Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 39
28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 K im Kardashian og Katrín hertogaynja af Cam- bridge ganga báðar með frumburði sína þessa dagana. Heimsbyggðin hefur að sjálfsögðu fylgst spennt með fram- göngu þessara tveggja kvenna og ekki minnkaði áhuginn eftir að þær ákváðu að fjölga sér. Önnur hefur reyndar verið gagnrýnd fyrir að kunna ekki að klæða sig og hin fyrir að eyða of miklu í föt á kostnað skattgreið- enda. Í vikunni mætti ungfrú Kar- dashian í teiti á vegum E!- sjónvarpsstöðvarinnar, sem sýnir þættina Keeping Up With The Kardasians, í New York. Frum- byrjan mætti í óklæðilegum jakka sem hnepptur var upp að brjóstum, þröngur að ofan og víkk- aði út þannig að hann myndaði A- snið að neðan. Þetta snið gerir ákaflega lítið fyrir óléttar konur. Það sleppur hjá þeim sem eru vaxnar eins og stundaglös eða með frekar grönn mitti en á meðgöngu gengur þetta snið engan veginn. Sem tveggja barna móðir veit ég að það er talsverð kúnst að klæða sig á meðgöngu, sér- staklega þegar konur skarta þessu Kardashi- an-vaxtarlagi (brjóst og mjaðmir í sömu stærð, mittið númeri minna). Konur sem eru vanar að geta „keyrt“ á mittinu lenda í vand- ræðum þegar „besti parturinn“ blæs út. Og hvað er þá til ráða? Jú, konur þurfa að kunna að klæða sig. Það er hægt að klæða nánast allt af sér með réttum trixum. Að- altrixið er að vera í samlitum föt- um (þetta á líka við um þær sem eru ekki óléttar og vilja hækka sig og grenna). Með því að fara í nokk- ur lög af fötum í mismunandi litum klippum við af hæðinni og virkum meiri ummáls. Óléttar konur ættu að eiga nokkra kjóla sem teygjast og eru þröngir yfir kúluna. Um leið og kúlan er komin í víðan kjól virk- ar hún miklu fyrirferðarmeiri og stærri. Við nennum ekki að láta segja við okkur hvað við séum „ógurlega myndarlegar“. Fólk meinar vel þegar það segir þetta við óléttar konur, en flestar í þess- ari stöðu langar meira að skalla og sparka í sköflung þegar þessi orð eru látin falla … Einnig er mikilvægt að kjóllinn sé tekinn saman eða sé sé þröngur yfir mjaðmirnar því þannig mótar hann kúluna betur. Kjólar sem eru teknir saman undir brjóstunum og eru með töluverðri vídd yfir bumb- una breikka kvenpeninginn. Ef þið farið í víða kjóla er mikilvægt að vera í vel sniðnum og þröngum blazer-jakka yfir til að móta líkamann. Nú er þetta farið að hljóma eins og þú þurfir meirapróf í tísku- skólanum ef þú ætl- ar að voga þér að ganga með barn, en það er nú ekki alveg þannig. Það er svo skemmti- legt að ganga með barn og konur eiga að hafa vit á því að njóta þess í botn á meðan á því stendur. Það kemur nefnilega að því augnabliki að við erum vissar í hjart- anu að við ætlum aldrei að gera þetta aftur … martamaria@mbl.is Þegar besti parturinn blæs út Kim Kardashian í teiti hjá E! sjónvarpsstöðinni í New York. AFP Hertogaynjan af Cambridge í 190.000 kr. kjól frá Erdem. Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is Erum með allt fyrir Góður endir á góðum degi Nuddpottar Hreinsiefni Síur Viðgerðarþjónusta Varahlutir Stofnað 1957 Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.