Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Síða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Síða 50
Kosningar 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013 Reynir Schmidt, húsvörður í Klébergsskóla, segir fólk upp til hópa vera í góðu skapi á kjördag. H vert þykist þú vera að fara, góði?“ Pabbinn hvessti brýrnar. „Hvað meinarðu? Að kjósa.“ Sonurinn kom af fjöllum. „Svona til fara? Það kemur ekki til mála. Menn klæða sig upp áður en þeir fara á kjör- stað.“ Þunginn í orðunum var slíkur að sonurinn sá sæng sína upp reidda, skundaði aftur til herbergis – og hafði fataskipti. Þessi litla dæmisaga hefði án efa getað orð- ið til á mörgum íslenskum heimilum. Í huga eldri kynslóðanna sem byggja þetta land er kjördagur hátíðlegur dagur. Dagur þegar karlar og konur hefja sig upp úr hversdags- leikanum. Linda Björg Árnadóttir, fatahönnuður og fagstjóri fatahönnunar í Listaháskóla Íslands, er sammála þessu. „Það er sjálfsagt mál að sýna þessum við- burði virðingu. Kosningar snúast um lýðræð- islegan rétt okkar og það er óþarfi að vera kærulaus af því tilefni. Það ber að sýna virð- ingu þessum rétti sem við höfum í lýðræð- isþjóðfélagi sem kom ekki ókeypis og er ekki í boði alls staðar í heiminum! Það væri því fallegt ef fólk legði aðeins á sig áður en það fer á kjörstað,“ segir hún. „Þetta er hefð sem hefur verið að tapast. Sama máli gegnir um leikhúsferðir, í eina tíð þótti sjálfsagt að klæða sig upp áður en farið var í leikhús en varla lengur. Það er leið- inlegt. Hátíðleg tilefni eins og að fara á kjör- stað og í leikhús mega ekki verða hvers- dagsleg.“ Sjálf er Linda ekki með neina sérstaka hefð eða venju á kjördegi en kveðst þó aldrei myndu fara út úr húsi í jogging- eða gallabux- unum. „Ég nota reyndar ekki svoleiðis dót – ekki við neitt tilefni,“ segir hún hlæjandi. „Ég ætla að klæða mig upp á laugardaginn, bæði til að votta hefðinni virðingu og ekki síður til að fá upplyftingu í hversdaginn. Við verðum að hafa svolítið gaman af lífinu!“ Í mörg horn að líta Reynir Schmidt, húsvörður í Klébergsskóla á Kjalarnesi, hefur unnið við framkvæmd kosn- inga undanfarin sjö ár en á þeim tíma hefur óvenjuoft verið kosið. Þetta verða þriðju al- þingiskosningarnar og að auki hafa verið tvennar sveitarstjórnarkosningar, tvennar for- setakosningar, tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um Icesave-málið og kosningar til stjórnlaga- þings. Reynir tekur daginn snemma, er mættur í skólann upp úr klukkan sjö til að gera klárt fyrir kjörfund sem hefst klukkan níu. Í mörg horn er að líta, koma þarf kjörkössunum fyrir, hengja upp leiðbeiningar og flagga, svo dæmi séu tekin. „Mitt hlutverk er að sjá til þess að allt sé eins og það á að vera og leysa kjör- stjórnarmenn af meðan á kjörfundi stendur,“ segir hann. Á slaginu klukkan níu tekur Reynir úr lás. Hann skellir upp úr þegar hann er spurður hvort jafnan sé röð fyrir utan. „Nei, manni bregður ef einhver er mættur.“ Reynir tekur fram að Kjalarnes sé lítil kjördeild og fyrir vikið sé dagurinn jafnan frekar rólegur. Fólk byrji að tínast inn upp úr klukkan níu um morguninn og dreifingin sé nokkuð jöfn fram að lokun klukkan tíu um kvöldið. „Það er aldrei álag hjá okkur og aldr- ei röð – sem er örugglega óvenjulegt á kjör- fundum í borginni. Sjaldnar fleiri en tveir til þrír að kjósa á sama tíma.“ Að sögn Reynis er Klébergsskóli af þessum sökum vinsæl kjördeild og skipar sama fólkið oftar en ekki kjörstjórn. „Það er notaleg stemning hjá okkur og óhætt að taka prjón- ana með,“ segir hann léttur í bragði. Ef til vill á leið á djammið Reynir hefur fundið fyrir því, eins og aðrir viðmælendur blaðsins, að fólk sé ekki alveg eins fínt í tauinu þegar það mætir á kjörstað og áður. „Samt finnst mér þetta vera að breytast aftur. Það er merkjanlegur munur frá því að ég byrjaði í þessu fyrir sjö árum. Fólk er farið að hafa sig aðeins meira til aftur eins og það gerði í gamla daga. Nema fólk sé bara að koma við á leið í afmæli eða á djamm- ið,“ segir hann sposkur. Reynir segir ekki endilega marga koma í sparifötunum en það sé líka algjör undantekn- ing ef einhver láti sjá sig í joggingfötum. Það er tilfinning Reynis að flestir taki dag- inn hátíðlega, alltént sé fólk upp til hópa í góðu skapi og kurteist þegar það komi til kjörfundar. Gefist til þess tími er sjálfsagt að spjalla á léttum nótum við starfsmenn kjör- stjórnar. Hann minnir þó á að umræðuefnið verði að vera annað en stjórnmál. Stranglega er bannað að ræða þau eldfimu mál á kjör- stað. Áróður er líka harðbannaður á kjörstað og Reynir segir fólk yfirleitt virða það. „Það fór einu sinni maður inn í kjörklefa með húfu merkta ákveðnum stjórnmálaflokki án þess að við veittum því athygli. Þegar hann kom út tókum við eftir þessu og báðum hann vinsam- legast að gera þetta ekki aftur. Hann brást vel við því enda hafði hann ekki gert sér grein fyrir því að athæfið væri ólöglegt.“ Ókurteisi á kjörstað er sjaldgæf, að sögn Reynis. „Ég man í mesta lagi eftir tveimur til þremur skiptum að legið hafi illa á fólki. Ef fólk er hvefsið reynum við að svara því með kurteisi. Einu sinni hafði maður allt á hornum sér, ég man ekki út af hverju, og þegar ég þakkaði honum fyrir komuna sneri hann sér við og leit illum augum á mig: „Takk fyrir hvað?“ Síðan var hann rokinn.“ Mætir í betri fötunum „Mér finnst kosningar alltaf mjög spennandi, ekki síst á sjálfan kosningadaginn,“ segir Unnur Arngrímsdóttir, sem um áratuga skeið hefur kennt Íslendingum kurteisi og góða siði. „Þá er sérstök spenna í loftinu og það skemmtilegasta við þetta er leyndarmálið að „allir kjósi rétt“. Enginn leyfir sér samt að spyrja: „Hvað kaust þú?““ Unnur segir foreldra sína hafa borið mikla virðingu fyrir þessum degi. Tóku daginn snemma, fóru í sparifötin og ef veður var gott þá gengu þau á kjörstað. „Ég veit að þau hjónin voru ekki alltaf sammála en þau forð- uðu sér frá því að rökræða um pólitík. Mamma hélt því fram að það væri varasamt að ræða um pólitík og trúmál við fólk sem maður þekkir lítið. Ég er alveg sammála henni.“ Unni þykir mikilvægt að hafa sig til á degi sem þessum og mætir vitaskuld á kjörstað nú í betri fötunum og með ökuskírteinið sitt. „Það er eins gott að ég gleymi ekki gleraug- unum mínum,“ segir hún í léttum tón. „Ég vona allir Íslendingar beri virðingu fyr- ir þessum degi og noti sinn rétt og kjósi rétt.“ Óhætt að taka prjónana með KJÖRDAGUR ER STÓR DAGUR Í LÍFI ÞJÓÐAR. ÞÁ VOTTA MENN LÝÐRÆÐINU VIRÐINGU SÍNA, RÉTTINDUM SEM EKKI STANDA ÖLLUM TIL BOÐA. HEFÐ ER FYRIR ÞVÍ AÐ FÓLK BÚI SIG UPP ÁÐUR EN ÞAÐ HELDUR Á KJÖRFUND, EÐA HVAÐ? ER ÞAÐ AÐ BREYTAST, EINS OG SVO MARGT ANNAÐ. OG HVERNIG LÍÐUR DAGURINN Á KJÖRDEILD, ER JAFNVEL HÆGT AÐ GRÍPA Í PRJÓNA? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Hátíðleg tilefni eins og að fara á kjörstað og í leikhús mega ekki verða hversdagsleg,“ segir Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður. Unnur Arngrímsdóttir vonar að hún gleymi ekki gleraugunum sínum þegar hún mætir á kjörstað. * „Mamma hélt þvífram að það værivarasamt að ræða um pólitík og trúmál við fólk sem maður þekkir lítið.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.