Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 16
*Þrír fjallagarpar létu draum rætast og fetuðu slóð Sveins Pálssonar á Öræfajökul fyrir nokkru »18Ferðalög og flakk Haugesund er bærinn hans Haralds hárfagra. Hér eru Íslendingar ekki útlendingar. Okkur er tekið fagnandi og allt er fyrir okkur gert. Við eru einfaldlega komin heim í upprunann – þaðan sem við fórum. Hér eru fallegar strendur, stutt í fjöllin þar sem hægt er að skíða. Fjöl- skyldur hafa það gott og atvinnumarkaðurinn blómstrar. Á þessu svæði er gasiðnaðurinn stór og olíuiðnaðurinn stækkar með hverju ári. Fótboltinn er einnig hátt skrifaður her í bæ. 35.000 manns eru búsettir í bænum en 110.000 ef nágrannabæir eru taldir með. Stutt að fara til stærri borga eins og Stafangurs og Bergen. Allt til alls og allir glaðir. Þannig lýsi ég Haugesund. Margrét R. Einarsdóttir Bræðurnir Einar Benedikt og Gísli Baldur við höfnina í Haugasundi. Ráðhúsið í litla bænum er stæðilegt og laxableikt. Bær með bleikt ráðhús Hjónin Ólafur Haukur og Margrét. PÓSTKORT F RÁ HAUGAS UNDI  Wonderland-garðurinn í Peking Skemmtigarðurinn átti að verða sá stærsti í Asíu en vegna fjárskorts hættu framkvæmdir 1998. Tíu árum síðar var reynt að halda áfram en aftur kom fjármagn í veg fyrir að garðurinn kláraðist. Í dag stendur hálfkláraður kastali sem minnismerki um eitthvað sem átti að vera.  Pripyat-bærinn í Úkraínu Tjernóbíl slysið olli því að bærinn Pripyat lagðist í eyði. Rúmlega 50 þúsund manns bjuggu í bæn- um þegar slysið varð en bærinn var tæmdur á tveimur dögum og hefur verið draugabær síðan.  Holy Land í Bandaríkjunum Enn einn skemmtigarðurinn. Þessi er í Connecticut og er mikið vitnað í Biblíuna í hönnun garðsins. Þegar hann var sem vinsælastur á sjöunda áratugnum kom allt að 40 þúsund manns árlega. Hann hefur verið lokaður síðan 1984.  Lestakerfið í Cincinnati Verkefnið er sagt vera eitt það vandræðalegasta í sögu Cincinnati. Aldrei hefur viðskiptavinur borg- að sig inn. Mörgum sinnum hefur verið reynt að blása lífi í lestagöngin en aldrei tekist. Línan átti að tengja austur- og vesturborgina með stoppi í miðbænum.  Craco á Ítalíu Þorpið var yfirgefið 1963 eftir jarðskjálfta. Það er byggt í fjallshlíðum og hafði verið í byggð í hundruð ára. Í dag er þorpið vinsælt meðal ferðamanna sem geta gengið frjálst um draugaþorpið.  Keelung í Taívan Þessi hafnarborg í Taívan er með heilan Grafarvog yfirgefinn. Fasteignabóla varð þar í kringum 1980 og heilu hverfin risu en þegar bólan sprakk voru fjölmörg hverfi ókláruð og eru þannig enn þann dag í dag.  Bobsleðabrautin í Sarajevo Brautin sem byggð var fyrir vetrarólympíuleikana 1984 skemmdist mikið í borgarastríðinu á Balk- ansskaganum. Brautin var notuð mikið af Serbum til að leynast í hernaðinum. Í dag er hún notuð mikið af listamönnum með úðabrúsa. Maunsell-virkin Virkin voru byggð í kringum heimsstyrjöldina síðari til að verjast árásum Þjóðverja. Standa tóm í dag. Skipulagðar ferðir eru til að kíkja þarna inn og er bjór seldur um borð í bátnum sem flytur gesti. Kommúnistahöllin í Búlgaríu Höllinn stendur efst í fjallshlíð og minnir meira á geimskip en byggingu. Kommúnistar misstu völd- in þegar járntjaldið féll 1989 og Búlgarar snéru sér að nútímanum. Búið er að krota Forget your past við anddyrið sem myndi þýðast, Gleymdu fortíðinni. El Hotel del Salto í Kólombíu Fyrrverandi lúxushótelið var byggt skammt frá Bógota. Varð gríðarlega vinsælt enda á ótrúlegum stað, með 157 metra foss við hótelgluggann. En allt í einu hætti fólk að koma og hótelinu var lokað á níunda áratugnum. Fjölmargir hafa svipt sig lífi í hótelinu og hefur það fengið þann stimpil á sig að vera draugahótel. YFIRGEFNA STAÐI MÁ FINNA VÍÐA STAÐIR SEM EITT SINN VORU FULLIR AF FÓLKI EN ERU NÚ EKKERT NEMA MINNINGIN EIN MÁ FINNA VÍÐA UM HEIM. HÉR MÁ SJÁ NOKKRA SEM MEGA MUNA FÍFIL SINN FEGURRI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þögnuð gleði 7 4 2 3 5 1 10 9 6 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.