Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013
Kjördagar eru alltaf einstakir dagar. Viðskynjum öll stemninguna og spennunasem einkennir þá en líka ábyrgðina og
ánægjuna sem fylgir því að búa í samfélagi
sem leysir flest sín erfiðustu viðfangsefni með
friðsömum og lýðræðislegum leiðum.
Dagurinn í dag er engin undantekning.
Kosningarnar í dag eru klárlega einar þær
mikilvægustu sem við höfum gengið til á síðari
árum. Undanfarin ár hafa því miður verið
mörgum erfið en nú getum við gert betur,
byggt upp og náð meiri sátt um framtíðina.
Það tækifæri er í dag og við vitum öll að eng-
um er betur treystandi til að nýta það en fólk-
inu í landinu.
Mikilvægt er að allir nýti þennan dýrmæta
rétt sinn í dag, mæti á kjörstað og hafi þannig
bein áhrif á það hvaða sameiginlegu stefnu við
tökum til næstu ára. Ábyrgð kjósenda er mikil,
enda hefur valið áhrif á framtíð okkar allra.
Því er mikilvægt að niðurstaðan verði okkar
allra með öflugri kosningaþátttöku.
Ég hef miklar væntingar til þessa dags. Ég
á mér þann draum að hann marki upphaf
nýrra tíma í okkar góða landi. Nýrra tíma þar
sem fólkið í landinu nýtur meiri stöðugleika,
minni óvissu og meiri bjartsýni. Tíma þar sem
fólkinu í landinu verður betur treyst fyrir eigin
ákvörðunum og þar sem meiri virðing er borin
fyrir frumkvæði, vilja og getu fólksins. Og
nýrra tíma þar sem við erum uppteknari af því
sem sameinar en því sem sundrar, þar sem
traustið er meira, sáttin meiri og samstarfið
snýst um það eitt að gera það besta fyrir ís-
lenska þjóð.
Hvað sem við kjósum í dag, vona ég að við
verðum strax á morgun sammála um að við
ætlum að gera betur og stefna hærra. Við skul-
um ekki láta neinn segja okkur að það sé ekki
hægt, að við þurfum að læra að lifa við óbreytt
ástand eða þurfum að sætta okkur við eitthvað
annað en það besta sem Ísland getur boðið.
Við getum og munum gera morgundaginn betri
en daginn í dag.
Ég er sannfærð um að þessi kjördagur mun
standa undir þeim væntingum sem þjóðin hef-
ur til hans. Þess vegna óska ég okkur öllum til
hamingju með daginn og vona að þegar hann
verður að kveldi kominn, efist enginn um að
hinn raunverulegi sigurvegari þessara kosn-
inga var fólkið í landinu!
Til hamingju með daginn!
*Hvað sem viðkjósum í dag,vona ég að við verð-
um strax á morgun
sammála um að við
ætlum að gera betur
og stefna hærra.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Hanna Birna Kristjánsdóttir
hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is
Sigurbjörn
Hreiðarsson,
aðstoðarþjálfari
Hauka í fyrstu
deild karla í knatt-
spyrnu, er mikill
Liverpool-maður. Hann gladdist
ekkert sérstaklega þegar erkióvinir
Liverpool-manna í Manchester
United fögnuðu sínum 20. meist-
aratitli. „Hvað þetta er fljótt að
breytast! Þegar ég var ungur maður
á Dalvík að flytja suður stóð 18-6
fyrir Liverpool! Nú er 18-20 fyrir
MU! Hörmung.“
Snæbjörn Ragnarsson texta-
smiður Skálmaldar var í pólitískum
hugleiðingum í vikunni og orti.
„Kosningar 2013: Ég treysti ekki
þeim sem ég er sammála, og ég er
ekki sammála þeim sem ég treysti.
Pólitík er hálfviti.“
Björn Þorláks-
son, ritstjóri á Ak-
ureyri, er duglegur
á netinu og yfirleitt
má finna stöðu-
uppfærslu frá hon-
um á nokkurra mínútna fresti. Hann
tjáði netheimum um útlitsbreytingu
formanns Samfylkingarinnar. „Árni
Páll er búinn að raka sig! Það hlýtur
að hafa áhrif í kosningabaráttunni –
ekki satt?! En í hvora áttina?“
Fyrrverandi ritstýra Séð og heyrt,
Björk Eiðsdóttir, situr ekki auð-
um höndum þótt hún sé horfin af
ritstjórastóli. Hún og vinkonur
hennar gengu á Hvannadalshnjúk á
dögunum og hún virðist aldeilis ekki
hætt ef marka má stöðuuppfærslu
hennar á síðasta vetrardag. „Stefni á
Akrafjall seinnipartinn í snjókomu
og með hjartslátt í hælunum …
Verður ekki farið
að vora þá?“
David James,
fyrrverandi lands-
liðsmarkvörður
Englands og nú ÍBV,
birti mynd á Twit-
ter af íslenskri sumarkomu sem ein-
kenndist af snjókomu. Myndin var af
fjallasýn og sjó og undir stóð. „Not
such a bad view“ eða ekki svo slæmt
útsýni.
AF NETINU
Töframaðurinn David Blaine hafði viðdvöl hér
á landi á dögunum og heillaðist mjög. Tísti
hann í gríð og erg um veru sína hér og birti
myndir á twittersíðu sinni.
Blaine er heimsþekktur töframaður og á þó
nokkur heimsmet. Eftir að hafa gert garðinn
frægan með göldrum og brögðum færði hann
sig yfir í meiri þolraunir. Hann hefur látið
grafa sig lifandi, verið fastur í ísklumpi í 63
klukkutíma og setið í glerkassa í 44 daga svo
fáein afrek hans séu talin upp. Blaine var einn
á ferð hér á landi, kona hans og dóttir biðu
heima í Bandaríkjunum á meðan hann blés
eldi á snjó.
Blaine hefur gert margan manninn orðlausan með uppátækjum sínum.
Eldur og ís á Íslandi
Bækur eftir Sigurjón B. Sigurðsson,
betur þekktan sem Sjón, verða gefn-
ar út í Bandaríkjunum í sumar. Þetta
er í fyrsta sinn sem bækur hans lenda
vestan hafs. The Whispering Muse,
The Blue Fox og From the Mouth of
the Whale koma í verslanir innan
skamms en forlagið Farrar, Straus &
Giroux eru að veðja á gæði Sjóns.
Bækurnar þekkja landsmenn vel.
Eru betur þekktar sem Argóarflísin,
Skugga Baldur og Rökkurbýsnir.
Argóaflísin fjallar um Valdimar Har-
aldsson, Skugga-Baldur er rómantísk
skáldsaga sem gerist á Íslandi um
miðja 19. öld og Rökkurbýsnir sem
Kolbrún Bergþórsdóttir, bóka-
gagnrýnandi Morgunblaðsins, sagði
að væri meistaraverk. Forvitnilegt
verður að sjá hvernig Bandaríkja-
menn taka Sjón en hann er marg-
verðlaunaður í Evrópu.
Sjón í Bandaríkjunum
Sjón, skáld og rithöfundur.
Morgunblaðið/Einar Falur
Vettvangur