Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013 BÓK VIKUNNAR Þúfnatal er ný ljóðabók eftir Guðbrand Siglaugsson, en hún er tólfta ljóðabók hans. Síðast sendi hann frá sér bókina Höfuð drekans á vatninu. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Kunningi minn, sem ég hitti oft íuppáhaldsbókabúðinni okkar, Ey-mundsson á Skólavörðustíg, var þar einmitt um daginn þar sem hann handlék Skýrslu 64 eftir Jussi Adler- Olsen. „Þú verður að lesa þessa bók, hún er svo vel gerð og spennandi,“ sagði ég með áherslu þess sem telur sig vera að boða fagnaðarerindi.“ „Nei, ég les ekki lengur bækur eftir þennan mann,“ sagði kunninginn með sterkri áherslu þess manns sem ekki verður talinn ofan af ákvörðun sinni. „Láttu ekki svona, hann er einn af bestu spennusagnahöf- undum í heimi,“ sagði ég. Kunninginn, sem er reyndar sjálfur rithöfundur, sagði mér að hann hefði séð sjónvarps- viðtal við Adler-Olsen og fundist met- söluhöfundurinn svo montinn að hann hefði beinlínis far- ið í taugarnar á sér. Því gæti hann ekki lengur notið þess að lesa bæk- ur hans. Ég eyddi umtalsverðum tíma í að koma þessum þrjóska lestrarhesti í skilning um að hann hefði Adler- Olsen fyrir rangri sök, hann væri verulega skemmtilegur maður, vissulega hefði hann sjálfstraust en það væri nú bara af því góða að menn væru ekki stöðugt að afsaka sjálfa sig. Ég vitnaði svo til eigin reynslu því ég hafði borðað kvöldmat með danska spennu- sagnahöfundinum og fleira fólki og þar lék metsöluhöfundurinn á als oddi og var fljúgandi skemmtilegur og átti svið- ið. „Þú ert að missa af góðri bók og þú veist sjálfur að þú hefur gaman af góð- um spennusögum,“ sagði ég, dálítið eins og ströng kennslukona. Þessar rök- semdir hrifu ekki. Kunningi minn, sem er reyndar þekktur fyrir þrjósku, ætlar að lifa án þess að hafa lesið Skýrslu 64. Það tap er á hans ábyrgð. Svona getur persóna rithöfundarins flækst fyrir verkum hans og gert les- endur afhuga honum. Ekki er mikil sanngirni í því. Auðvitað á að meta verk óháð því hvernig maður kann við lista- manninn. En vitanlega er alltaf notalegt að lesa góða bók og vita að höfundurinn er gott eintak af manneskju. Mér finnst Adler-Olsen flott manneskja og frábær spennusagnahöfundur. Orðanna hljóðan ÞRJÓSKI LESAND- INN Jussi Alder-Olsen Skýrsla 64 T ími kaldra mána er ný ljóðabók eftir Magnús Sigurðsson. Þetta er þriðja ljóðabók Magnúsar en hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tóm- asar Guðmundssonar fyrir fyrstu ljóðabók sína Fiðrildi, mynta og spör- fuglar Lesbíu. Hann hlaut svo Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2013 fyrir ljóðið Tunglsljós sem er að finna í þessari nýju bók. „Í aðra röndina eru þetta náttúruljóð,“ seg- ir Magnús um nýju bókina og bætir við: „Það er ekki svo að skilja að ég fari af stað ákveð- inn í að yrkja um ákveðið efni heldur ræðst það smátt og smátt og gerist nánast sjálf- krafa. Þegar handritið að þessari bók var far- ið að taka á sig mynd reyndi ég að raða ljóð- unum upp eftir umfjöllunarefni þeirra. Það getur verið erfitt að yrkja sjálfa ljóðabókina, að finna rétt jafnvægi á milli ljóðanna og hvernig þau raðast saman. Að baki þessum 60 ljóðum sem þarna er að finna eru eflaust þrefalt fleiri sem voru strikuð út. Stór hluti af ferlinu er að enduryrkja, endurlesa og endurskoða, strika út og reyna að fara nýja leið að sömu hugmynd. Á bak við hvert ljóð eru því ótal atrennur þar sem ég er búinn að endurvinna ljóðið þar til ég er loksins ánægð- ur með það, ef ég er þá ekki búinn að henda því.“ Á kápu ljóðabókarinnar segir að í ljóðunum sért þú að andæfa framfaragoðsögn nú- tímans. Hvað áttu við? „Það er til dæmis ákveðin framfaragoðsögn fólgin í því að gera fríverslunarsamning við Alþýðulýðveldið Kína og trúa því að veröld manns hafi tekið eitt skref fram á við fyrir vikið. Í því felst ótrúleg einföldun á veru- leikanum. Auðvitað þarf að einfalda veru- leikann að einhverju leyti til að skilja hann en það er alltof ódýrt að skilja hann út frá einni grundvallarhugmynd, hvort sem sú hug- mynd er hagvöxtur eða eitthvað annað. Sem betur fer er tilveran svo margfalt flóknari en það. Í mínum skilningi er það að einhverju leyti framfaragoðsögn nútímans að okkur miði fram á við svo framarlega sem við vöx- um og eflumst í einhverjum skilningi. Ég held að sérhverjum framförum fylgi afturför á öðru sviði. Þetta vildi ég reyna að benda á í þessum ljóðum, til dæmis í ljóðinu Tungls- ljós.“ Ertu þá að hluta pólitískt skáld? „Ég vona að hægt sé að lesa það út úr þessari bók. Þar er samt ekki verið að minn- ast á pólitík frá degi til dags, ekki berum orðum að minnsta kosti. Ég hef sagt að ég skrifi nokkuð afturhaldssöm náttúruljóð og tel að það sé viss róttækni fólgin í því að taka þá afstöðu til samtímans. Nútímamanninum hættir til að telja sig yfir-náttúrulegan, yfir náttúruna settan. Það finnst mér skelfileg af- staða til veraldarinnar.“ Auk þess að vera ljóðskáld er Magnús þýð- andi og hefur meðal annars þýtt ljóð eftir Ezra Pound og nú síðast þýddi hann ljóðaúr- valið Steingerð vængjapör eftir norska skáldið Tor Ulven, sem kom út í fyrra. „Það er ekki margt sem virkilega hrífur mig en ljóð Tor Ulven hrifu mig strax,“ segir Magn- ús. „Ég kaus svo að kynna mér hann nánar og lesa mér til um hann áður en ég treysti mér til að þýða ljóðin. Þeim tíma var vel var- ið.“ Spurður hvort verðlaun og viðurkenningar, eins og Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar og Ljóðstafur Jóns úr Vör hafi virkað hvetjandi fyrir hann segir hann: „Ánægjan við það að skrifa felst í því að finna á sjálfum sér að maður hafi þroskast, bæði sem höfundur og manneskja. Ánægjan má ekki felast í einhvers konar eftirsókn eftir viðtökum eða verðlaunum heldur verða skrift- ir að vera manni nauðsyn frá degi til dags. Ef maður hlýtur verðlaun þá er það vissulega hvetjandi en það ræður engum úrslitum.“ MAGNÚS SIGURÐSSON ANDÆFIR FRAMFARAGOÐSÖGN NÚTÍMANS Ótal atrennur „Ég held að sérhverjum framförum fylgi afturför á öðru sviði. Þetta vildi ég reyna að benda á í þess- um ljóðum, til dæmis í ljóðinu Tunglsljós,“ segir Magnús Sigurðsson. Morgunblaðið/Kristinn ÞRIÐJA LJÓÐABÓK VERÐLAUNA- SKÁLDSINS MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR NEFNIST TÍMI KALDRA MÁNA. Það bæri fátt til tíðinda í Ásheimum væri ekki fyrir hann Loka. Hann hefur engan áhuga á að falla inn í hópinn og gerir nákvæmlega það sem honum finnst rangt þá stundina. Þegar Loki kemst að því að hægt er að drepa Baldur með mistilteini er hann snöggur að fá annan til verks- ins, Höð hinn blinda. Baldur stígur niður til Helj- ar en fyrir bænastað ása sættist hún á að sleppa honum lausum ef menn, dýr, steinar, tré og málmar syrgi hann. Þá birtist ein eftirlæt- issögupersónan mín, tröllkonan Þökk, sem er í raun Loki í dulargervi. Ekki hvarflar að Þökk að láta undir múgæsingnum og af þessu tilefni fer hún með eitt kjarnyrtasta ljóð sem ort hefur verið á íslenskri tungu. Þetta er líklega eitt fárra erfiljóða sem enn hefur ekki verið látið fljóta með minningargrein hér á landi. Í UPPÁHALDI GERÐUR KRISTNÝ SKÁLD Tröllkonan Þökk, sem er Loki í dulargervi, er ein af uppáhaldspersónum Gerðar Kristnýjar. Morgunblaðið/Golli Þökk mun gráta þurrum tárum Baldrs bálfarar. Kyks né dauðs nautka ek karls sonar: haldi Hel því er hefir. Loki eins og hann er sýndur í Goðheimabókunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.