Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 60
Hefði Eyjafjallajökull ekki gosið vorið 2010 væri Lewandowski mögulega hjá Blackburn Rovers. PÓLVERJINN ROBERT LEWANDOWSKI HJÁ BO- RUSSIA DORTMUND VAR FORMLEGA LIMAÐUR INN Í HÓP SKÆÐUSTU MIÐHERJA HEIMS EFTIR EINSTAKA FRAMGÖNGU GEGN REAL MADRÍD Í MEISTARADEILD- INNI Í VIKUNNI. FJÖGUR URÐU ÞAU MÖRKIN. FJÖGUR! Þ eir töldu sig vita allt um hann, höfðu greint hverja hreyfingu fyrirfram, sérstaklega í teignum. Samt áttu þeir engin svör, José Mourinho, varnartaktíker dauð- ans, og lærisveinar hans í Real Madríd. Pólski mið- herjinn Robert Lewandowski skoraði ekki bara eitt, ekki bara tvö, ekki bara þrjú, heldur fjögur mörk fyrir Borussia Dortmund í fyrri leik undanúrslitanna gegn spænsku meist- urunum í vikunni. Og virtist hafa sáralítið fyrir því. Á blaðamanna- fundi eftir leikinn átti Mourinho heldur engin svör. „Þetta voru von- brigði.“ Lewandowski var sannarlega maður vikunnar í sparkheimum, ef ekki mánaðarins og jafnvel ársins. Ekki á hverjum degi sem menn setja fernu í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrst Mourinho getur ekki stöðvað hann, hver getur það þá? Lewandowski hefur farið mikinn í vetur, kominn með tíu mörk í ellefu leikjum í Meistaradeildinni og 23 í 27 leikjum í Búndeslíg- unni og tvö mörk í fimm leikum í öðrum mótum. Það gera 35 mörk í 43 leikjum sem er persónulegt met hjá þessum 24 ára gamla pilti. Hann gerði 30 mörk í 47 leikjum fyrir Dort- mund í fyrra og það er til vitnis um framfarirnar að árið þar á undan, sem var hans fyrsta í Þýskalandi, skoraði Lewandowski aðeins níu mörk í 43 leikjum. Lewandowski hefur ótvíræða kosti í teig andstæð- inganna. Hann er einn af þessum miðherjum sem soga boltann til sín (sbr. fyrsta markið gegn Real). Hann er líka einn af þessum miðherjum sem eru leiftursnöggir að hugsa og framkvæma (sbr. annað markið gegn Real). Þá er hann afar teknískur og lunkinn að vinna á þröngu svæði (sbr. þriðja markið gegn Real), auk þess sem hann hefur stál- taugar á vítapunktinum (sbr. fjórða markið gegn Real). Knattspyrnusambönd þessa heims fengu raunar þarna á silfurfati kennslumyndband í markaskorun – á einu kvöldi. Enda þótt Borussia Dortmund sé frábært fótboltalið er það ekki endilega félag sem helst vel á sínum bestu leikmönnum. Það sýnir salan á Shinji Kagawa til Manchester United á síð- asta ári og salan á Mario Götze til Bayern München á dög- unum. Lewandowski á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Dortmund og eru menn þegar farnir að gera því skóna að hann sé á förum, ef ekki í sumar þá klárlega sumarið 2014. Í vikunni taldi hið virta tímarit Der Spiegel sig hafa heim- ildir fyrir því að þegar væri búið að handsala kaup Bayern München á leikmanninum en Bæjarar báru þá frétt til baka á föstudaginn. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Dortmund, kvaðst aðspurður ekki sjá annað en Lewandowski væri ánægður hjá félaginu og ekki væru áform um að ýta hon- um út um dyrnar. Þó það nú væri. Lewandis ósköp! Robert Lew- andowski smeygir sér fram fyrir Pepe og skorar fyrsta mark sitt af fjórum í sigri Dortmund á Real Madríd. 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013 * „Hann var baráttujaxl sem lagði sig allan fram – alltaf.“Paddy McCaul, formaður írska knattspyrnusambandsins, um írska lands-liðsmanninn fyrrverandi Tony Grealish sem lést í vikunni, 56 ára að aldri. Boltinn ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is Hann fór frá Arsenal tilManchester United til aðvinna enska meistaratit- ilinn – og var ekki lengi að því. Það er svo kaldhæðni örlaganna að næsti leikur á eftir skuli vera á gamla heimavellinum. Robin van Persie er loksins að koma „heim“ með gullið. Venju samkvæmt þurfa leik- menn Arsenal að standa heið- ursvörð þegar nýbakaðir Eng- landsmeistarar Manchester United koma í heimsókn á Em- irates-leikvanginn nú á sunnudag og klappa afreksmönnunum lof í lófa. Reiknað er með því sama frá áhorfendum. Það flækir á hinn bóginn málið að Robin van Persie er í hópnum. Í átta ár var hann dýrlingur hjá Arsenal en skán kom á helgimyndina þegar hann stökk frá borði síð- asta sumar og gekk í raðir Man- chester United. Gjörningur sem hugur flestra stuðningsmanna Arsenal skildi en ekki hjartað. Spennandi verður að sjá hvort þeir hafa geð í sér til að hylla kappann um helgina. Ef til vill væri best að hann byrjaði leikinn á varamannabekknum. Stigametið í húfi Sir Alex Ferguson sér það þó ef- laust ekki þannig, hann er hvergi nærri hættur keppni jafnvel þótt bikarinn sé í höfn. Nú ætlar hann sér stigametið í deildinni og til þess að sá draumur rætist þarf United að vinna alla leikina sem eftir eru, fjóra að tölu. Til að bæta gráu ofan á svart, daginn sem Robin van Persie varð loksins enskur meistari eftir níu ár í úrvalsdeildinni, var jafn- framt upplýst í fjölmiðlum að Al- isher Usmanov, annar stærsti eigandi Arsenal, væri auðugasti íbúi Bretlandseyja. Roman Abramovitsj, eigandi Chelsea, er nánast eins og umrenningur við hliðina á Úsbekanum. Áhangend- um Arsenal gremjast þessi tíðindi mörgum hverjum í ljósi þess að núverandi stjórn félagsins, með bandaríska auðkýfinginn Stan Kroenke í broddi fylkingar, hefur tekið upplýsta ákvörðun um að læsa Usmanov úti enda þótt hann eigi um 30% hlut. Auður hans er því akademískur gagn- vart Arsenal. Það var einmitt Usmanov sem sendi frá sér harðorða yfirlýsingu eftir að van Persie neitaði að framlengja samning sinn við Ars- enal í fyrra þess efnis að þetta hefði aldrei gerst á sinni vakt. Í huga Usmanovs á Arsenal aðeins að sætta sig við það besta. Hon- um hefði verið trúandi til alls til að koma í veg fyrir söluna á van Persie, jafnvel að kaupa Man- chester United – til þess eins að leggja félagið niður. ANNAR MIÐHERJI SEM GERÐI ÞAÐ GOTT Í VIKUNNI ER ROBIN VAN PERSIE SEM SETTI ÞRENNU ÞEGAR MAN. UNITED TRYGGÐI SÉR ENSKA MEISTARATITILINN Í 20. SINN. Titillinn í höfn. Robin van Persie fagnar hreint ógurlega á Old Trafford. AFP Van(turinn) Persie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.