Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 51
Morgunblaðið/Árni Sæberg
28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Kjörstaðir voru opnaðirklukkan níu árdegis laug-ardaginn 8. júní 1963 og
var blaðamaður Morgunblaðsins
mættur galvaskur í Miðbæj-
arskólann í Reykjavík til að taka
púlsinn á kjósendum. Sam-
kvæmt frétt blaðsins var nokkur
fjöldi manna samankominn áður
en kjörfundur hófst og báru þeir
saman bækur sínar í skólaport-
inu meðan þeir biðu, þeirra á
meðal Birgir Kjaran, alþing-
ismaður Sjálfstæðisflokksins,
sem stefndi raunar ekki á endur-
kjör.
„Við skólann var fimm manna
lögreglusveit til að sjá um að allt
færi friðsamlega fram og til að
leiðbeina kjósendum,“ segir í
frétt blaðsins daginn eftir.
„Þarna var Kjartan Guðjónsson
listmálari að aðstoða lögregluna
við að opna stærri dyrnar á
skólaportinu, eða opna allar
gáttir, eins og fulltrúi laga og
réttar komst að orði. Í sama
mund bar þar að Gils Guð-
mundsson, frambjóðanda Al-
þýðubandalagsins í Reykjanes-
kjördæmi. „Nú, það er bara
verið að gera sjóklárt,“ varð
honum að orði.“
Ljósmyndarar hömuðust
Laust fyrir kl. 9 renndi bifreið
sjálfs forsætisráðherrans, Ólafs
Thors, upp að Miðbæjarskól-
anum, Lækjargötumegin. Ólafur
og Ingibjörg eiginkona hans,
brugðu ekki út af vananum en
þau munu iðulega hafa verið
komin á kjörstað um það leyti
sem opnað var. „Ólafur var hinn
kátasti, og ef hann hefur efast
um úrslitin, var það ekki að sjá,“
segir í frétt blaðsins.
„Þegar dyr Miðbæjarskólans
voru opnaðar klukkan níu var
nokkur mannfjöldi saman kom-
inn í portinu. Ljósmyndarar dag-
blaða hömuðust við að taka
myndir af forsætisráðherra og
Birgi Kjaran þar sem þeir keppt-
ust af mikilli kurteisi við að
bjóða hvor öðrum að ganga á
undan inn á kjörstað. Síðan
streymdi mannfjöldinn inn og
dreifðist milli kjördeilda.“
Aldrei aftur vinstristjórn
Árið 1963 voru flokksblöðin upp
á sitt besta og skilaboð Morg-
unblaðsins til lesenda sinna voru
skýr á forsíðu kjördags: „Aldrei
aftur vinstristjórn.“ Inni í
blaðinu voru framboðslistar
birtir og búið að setja X fyrir
framan D-lista Sjálfstæðisflokks.
Undir var eftirfarandi texti:
„Þannig lítur kjörseðillinn út,
þegar D-listinn – listi Sjálfstæð-
isflokksins – hefur verið kosinn
með því að krossa fyrir framan
D.
Allur er varinn góður.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks, svonefnd við-
reisnarstjórn, hélt velli í kosning-
unum 1963, jók raunar fylgi sitt
lítillega, úr 54,9% í 55,7. Ólafur
Thors var áfram forsætisráð-
herra en lét af störfum um
haustið af heilsufarsástæðum.
ALÞINGISKOSNINGAR FYRIR FIMMTÍU ÁRUM
Nú, það er bara
verið að gera
sjóklárt
Ingibjörg og Ólafur Thors mæta prúðbúin á kjörstað í Miðbæjarskólanum.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Kjósendur á höfuðborg-arsvæðinu voru ekkertað flýta sér á kjörstað
vegna alþingiskosninganna sem
fram fóru 23. apríl 1983. Þetta
kom fram í frétt Morgunblaðs-
ins. „Mest kjörsókn var í Mið-
bæjarskólanum, eins og íbúar
innan Hringbrautarsvæðisins
séu fljótari til verka en fólk í öðr-
um hverfum, einkum þó í út-
hverfum,“ sagði í frétt blaðsins.
Sennilega hefur einstök veð-
urblíða átt sinn þátt í því að
menn voru ekki á spretti að og
frá kjörstöðum. „Svona blíða
kallar fram ákveðin rólegheit í
fólki,“ sagði einn viðmælandi í
Miðbæjarskólanum, „en þau
skila sér jafnvel betur, atkvæð-
in.“
Albert Guðmundsson, alþing-
ismaður Sjálfstæðisflokksins, og
eiginkona hans, Brynhildur Jó-
hannsdóttir, tóku daginn
snemma og biðu fyrir utan í blíð-
unni eftir því að Eyjólfur Jónsson
húsvörður opnaði Miðbæj-
arskólann og byði mönnum að
kjósa. „Þetta leggst bara ágæt-
lega í mig,“ sagði Albert. Jón
Baldvin Hannibalsson, þingmað-
ur Alþýðuflokksins, og eiginkona
hans, Bryndís Schram, voru líka
snemma á ferð þennan dag og
slógu á létta strengi með Alberti
og fleira fólki.
„Ég er með allt á hreinu,“
sagði maður á miðjum aldri við
Stýrimannaskólann. „Ég kýs
Sjálfstæðisflokkinn og hef alltaf
gert, en mér finnst Vilmund-
arfólkið hafa fengið hljómgrunn,
einkum hjá yngra fólki,“ bætti
hann við. Þar átti maðurinn vita-
skuld við Bandalag jafn-
aðarmanna sem fékk fjóra menn
kjörna í sínum fyrstu kosn-
ingum.
„Ætli maður skoði ekki seð-
ilinn, velti honum fyrir sér og láti
þetta svo ráðast, en ég kýs ekki
Alþýðubandalagið eins og síð-
ast,“ sagði hálfþrítug kona við
Ölduselsskóla.
Lifað um efni fram
„Ég held að fólk sé almennt
tilbúið til þátttöku í hörðum og
raunhæfum aðgerðum til að
stuðla að endurreisn efnahags-
mála, hvort sem það yrði gert
með einu höggi eða á nokkrum
árum og kysi ég þá frekar högg-
ið,“ sagði fullorðinn maður við
Stýrimannaskólann. Hann bætti
við að menn hefðu lifað um efni
fram og það væri farið að bitna á
fólki með ýmsu móti, og því
vildu menn snúa af þeirri óheilla-
braut, sem þjóðfélagið hefði
brunað eftir upp á síðkastið.
Svo segja menn að tímarnir
breytist!
Gunnar Thoroddsen, varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins,
baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt
að loknum kosningum. Við tók
stjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks undir forystu
Steingríms Hermannssonar, for-
manns Framsóknarflokksins.
ALÞINGISKOSNINGAR FYRIR ÞRJÁTÍU ÁRUM
Kysi ég þá
frekar höggið
Jón Baldvin Hannibalsson þingmaður Alþýðuflokksins og Bryndís Schram,
eiginkona hans, greiða atkvæði í Miðbæjarskólanum vorið 1983.