Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 49
28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Þótt séra Magnús Erlings- son, prófastur í Ísafjarð- arprestakalli, hafi ekki oft verið beðinn um heimsókn vegna óþægilegra upplifana fólks hefur hann frá fremur óvenjulegum atburði að segja. „Einu sinni var ég beðinn um að bregðast við vegna óþæginda, sem kona upplifði á tilteknum stað við nýja kirkjugarð- inn á Ísafirði. Beiðnin var merkileg vegna þess að ég vissi að á þessum stað voru jarð- sett bein er komu upp við jarðrask hinum megin í dalnum fyrir mörgum árum.“ Magnús Erlingsson Ónot við kirkjugarð „Það er mikilvægt að prest- ar taki líðan fólks á heim- ilum sínum alvarlega hvað sem þeim sjálfum kann að þykja og oft er samtalið við fólkið ekki síður mikilvægt en sjálf blessunin eða bæna- stundin,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. „Í flestum tilfellum hefur þessi blessun á heimilinu jákvæð áhrif og fólk talar um að því líði betur. Í einhverjum tilfellum talar fólk um að það upplifi vanlíðan í ákveðnu herbergi á heimilinu en stundum í húsinu öllu.“ Guðrún Karls Helgudóttir Herbergi og stundum allt húsið Það hefur margoft komið fyrir að fólk hafibeðið mig að blessa hús. Oft er þaðvegna þess að fólk hefur orðið vart við eitthvað sem því þykir óþægilegt í híbýlum sín- um,“ segir Helga Soffía Konráðsdóttir, prestur í Háteigskirkju. „Fólk er óöruggt, jafnvel óttaslegið, og biður mig ýmist um að biðja fyrir sér og húsnæðinu, úr fjarlægð, þar sem ég er stödd eða koma á staðinn. Það getur verið að fólki finnist það sjá einhvern á sveimi, heyri eitthvað eða finni fyrir ónotum og kunni engar skýringar á.“ Helga Soffía segir mikilvægt að taka mark á þeim upplifunum sem fólk lýsir og gera ekki lítið úr ótta þess. „Ég fer ekki út í rökræður um að eitthvað yfirnáttúrulegt sé ekki til held- ur hlusta og tek mark á frásögnunum. En það er undir hælinn lagt af hverju vandinn stafar. Stundum má rekja hann til aðstæðna, svo sem fráfalls ástvina eða jafnvel félagslegs órétt- lætis. En það er ekki hægt að horfa fram hjá því að oft er nákvæmlega engin nærtæk skýr- ing á því sem fólk upplifir.“ Helga Soffía lýsir því hvernig heimsóknum hennar er háttað í híbýlum þar sem fólki líður illa. „Ég geng um húsnæðið, inn í herbergin, undir leiðsögn þeirra sem þar búa og upplifa óværuna og blessa húsnæðið. Stundum getur fólk bent á eitthvað sem það heyrir og sér og ég hef verið spurð hvort ég sjái ekki mann- eskju sem er mér ósýnileg. Að þessu loknu setjumst við inn í stofu og ég bið fyrir húsnæð- inu og íbúum, jafnvel fyrir þeim sem hafa búið þarna áður. Þá förum við með Faðirvorið og oft bið ég fólk um að fara með trúarjátninguna með mér. Þegar við förum með trúarjátn- inguna þá minnum við okkur á á hvað við trú- um; á algóðan guð, kærleikann og ljósið. Í sum- um tilfellum, og það er til ákveðið orðalag yfir það, afneitum við hinu illa, djöflinum og öllum hans verkum. Það er mín reynsla að fólki líður betur þegar það fer með þessar bænir.“ Helga Soffía segist meta það mikils að fólk biðji presta um hjálp í raunverulegum að- stæðum og fjölbreytilegum vanda daglegs lífs. „Þess vegna finnst mér svo áríðandi að fólk finni að það sé tekið mark á ótta þess og vanda. En það er mikilvægt að taka það fram að það er ekki persóna prestsins sem er eitthvert atr- iði í þessu sambandi. Við erum einfaldlega frá- tekin til þess að biðja fyrir öðrum og með öðr- um.“ Mikilvægt að taka mark á ótta fólks Helga Soffía metur það mikils að fólk biðji presta um hjálp í í raunverulegum aðstæðum. Morgunblaðið/Rósa Braga Morgunblaðið/Árni Sæberg „Börn og fullorðnir hafa til dæmis upplifað erfiðleika í svefni og tengja það jafnvel við aðila eða atburð. Sumir hafa upplifað ótta og telja sig finna fyrir nærveru sem þeir óska ekki. Ástæður geta ver- ið svo margar að maður verð- ur að skoða hvert tilfelli sér- staklega. Engin ástæða er að dramatísera og sjá púka í öllum hornum, en það hefur reynst vel að ræða þetta við viðkom- andi og benda þeim á mátt bænarinnar,“ segir Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur í Ólafs- víkur- og Ingjaldshólsprestakalli. „Ég hef látið suma fá húsblessunarformið í hendur svo að þeir geti notað það eins og oft og þeir telja sig þurfa. Í öðrum tilfellum hef ég komið, rætt málin og beðið, jafnvel ítrekað komið til að fólki líði betur, en það er sjaldgæft að þess þurfi. Að finna hvað orð Guðs og bænin eru máttug er ólýsanlegt. Það er gott að geta komið í erfiðar aðstæður fólks og hjálpað því á þann hátt.“ Óskar Ingi Ingason Gott að geta aðstoðað „Ég hef verið kölluð inn á heimili fólks vegna ýmissa ónota sem fólk upplifir. Allt frá kulda og hljóðum til lík- amlegra ásókna. Ég man eft- ir því þegar ég fékk fyrstu beiðni um slíka þjónustu, þá 28 ára að aldri. Ég hringdi í Sigurbjörn Einarsson biskup til að fá leiðsögn,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garða- prestakalli. Sigurbjörn hvatti Jónu Hrönn til að fara inn á heimilið, ræða við heimilisfólk og biðja í Jesú nafni. Auk þess hvatti hann hana til að gefa því fallega bænabók og minna á heim- ilistrúrækni. „Þegar þetta dugði ekki til þá sagði hann mér að fara og útdeila sakramentinu sem ég og gerði en hann minnti mig líka á það að stundum væri draugagangur hið innra í manneskjunni og því skyldi ég alltaf leggja rækt við sálgæsluna. Líklegast þyrfti fólk að opna inn í skúmaskot sálarinnar og fá hjálp til að klára gömul mál sem væru orðin að draugagangi. Ég hef fengið að reyna slíkt í svona aðstæðum að þegar gömul mál hafa ver- ið opnuð hefur sálin fengið frið. Ég hef oft upplifað mjög mikinn ótta í fólki inni á heim- ilum sínum vegna ásóknar og það er magnað að finna mátt bænarinnar í slíkum aðstæðum.“ Jóna Hrönn Bolladóttir Bað biskup um leiðsögn „Ég hef farið með bæn og blessun í húsi þar sem íbúar töldu sig finna fyrir óútskýr- anlegum óþægindum. Þeir nefndu þrusk, andardrátt, hreyfingu húsgagna og óskýranleg, andleg óþægindi í titeknum herbergjum. Með- al annars svefnleysi. Ætíð hef ég farið, í eitt skipti þessara erinda, á umbeðinn stað og ekki verið óskað að ég kæmi aftur svo ég býst við að óþægindin hafi minnkað eða horfið,“ segir Svavar Stef- ánsson, sóknarprestur í Fella- og Hólakirkju. Þess má þó geta að Svavar hefur ekki fengið slíkar beiðnir í núverandi prestakalli sínu held- ur voru skiptin nokkur í fyrri prestaköllum. Svavar Stefánsson Hreyfing hús- gagna og þrusk – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is ENDURSTILLING Á BREMSUM OG GÍRUM FYLGIR FRÍTT ÖLLUM HJÓLUM SELDUM HJÁ ELLINGSEN MERIDA CROSSWAY 10 DÖMU 13.332 KR. 79.990 KR. Léttgreiðslur í 6 mánuði. Léttgreiðslur í 6 mánuði. MERIDA MATTS REDWOOD 11.665 KR. 69.990 KR. MERIDA MATTS TFS-300 FJALLAHJÓL 24.998 KR. 149.990 KR. Léttgreiðslur í 6 mánuði. MERIDA KRÅKEOY 7 18.332 KR. 109.990 KR. Léttgreiðslur í 6 mánuði. MERIDA JULIET REDWOOD 11.665 KR. 69.990 KR. Léttgreiðslur í 6 mánuði. MERIDA DINO/BELLA 12 BARNAHJÓL 2–4 ÁRA 4.165 KR. 24.990 KR. Léttgreiðslur í 6 mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.