Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013 Menning Í ár fögnum við 350 ára afmæli Árna Magnússonar og það eru að segja má fyrstu stóru tímamótin síðan fyrstu handritin komu heim árið 1971, en þau síðustu voru afhent árið 1997,“ segir Guðrún Nordal, for- stöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Árni Magnússon handritasafnari fæddist árið 1663 og lést árið 1730. Í tilefni afmælisins hefur Árnastofnun kynnt verk- efni sem kallast Handritin alla leið heim en það byggist á sex litlum sýningum á jafn mörgum stöðum á landinu. Á hverri sýningu verður eitt handrit í stofnuninni tengt við- komandi héraði og þannig minnt á hvaðan þau komu upp- haflega. Hverju handriti hefur verið fengin „fóstra“ sem opnar sýninguna, þar sem endurgerð viðkomandi handrits verður til sýnis í útstillingu með allrahanda upplýsingum. Fóstrurnar eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Bragi Valdimar Skúlason texta- smiður, Charlotte Böving leikari, Kjartan Sveinsson tónlist- armaður, Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur, Hugleikur Dagsson teiknari og Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður. Hönnuðir sýninganna eru Finnur Arnar Arnarson og Sigrún Sigvaldadóttir. Sýningarnar eru haldnar í samvinnu við heima- menn og söfn á hverjum stað og styrkt af menningarráðum landshlutanna. Fyrsta sýningin verður opnuð í Tjarnarlundi í Saurbæ nú á sunnudag, 28. apríl, þegar Kjartan Sveinsson tónlistarmaður kemur þangað með endurgerð Staðarhólsbókar rímna. Aðrar sýningar verða í Vigur, á Þingeyrum í Húna- þingi, Dalvík, Skriðuklaustri og Eyrarbakka. Þjóðþekktar handritafóstrur „Á þessu afmælisári Árna, og með þessum sýningum úti um landið, langar okkur að vekja athygli á safninu og ekki síst vekja áhuga ungs fólks á því og þeim margslungna arfi sem felst í handritunum,“ segir Guðrún Nordal. „Við viljum fara með þau alla leið heim í héruðin til að minna Íslendinga á að þau komu víða að. Árni fór um allt landið og safnaði hand- ritum og handritabrotum og segja má að hvert svæði eigi dýr- gripi í safninu.“ Sex handrit hafa verið valin á sýningarnar, sem fulltrúar allra hinna, og hefur Hersteinn Brynjólfsson forvörður búið til þær eftirmyndir frumeintakanna sem sýndar verða. „Hvert handrit fær fóstru sem er þjóðþekktur einstaklingur. Fóstran tekur það að sér, fræðist um það, fer svo með eft- irgerðina og sýninguna heim í héruðin, ásamt fræðimanni af stofnuninni,“ segir Guðrún. Menningarfulltrúar og söfnin á hverjum stað hafa verið með í ráðum um framsetninguna. „Í þessu verkefni ræktum við samstarf við fjölda fólks og stofn- anir út um allt land og það hefur verið afar ánægjulegt. Við fylgjum verkefninu síðan eftir í haust og næsta vetur, þegar safnkennari okkar fer í skóla á landsbyggðinni og fræðir börnin um handritin.“ Menningarauðlind okkar Guðrún segir mikilvægt að minna fólk á þá fjársjóði sem handritin eru. „Við erum sífellt að rannsaka þau. Rannsóknir eru nauðsynlegar til þess að draga fram nýja þekkingu og end- urskoða hugmyndir okkar um fortíðina. Rétt eins og við þurfum rannsóknir til að skilja náttúruna og umhverfi okkar, þurfum við rannsóknir til að skapa nýja þekkingu á sögu okkar og menningu. Við rannsökum ekki aðeins textana sem handritin geyma, heldur hvernig þau eru búin til, skrifuð og lýst. Það er mikil tónlist í handritunum, og myndlist, auk þess sem þau eru afar merkilegir gripir í sjálfu sér. Hvert handrit er einstakt, og hvert þeirra á sína sögu. Elstu handritabrotin eru frá tólftu öld, og síðan eigum við margskonar handrit frá hverri öld. Þetta er mjög lifandi arf- ur og allir geta fundið eitthvað áhugavert í þeim, því efnið er svo fjölbreytt. Allskonar sögur og kvæði, annálar, myndabækur, tónlist, helgi- sögur, lög, lærdómsrit, þýðingar, skjöl, riddarasögur, rímur, svo ekki sé minnst á Íslend- ingasögurnar. Handritin sem verða sýnd á sýningunum sýna vel fjölbreytni safnsins.“ Guðrún segir ekkert lát á áhuga erlendis á sagnaarfinum og hafi tilnefning handritaarfsins á lista UNESCO yfir „Minni heimsins“ árið 2009 verið rík staðfesting á erindi þeirra við umheiminn. Fyrir tveimur árum komu Íslendingasögurnar út í nýjum þýskum þýðingum, ekki er langt síðan nýjar enskar þýðingar komu á markað og á þessu ári koma þær út í nýjum þýðingum á dönsku, sænsku og norsku. „Sögurnar, og ekki síður eddukvæðin, hafa alltaf verið nýtt af listamönnum og í allskyns margmiðlun. Verið er að rannsaka efnið sem handritin geyma um allan heim. Nú er unnið að því að miðla þeim á staf- rænu formi og er hægt að skoða mörg þeirra á netinu. Fræðimenn og allir sem áhuga hafa geta því notið frumheimildanna hvar sem þeir eru staddir.“ Guðrún segir að á þessu afmælisári Árna sé áhugavert að leiða hugann að handritamálinu, sem hafi verið merkilegt milliríkjamál og athyglisvert hvernig Danir og Íslendingar leystu þá deilu. „Á sama tíma og við deildum um handritin, sem eru menningarauðlind okkar, þá vorum við að deila við Breta um yfirráðin yfir annarri auðlind, fiski- miðunum. Þessar deilur voru fyrirferð- armiklar á sjötta og sjöunda áratugnum í okkar sögu og leystust báðar, á ekki ólíkum tíma. Í dag kann fólki að finn- ast eðlilegt að við höfum fengið handritin og að við höfum yfirráð yfir fiskimiðunum, en það var alls ekki svo á þessum tímum. Þegar handritin komu heim á síðasta vetrardegi árið 1971 þá var hátíð í sam- félaginu, enda var það stórkostlegur áfangi að fá þessa fjársjóði heim. Þá voru handritin flutt heim til Reykjavíkur en með þessum sýningum í sumar erum við að flytja þau með táknrænum hætti alla leið heim.“ Fóstrurnar og forstöðumaðurinn raða sér upp fyrir aftan Flateyjarbók í Árnastofnun. Frá vinstri: Charlotte Böving, Bragi Valdimar Skúlason, Kjartan Sveinsson, Vigdís Finnbogadóttir, Steinunn Sigurð- ardóttir, Hugleikur Dagsson og Guðrún Nordal. Á myndina vantar Ragnar Stefánsson. Á neðri myndinni má sjá „skúlptúrinn“ sem kynnir Flateyjarbók og verður sýndur á Þingeyrum. Morgunblaðið/Einar Falur FÓSTRUR KYNNA FJÁRSJÓÐI ÁRNASTOFNUNAR Á SÝNINGUM ÚTI UM LANDIÐ Handritin flutt alla leið heim „HVERT HANDRIT ER EINSTAKT OG HVERT ÞEIRRA Á SÍNA SÖGU,“ SEGIR GUÐRÚN NORDAL, FORSTÖÐUMAÐUR STOFNUNAR ÁRNA MAGNÚSSONAR. Í TILEFNI ÞESS AÐ 350 ÁR ERU FRÁ AFMÆLI ÁRNA VERÐA Í SUMAR SETTAR UPP SEX NÝSTÁRLEGAR SÝNINGAR UM VALIN HANDRIT Í SAFNINU. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.