad.is. Silja stígur fram í myndbandinu um þunglyndi og greinir frá sinni reynslu af þunglyndi í kjölfar áfalls. Ásgeir segir frá eigin reynslu af þunglyndi, en hann hefur glímt við sjúkdóminn frá barnsaldri.Grínistinn Anna Svava Knútsdóttir setur sinn skemmtilega svip á myndböndin. FRÆÐSLUMYNDBAND SLÆR Í GEGN Geggjaðar móttökur FRÆÐSLUMYNDBAND UM GEÐSJÚKDÓMA FYRIR FRAMHALDSSKÓLANEMA OG AÐRA HEFUR FENGIÐ YFIR 4.000 HEIMSÓKNIR FRÁ ÞVÍ ÞAÐ VAR SETT Á NETIÐ FYRIR VIKU. SEX NEMAR Í MEISTARANÁMI Í VERKEFNASTJÓRNUN VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK STANDA AÐ VERKEFNINU. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Sigurhanna Kristinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.