Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013 Heilsa og hreyfing Flestir þekkja þessa helstu grundvallarþætti sem þarf aðhafa í huga, eins og að borða reglulega eða á um það bilþriggja tíma fresti yfir daginn; leggja áherslu á græn- meti, ávexti, gróft korn, góða prótein- gjafa eins og egg, fisk, hreint kjöt og hnetur; drekka nægilega mikið af vatni, en þú veist að þú drekkur nóg ef þvagið úr þér er ljósgult, og síðast en ekki síst að hvíla sig og sofa nóg, en hvíldin er oft vanmetin. Flestir muna nú eftir að borða morgunmat, hádegismat og kvöldmat en fyrir þá sem ætla að hafa orku fyrir góða æf- ingu er mikilvægt að bæta tveimur máltíðum við þessar þrjár. Millibitarnir eru mikilvægir. Þeir viðhalda orkunni og þar með brennslu líkamans og halda blóðsykrinum jöfnum. Mörgum finnst erfitt að velja hvað þeir eigi að fá sér um miðmorgun og seinni partinn og detta kannski bara í kexpakkann eða súkku- laðistykkið með kaffinu. Hér eru því nokkrar töluvert betri hugmyndir að millibitum sem hægt er að hafa með sér hvert sem er og neyta hvar sem þú ert hverju sinni. Góð regla er að hafa alltaf einhvern millibita með sér, þegar maður fer út úr húsi á morgnana því oft veit maður ekki hvernig dagurinn verður og mikilvægt að geta gripið í næringarríkan bita sem kemur í veg fyrir sykurfall og orkuleysi. Ég vona svo að þið séuð öll með eitthvert spennandi mark- mið fyrir sumarið varðandi hreyfingu. Það jafnast fátt á við að hreyfa sig úti, njóta umhverfisins og veðursins um leið og maður eflist líkamlega. Ég hvet alla til að kynna sér hlaupa- hópa í sínu hverfi, bæjarfélagi eða öðru umhverfi, skipuleggja göngur, hjólaferðir eða aðra útivist með góðu fólki. Notum líka líkamann meira til að komast á milli staða. Gleðilegt sumar! MIKILVÆGIR MILLIBITAR NÆRING SKIPTIR MIKLU MÁLI EF MAÐUR VILL NÁ GÓÐUM LÍKAMLEGUM ÁRANGRI OG LÁTA SÉR LÍÐA VEL. HÚN HEFUR EKKI BARA ÁHRIF Á ÁRANGUR HELDUR EINNIG Á ANDLEGA LÍÐAN OG REGLA NÆRING- ARINNAR HEFUR ÁHRIF Á HVORT MAÐUR HEFUR NÆGA ORKU FYRIR NÆSTA HLAUP. * Búðu þér til poka með allskonarnarsli og veldu þitt uppáhalds. Rúsínur, þurrkuð epli, trönuber og mangó, sveskjur, döðlur, valhnetur, möndlur, kasjúhnetur og heslihnetur. Blandaðu öllu vel saman og borðaðu um það bil eina góða lúku í einu. * Settu ávexti í endurlokanlegan pokaeða box og settu í töskuna, á skrif- borðið eða hafðu í bílnum eftir því hvar þú ert á þessum tíma dags. Hafðu serví- ettur með, svo safinn úr þeim leki ekki út um allt og komi jafnvel í veg fyrir að þú fáir þér. Valmöguleikarnir eru margir en hér er nokkrir ávextir sem þægilegt er að taka með sér: Bananar, epli, perur, vínber, jarðarber, melónubitar, ferskjur, plómur og nektarínur. * Skerðu niður eftirfarandi grænmetií frekar stóra bita: agúrku, papriku, rófu, gulrætur, blómkál og sellerí. Frábærir millibitar og algjör næringarbomba. BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR Heilbrigt líf Á ður fyrr var talið að fita væri óvirk- ur líkamsvessi og að fituuppsöfnun væri aðeins leið náttúrunnar til að geyma orku og nýta þegar í harð- bakkann slær. Á síðustu 25 árum hafa vís- indamenn gert sér betur grein fyrir að fita er í raun risastór innkirtill, sem hefur mikil áhrif á allan líkamann. Fita er þó ekki öll eins. Fituvefurinn undir húðinni er til dæmis nauðsynlegur. Hann ver okkur gegn meiðslum, hjálpar til við að berjast gegn sýk- ingum, græðir sár og framleiðir mikilvægt hormón sem meðal annars hjálpar til við að stjórna efnaskiptum. Með árunum virðumst við missa þessa fitu sem sést best á því að hendur okkar verða grennri. Margir fara þá frekar að safna fitu um sig miðja en rann- sóknir hafa sýnt að offita um miðjuna er talin vera sú hættulegasta. Hún leggst meðal ann- ars á mikilvæg líffæri, myndar bólgur og skapar þannig óæskilegt álag. Að draga úr offitu Læknar og vísindamenn hafa skoðað margar leiðir til að draga úr líkamsfitu og meðal ann- ars velt fyrir sér hvort hægt sé að skera burtu slíka aukafitu. Eins og oft áður var slíkt fyrst prófað á músum. Vísindamenn í Al- bert Einstein College of Medicine at Yeshiva University skáru magafitu af of feitum mús- um og komust að því að þær lifðu lengur en mýs sem voru áfram of feitar. Niðurstaðan var hins vegar ekki svo auðveld. Nir Barzilai, einn af vísindamönnum Einstein College- hópsins, segir að ekki sé hægt að fjarlægja fitu úr innyflum fólks með öruggum hætti, þar sem hún er samtvinnuð æðum og líf- færum. Þá segir hann að fitusog fjarlægi töluvert af „góðu“ fitunni undir húðinni sem er okkur nauðsynleg og hafa rannsóknir sýnt að slíkt leiði frekar til verri heilsu en betri. Sterkasta vopnið til losna við þessa aukafitu sé að auka vöðvamassa líkamans, en aukinn vöðvamassi eykur efnaskipti líkamans. Rann- sóknir síðustu áratuga hafa leitt að ljós að vöðvar eru heldur ekki óvirk líffæri sem fá aðeins skilaboð frá heilanum, heldur eitt öfl- ugasta kerfi líkamans og versti óvinur fit- unnar. Vöðvar vinna best gegn fitu Árið 2003 komust líffræðingarnir Mark Febbraio og Bente Pedersen að því að vöðvar væru í raun innkirtlalíffæri, líkt og fita. Efl- ing vöðva og uppbygging þeirra leiðir til efnaskipta sem þau kalla „myokines“ og hef- ur jákvæð áhrif á fjölda líffæra. Þetta styður Nathan LeBrasseur, vísindamaður hjá Mayo Clinic, sem segir að sífellt fleiri rannsóknir bendi til þess að sterkir vöðvar geti leitt til heilbrigðari lifrar, briss og jafnvel heila og þar með breytinga á hugarfari. Í grein Bill Gifford „Your fat has a brain“ er meðal ann- ars sagt frá líffræðilegum breytingum sem fólk hefur upplifað með lífsstílsbreytingum sínum. Þar er fjallað um hugarfarsbreytingar sem eiga sér stað gagnvart mat nú þegar þau hafa náð tökum á þyngd sinni og að þeim gangi betur að umgangast mat. Líklegt að leptín hormónið spili hér inn í, en leptín, stundum kallað „sedduhormónið“, gefur frá sér skilaboð þegar við erum södd. Rann- sóknir hafa leitt í ljós að þetta hormón virðist vera ónæmara hjá of feitum sem fá síður eða seinna þessi skilaboð. Rannsóknir hafa sýnt að hreyfing hjálpi til við að auka aftur næmi leptíns og að einstaklingurinn fái betri skila- boð um hvenær hann ætti að hætta að borða. Hreyfing er aðalatriði Fitan sem slík er því ekki aðalógn heilsunnar, þó að hún geti sannarlega verið heilsuspill- andi, heldur veldur hreyfingarleysið jafnvel enn meiri skaða. Undir þetta tekur Bente Pedersen sem segir að það sé betra að vera feitur og duglegur að hreyfa sig, heldur en að vera grannur og latur. Það hættulegasta sem of feitir geta er að hreyfa sig ekki. http://www.outsideonline.com/fitness/Your-Fat-Has- a-Brainhttp://inflammation-metabolism.dk HREYFING ER LYKILATRIÐI Í BARÁTTUNNI VIÐ FITUPÚKANN Skurðaðgerðir eða vöðvauppbygging RANNSÓKNIR Á LÍKAMSFITU OG ÁHRIFUM HENNAR HAFA AUKIST GRÍÐARLEGA Á SÍÐUSTU ÁRUM. VÍSINDAMENN ERU SAMMÁLA UM AÐ FITA ER OKKUR LÍFSNAUÐSYN- LEG EN OFFITA GETUR SKERT LÍFS- GÆÐI. ÞÓ AÐ OFFITA GETI HAFT SLÆM ÁHRIF Á ÖNNUR LÍFFÆRI OG LEITT TIL SJÚKDÓMA, ER TALIÐ AÐ HREYFINGARLEYSI SÉ EKKI SÍÐRI SKAÐVALDUR. Borghildur Sverrisdóttir borghildur74@gmail.com Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stress fer jafn illa í líkamann og sálina og get- ur mikið stress t.a.m. leitt til meltingarvanda- mála eins og hægðatregðu. Til að koma melt- ingunni í gang er best að borða trefjaríka fæðu og þá er t.d. gott að hafa blómkál á matseðlinum. En í því er heill hellingur af trefjum auk þess sem það er jú mjög gott sem meðlæti eða bara eitt og sér. Blómkálið má nota í staðinn fyrir kartöflur og stappa þá saman soðið blómkál með ólívuolíu, góðu salti og pipar. Þannig getur maður búið til holla og góða blómkálsstöppu. TREFJABOMBA Blómkál má nota í staðinn fyrir kartöflur og búa til úr því blómkálsstöppu. Blómkálsstappa með ólívuolíu Stress er ekki hollt en það virðist nærri óhjá- kvæmilegur fylgifiskur okkar daglega lífs. Ef þú finnur að þú ert alveg við að stressast upp úr skónum skaltu prófa þessi atriði hér: Teldu upp að tíu áður en þú talar. Dveldu ekki við stressvaldandi að- stæður heldur dragðu þig til hlés og finndu eigin lausn í rólegheitum. Fáðu þér göngutúr og andaðu nokkrum sinnum djúpt inn og út þannig að þú tæmir lungun algjörlega. Skiptu því sem þarf að gera upp í minni einingar og reyndu að ná yfirsýn. Mundu að þú getur ekki endilega klárað allt í dag og þá verður einfaldlega svo að vera. Kauptu þér blóm á heimleiðinni, að anda að sér góðri blómalykt virkar vel. EKKERT STRESS Náðu góðri yfirsýn Andaðu djúpt og náðu betri tökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.