Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013 E rlingur Jónsson mynd- höggvari hefur í þrjá áratugi búið í Ósló þar sem hann er vel þekktur og virtur listamaður. Árin hafa ekki dregið úr afköstum hans því þótt hann sé orðinn 83 ára gamall vinnur hann svo að segja á hverjum degi á vinnustofu sinni. Hann kemur reglulega til Íslands og í Keflavík er árlega haldið svo- nefnt Erlingskvöld honum til heiðurs, en Erlingur varð árið 1991 fyrstur manna bæj- arlistamaður í Keflavík. Þessi snjalli listamaður er litríkur og sterkur persónuleiki sem lifir fyr- ir list sína, en fjölmörg verk eft- ir hann eru á opinberum vett- vangi í Noregi og á Íslandi og í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Spurður um ætt og uppruna segir hann: „Ég fæddist árið 1930 í Móakoti á Vatnsleysu- strönd og þegar ég fæddist var ég talinn andvana. Fyrir tilviljun átti læknirinn leið um og sagði að það sakaði ekki að reyna að koma í mig lífi og bankaði hressilega í bakið á mér meðan hann lét mig hanga á löppunum. Ég rak upp org og hef ekki þagnað síðan. Foreldrar mínir voru Guðrún Árnadóttir og Jón L. Hansson. Þau skildu þegar ég var eins og hálfs árs. Mamma flutti til Hafnarfjarðar með mig og bróður minn Árna. Við vorum afskaplega fátæk en reyndum að bjarga okkur og við bræðurnir bárum út póstinn í Hafnarfirði með barnaskólanum. Mamma gift- ist síðar góðum manni. Ég var afbrýðisamur út í þann mann sem barn, því mér fannst að enginn ætti að eiga mömmu nema ég.“ Allir sem umgangast Erling taka eftir því hversu fádæma minnugur hann er á skáldskap og hann fer auðveldlega upphátt með langa ljóðabálka án þess nokkurn tímann að fipast og kann sömuleiðis kafla úr skáld- sögum Laxness utan að. Þegar hann er spurður um þessa gáfu sína segir hann skýringanna að leita í æsku sinni þar sem hann fékk sterkt ljóðauppeldi. „Það er misskilningurinn mikli að það þurfi að tala við börn á því máli sem þau skilja. Það á að tala við börn á góðu máli og hjálpa þeim að vaxa til þess,“ segir hann. „Ég var svo lánsamur í æsku minni að mamma mín, sem var óskaplega ljóðelsk, fór með mikið af ljóðum fyrir mig. Hún las al- veg einstaklega vel og lifði ljóðið þannig að ég komst í samband við þann heim sem skáldið var að lýsa. Hún las Matthías Joch- umsson, Jónas Hallgrímsson, Jó- hannes úr Kötlum, Einar Bene- diktsson og öll önnur stórskáld. Þessi skáldskapur rataði beina leið til mín.“ Erlingur fer ekki leynt með aðdáun sína á Laxness, en þeim var vel til vina og Laxness átti verk eftir listamanninn. „Þegar ég var tíu ára las ég formála Halldórs Laxness að myndabók um Kjarval. Þar lagði Laxness áherslu á að það að sjá hlutina eins og þeir eru er að sjá þá eins og þeir eru ekki. Þetta skildi ég. Þegar ég var búinn að lesa þennan formála varð Lax- ness stóri bróðir minn,“ segir Erlingur og bætir við: „Hver er mesta skáld Íslendinga? Ég á óskaplega auðvelt með að svara því vegna þess að ég er sann- færður um að það er Halldór Laxness. Hann er meira skáld en Snorri Sturluson. Heyri ég orðið Nóbel þá hugsa ég til Laxness og sé minnst á Laxness koma mér í hug orð samtímamanns Michelangelos um hann: „Hann er mestur allra manna.“ Allt sem Halldór hefur skrifað er listrænn stórviðburður. Sem betur fer eru ótrúlega margir sem fylgja Lax- ness eftir. Hugsaðu þér Jón Helgason þegar honum tekst best upp. Og hvað má þá segja um Jónas Hallgrímsson. Þessir ís- lensku snillingar eru risaveldi. Ef við ekki verndum skáldskap okk- ar, vöxum með honum og látum hann lifa með okkur þá vegnar okkur ekki vel.“ Hvað með skáld sem enn eru að yrkja og skrifa? „Ég hef gaman af Guðbergi Bergssyni, hann er ólíkindatól í skáldskap og Þórarinn Eldjárn er afar orðhagur maður. Ég hef Alltaf á leiðinni heim ERLINGUR JÓNSSON MYNDHÖGGVARI ER STERKUR PERSÓNULEIKI MEÐ AFDRÁTTARLAUSAR SKOÐANIR. SÍÐUSTU ÁRATUGI HEFUR HANN BÚIÐ Í NOREGI ÞAR SEM HANN SINNIR LISTSKÖPUN SINNI. HANN SEGIST ALLTAF VERA Á LEIÐINNI HEIM. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * „Mín pólitík er þessi: Ég er borinn og barnfæddur kommúnisti, gjallandikrati, framúrskarandi afturhaldssamur íhaldsmaður og óforbetranlegur framsókn- armaður. Segi menn svo að ég sé ekki pólitískt viðrini.“ Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.