Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013 Föt og fylgihlutir HUGMYNDIR ÚTSKRIFTARHÓPS FATAHÖNNUNARNEMA FRÁ LISTAHÁSKÓLA ÍS- LANDS BERA ÞESS MERKI AÐ MIKIL GRÓSKA ER MEÐAL UNGRA FATAHÖNNUÐA. HÉR GEFUR AÐ LÍTA BROT AF FATNAÐI ÚR ÚTSKRIFTARLÍNU NEMENDANNA. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Bóhemar og framtíðarsýn Linda Jóhannsdóttir er förðunarmeistarien hafði einnig lært fylgihlutahönnun ílýðháskóla í Danmörku áður en húnhóf nám í fatahönnun. Ég vissi alltaf að mig langaði til að vinna við eitthvað skapandi og sá sífellt betur að það lægi beinast við að fara í fatahönnun. Það er mjög gott að hafa þann bakgrunn sem ég hef í förð- uninni enda snýst þessi heimur að stórum hluta um að hafa réttu tilfinninguna fyrir stemningu og stíl, segir Linda. Við hönnun útskriftarlínunnar byrjaði Linda á því að skapa sér persónu og skrifa um hana litla sögu, finna henni einkennislag og teikna síðan línu út frá því sem hún myndi klæðast. Línan er bein og svolítið af þungum silúettum í henni. Hún er kvenleg en um leið strákaleg. Ég nota aðallega ull og silki en innan um eru líka tvær prjónaflíkur úr bómull, silki og mohair. Lit- irnir eru rafblár (electric blue), hvítt og svart, fölgrænt og fjólubláir tónar. Svo bjó ég líka til byssuhálsmen og vettlinga, segir Linda. Linda á nú von á barni en segir planið að sækja um vinnu sem hönnuður annað hvort hér heima eða utan landsteinanna eftir að barnið fæðist. Hún segir breytilegt með hvaða hönn- uðum hún fylgist helst en í dag fylgist hún þó sérstaklega mikið með skandinavískum merkj- um eins og t.d. Wood Wood og Won Hund- red. Hannað út frá persónusköpun Hönnun Lindu Jóhannsdóttur er kvenleg en um leið dálítið strákaleg. LINDA JÓHANNSDÓTTIR Innblástur Söru kemur frá kven- tískunni á millistríðsárunum. Andstæður mætast í fatalínu Sigurborgar Selmu, grafískar línur og lífræn efni. Morgunblaðið/Rósa Braga Grafískar línur og ull SIGURBORG SELMA KARLSDÓTTIR Sigurborg Selma Karlsdóttur hefur ætíð haft áhuga á fatahönnun og tísku og segir að þvíhafi í raun ekkert annað komið til greina en að fara í fatahönnunarnám. SigurborgSelma hefur einnig mikinn áhuga á myndlist og teiknar mikið sem hún segir hafa komiðsér vel í fatahönnunarnáminu þegar skissa þarf upp fatnað. Hún segist vera mjög ánægð með námið sem hafi verið skemmtilegt og hópurinn góður. Innblástur Sigurborgar Selmu að útskriftarlínunni er andstæður þar sem hún notar sterkar, grafískar línur og efni á móti flæðandi ull og lífrænum efnum. En hún notaði t.d. svokallað „technical knit“ sem notað er í íþróttafatnað. Fatnaðurinn er í gráu, hvítu, dökkbláu og svörtu. „Dökkblái og svarti fatnaðurinn er að hluta svolítið eins og skíðafatnaður frá áttunda ára- tugnum og minnir dálítið á Legokarla,“ segir Sigurborg Selma. Í framhaldi af útskrift segist hún gefa sér ár til að skoða hvað hún geri næst enda sé margt í boði fyrir fatahönnuði, t.a.m. í textíl eða búningahönnun. Sigurborg Selma nefnir Gap Valencia og Stellu McCartney sem dæmi um þá hönnuði sem séu í hvað mestu uppáhaldi hjá henni. Ásgrímur Már Friðrikssonsneri aftur í fatahönn-unarnámið eftir átta árahlé og fékk undanþágu til að taka síðasta árið aftur og ljúka því sem hann átti eftir af náminu. Síðastliðin ár hefur Ás- grímur Már, eða Ási, eins og hann er betur þekktur, starfað við ým- islegt tengt tísku og fatahönnun. Hann stefnir nú á að reyna fyrir sér utan landsteinanna og langar að vinna fyrir erlendan hönnuð og fara síðan ef til vill í mastersnám eftir það. „Það var gaman að koma aftur í skólann og sjá hvernig námið hef- ur þróast. Þetta er krefjandi nám en mjög skemmtilegt,“ segir Ási. Útskriftarlína Ása er innblásin af heilagleika og á að sýna ákveðna endurgerð heimsins eftir heims- endi. Ási notar mikið hvítan lit í línunni þar sem hann táknar hreinleika. „Mér finnst gaman að blanda saman klassísku og nýstárlegu og nota kasmír og bómull í fatnaðinn í bland við efni sem er í líkingu við kafarabúningsefni. Svo bætti ég líka við ofnu basti,“ segir Ási og nefnir sem dæmi um þá hönn- uði sem hann fylgist með þá Thierry Mugler og Alexander McQueen. Ákveðin endurgerð heimsins Ási blandar saman klassísku og nýstárlegu í sinni hönnun. ÁSGRÍMUR MÁR FRIÐRIKSSON Rakel Sölvadóttir segir áhugann áfötum hafa kviknað fyrir al-vöru þegar hún starfaði í an-tíkverslun móður sinnar þar sem m.a. voru seld föt. Hún segir frá- bært að hafa fengið tækifæri til að prófa sig áfram í náminu og eins að fá nýjan vinkil á námið með því að fara í skipt- inám til Svíþjóðar. Rakel skoðaði form í tengslum við lík- amann fyrir útskriftarlínu sína og hvern- ig hún gæti notað grafík til að ýkja silú- etttuna og gefa fatnaðinum dálítið hart og grafískt útlit. „Ég vildi hafa línuna dá- lítið kalda og notaði því klínísk efni og hafði yfirborðið mjög hreint,“ segir Rakel en svartur og drapplitur eru áber- andi litir í línunni. Í framhaldinu langar Rakel að komast í starfsnám, og þá helst til Parísar, áður en hún heldur í meist- aranám síðar meir. Hún segist fylgjast með mörgum hönnuðum en nefnir sem dæmi Alexander McQueen. Rakel vildi hafa línuna dálítið kalda og notaði hún því mikið til klínísk efni. Hart og grafískt útlit einkennandi RAKEL SÖLVADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.