Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Qupperneq 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Qupperneq 51
Morgunblaðið/Árni Sæberg 28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Kjörstaðir voru opnaðirklukkan níu árdegis laug-ardaginn 8. júní 1963 og var blaðamaður Morgunblaðsins mættur galvaskur í Miðbæj- arskólann í Reykjavík til að taka púlsinn á kjósendum. Sam- kvæmt frétt blaðsins var nokkur fjöldi manna samankominn áður en kjörfundur hófst og báru þeir saman bækur sínar í skólaport- inu meðan þeir biðu, þeirra á meðal Birgir Kjaran, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins, sem stefndi raunar ekki á endur- kjör. „Við skólann var fimm manna lögreglusveit til að sjá um að allt færi friðsamlega fram og til að leiðbeina kjósendum,“ segir í frétt blaðsins daginn eftir. „Þarna var Kjartan Guðjónsson listmálari að aðstoða lögregluna við að opna stærri dyrnar á skólaportinu, eða opna allar gáttir, eins og fulltrúi laga og réttar komst að orði. Í sama mund bar þar að Gils Guð- mundsson, frambjóðanda Al- þýðubandalagsins í Reykjanes- kjördæmi. „Nú, það er bara verið að gera sjóklárt,“ varð honum að orði.“ Ljósmyndarar hömuðust Laust fyrir kl. 9 renndi bifreið sjálfs forsætisráðherrans, Ólafs Thors, upp að Miðbæjarskól- anum, Lækjargötumegin. Ólafur og Ingibjörg eiginkona hans, brugðu ekki út af vananum en þau munu iðulega hafa verið komin á kjörstað um það leyti sem opnað var. „Ólafur var hinn kátasti, og ef hann hefur efast um úrslitin, var það ekki að sjá,“ segir í frétt blaðsins. „Þegar dyr Miðbæjarskólans voru opnaðar klukkan níu var nokkur mannfjöldi saman kom- inn í portinu. Ljósmyndarar dag- blaða hömuðust við að taka myndir af forsætisráðherra og Birgi Kjaran þar sem þeir keppt- ust af mikilli kurteisi við að bjóða hvor öðrum að ganga á undan inn á kjörstað. Síðan streymdi mannfjöldinn inn og dreifðist milli kjördeilda.“ Aldrei aftur vinstristjórn Árið 1963 voru flokksblöðin upp á sitt besta og skilaboð Morg- unblaðsins til lesenda sinna voru skýr á forsíðu kjördags: „Aldrei aftur vinstristjórn.“ Inni í blaðinu voru framboðslistar birtir og búið að setja X fyrir framan D-lista Sjálfstæðisflokks. Undir var eftirfarandi texti: „Þannig lítur kjörseðillinn út, þegar D-listinn – listi Sjálfstæð- isflokksins – hefur verið kosinn með því að krossa fyrir framan D. Allur er varinn góður. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, svonefnd við- reisnarstjórn, hélt velli í kosning- unum 1963, jók raunar fylgi sitt lítillega, úr 54,9% í 55,7. Ólafur Thors var áfram forsætisráð- herra en lét af störfum um haustið af heilsufarsástæðum. ALÞINGISKOSNINGAR FYRIR FIMMTÍU ÁRUM Nú, það er bara verið að gera sjóklárt Ingibjörg og Ólafur Thors mæta prúðbúin á kjörstað í Miðbæjarskólanum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Kjósendur á höfuðborg-arsvæðinu voru ekkertað flýta sér á kjörstað vegna alþingiskosninganna sem fram fóru 23. apríl 1983. Þetta kom fram í frétt Morgunblaðs- ins. „Mest kjörsókn var í Mið- bæjarskólanum, eins og íbúar innan Hringbrautarsvæðisins séu fljótari til verka en fólk í öðr- um hverfum, einkum þó í út- hverfum,“ sagði í frétt blaðsins. Sennilega hefur einstök veð- urblíða átt sinn þátt í því að menn voru ekki á spretti að og frá kjörstöðum. „Svona blíða kallar fram ákveðin rólegheit í fólki,“ sagði einn viðmælandi í Miðbæjarskólanum, „en þau skila sér jafnvel betur, atkvæð- in.“ Albert Guðmundsson, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins, og eiginkona hans, Brynhildur Jó- hannsdóttir, tóku daginn snemma og biðu fyrir utan í blíð- unni eftir því að Eyjólfur Jónsson húsvörður opnaði Miðbæj- arskólann og byði mönnum að kjósa. „Þetta leggst bara ágæt- lega í mig,“ sagði Albert. Jón Baldvin Hannibalsson, þingmað- ur Alþýðuflokksins, og eiginkona hans, Bryndís Schram, voru líka snemma á ferð þennan dag og slógu á létta strengi með Alberti og fleira fólki. „Ég er með allt á hreinu,“ sagði maður á miðjum aldri við Stýrimannaskólann. „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn og hef alltaf gert, en mér finnst Vilmund- arfólkið hafa fengið hljómgrunn, einkum hjá yngra fólki,“ bætti hann við. Þar átti maðurinn vita- skuld við Bandalag jafn- aðarmanna sem fékk fjóra menn kjörna í sínum fyrstu kosn- ingum. „Ætli maður skoði ekki seð- ilinn, velti honum fyrir sér og láti þetta svo ráðast, en ég kýs ekki Alþýðubandalagið eins og síð- ast,“ sagði hálfþrítug kona við Ölduselsskóla. Lifað um efni fram „Ég held að fólk sé almennt tilbúið til þátttöku í hörðum og raunhæfum aðgerðum til að stuðla að endurreisn efnahags- mála, hvort sem það yrði gert með einu höggi eða á nokkrum árum og kysi ég þá frekar högg- ið,“ sagði fullorðinn maður við Stýrimannaskólann. Hann bætti við að menn hefðu lifað um efni fram og það væri farið að bitna á fólki með ýmsu móti, og því vildu menn snúa af þeirri óheilla- braut, sem þjóðfélagið hefði brunað eftir upp á síðkastið. Svo segja menn að tímarnir breytist! Gunnar Thoroddsen, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt að loknum kosningum. Við tók stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forystu Steingríms Hermannssonar, for- manns Framsóknarflokksins. ALÞINGISKOSNINGAR FYRIR ÞRJÁTÍU ÁRUM Kysi ég þá frekar höggið Jón Baldvin Hannibalsson þingmaður Alþýðuflokksins og Bryndís Schram, eiginkona hans, greiða atkvæði í Miðbæjarskólanum vorið 1983.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.