Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013 Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona opnar á laugardag fyrstu sýninguna í nýju sölugalleríi, Gallerí H, eða G-H. Galleríið er á annarri hæð veitingahússins Santa Karamba að Laug- arvegi 55b. Í galleríinu verða sýnd verk ungra listamanna og ný sýning opnuð mánaðarlega. Hulda hefur verið ötul við sýningahald á undanförnum árum og vakið athygli fyrir mál- verk sem lýst hefur verið sem persónulegum, orkuríkum og áhrifamiklum. Í tilkynningu segir að stefnt sé að því að selja í galleríinu „unga myndlist til innlendra safnara og óbreyttra borgara á viðráðanlegu verði“. Gallerí H er opið mánudaga til laugardaga frá klukkan 11 - 23. NÝTT SÝNINGARÝMI OPNAR HULDA Í G-H Gallerí H er á efri hæð Santa Karamba á Lauga- vegi 55b. Ný sýning opnuð mánaðarlega. Víkingur Heiðar valdi nýja flygilinn fyrir Hann- esarholt og kynnir gestum hljóðfærið. Morgunblaðið/Ómar Víkingur Heiðar Ólafsson leikur á vígslu- tónleikum nýs flygils í Hannesarholti, nýja menningarhúsinu á Grundarstíg 10, á sunnu- dag klukkan 14. Flygillinn er af gerðinni Steinway and Sons og Víkingur Heiðar valdi hann í Þýskalandi nú á vordögum. Á efnisskrá tónleikanna eru verk frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar, til að sýna eiginleika hljóðfærisins í sem litrík- ustu ljósi. Víkingur mun jafnframt spjalla um flygilinn og tónlistina við gesti. Tónleikarnir verða endurteknir á sunnu- dag kl. 17.00 og þriðjudaginn kemur kl. 20.00. VÍKINGUR Í HANNESARHOLTI VÍGIR FLYGIL Á sunnudag klukkan 13 flytur Útvarpsleikhúsið á Rás 1 verkið Ódauðleik- ann. Það er sagt „tilbrigði við útvarp“, í framhaldi sögu eftir William Heine- sen, og er eftir Þorgeir Þorgeirson. Þorgeir leikstýrði verk- inu sjálfur en hann þýddi margar sögur sagnaskálds- ins færeyska með meistaralegum hætti. Verkið fjallar um kínverska skáldið Lí Pó og tömdu trönuna hans. Það gerist einhvers- staðar í Kína árið 711 eftir Krist og segir frá för hins aldraða skálds á vit eilífðarinnar. Upptakan er frá árinu 1983 en þá ákváðu norrænir útvarpsleikstjórar að hver veldi smásögu eftir norrænan höfund sem leik- gerð yrði unnin eftir. Meðal leikenda eru Sól- veig Halldórsdóttir, Árni Tryggvason, Erling- ur Gíslason og Baldvin Halldórsson. UNNIÐ MEÐ SÖGU HEINESEN ÓDAUÐLEIKI William Heinesen Konur eru í forgrunni í nýjasta hefti Kirkjuritsins sem kom útá dögunum. Presthjónin Árni Svanur Daníelsson og KristínÞórunn Tómasdóttir hafa tekið við ritstjórn Kirkjuritsins nú þegar 79. árgangur þess kemur út. Þau telja mikilvægt að gefið sé út rit þar sem rætt er um trú á mannamáli og hún tengd samtímanum. „Við viljum styrkja samtalið um trúna í samfélaginu, um kirkjuna og leggjum upp með að gera það á nýjum nótum í riti þar sem hægt er að skrifa og ræða um trú. Við leitumst við að skoða samtíma- menningu með augum trúarinnar og koma auga á hvernig hið trúar- lega birtist í menningu og samtíma,“ segja Árni og Kristín í samtali. Lagt er upp með að í hverju hefti verði ákveðið þema en í vorheft- inu var fjallað um konurnar í kirkjunni. Ritið inniheldur viðtöl við þrjár konur sem sett hafa mark sitt á þjóðkirkjuna, þær Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, Solveigu Láru Guðmundsdóttur vígslubiskup og Auði Eir Vilhjálmsdóttur, sem var fyrsta konan sem vígðist sem prestur í þjóðkirkjunni fyrir tæpum 40 árum. „Það markar auðvitað mikil tímamót að við höfum farið úr því að vera kirkja þar sem engin kona hafði verið vígð biskup yfir í að meirihluti biskupa séu konur. En það er jafnframt ástæða til að minna á að kirkjan má ekkert hætta að tala um jafnréttismál þótt þessi árangur hafi náðst,“ segja þau. KIRKJURITIÐ Í NÝJUM BÚNINGI Samtímamenning með augum trúar Konur í kirkjunni eru í forgrunni í vorhefti Kirkjuritsins. Það fæst í bókabúðum Eymundsson, Bóksölu stúdenta og Kirkjuhúsinu Laugavegi 31. Þá er hægt að gerast áskrifandi á www.kirkjuritid.is. Presthjónin Kristín Þórunn Tómasdóttir og Árni Svanur Daníelsson. ÁRNI SVANUR OG KRISTÍN ÞÓRUNN VILJA AÐ KIRKJURITIÐ SÉ VETTVANGUR UMFJÖLLUNAR UM TRÚ OG MENNINGU Menning Þ essi árlegu heimsþing PEN eru mikilvægustu fundirnir í heimi orðanna, tungumálanna og orð- ræðunnar. Þetta eru einstakir fundir, með átökum og þrætum, og hugmyndum sem varpað er fram,“ segir kanadíski rithöfundurinn og heimspeking- urinn John Ralston Saul. Hann er forseti PEN, hinna kunnu alþjóðasamtaka rithöf- unda, útgefenda og blaðamanna, sem halda árlegt heimsþing sitt í Reykjavík í haust, dagana 9. til 12. september. Bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin á sama tíma og að sögn Sjón, sem er formaður Íslandsdeildar PEN, er von á þrjú til fjögur hundruð gest- um á þingið, rithöfundum, útgefendum og starfsfólki mannréttindaskrifstofa. Alþjóða- samtök PEN voru stofnuð árið 1921 og hafa heimskunnir höfundar verið þar í forsvari frá upphafi; þau styðja bókmenntir og tján- ingarfrelsi og eru elstu starfandi mannrétt- indasamtökin. Íslenskir lesendur hafa gegnum árin eink- um fræðst um heimsþing PEN þegar fulltrúar okkar, höfundar á borð við Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxness og Thor Vil- hjálmsson hafa ritað um þau greinar í blöð og bækur. En nú er þingið á leið hingað og forsetinn, Saul, var hér á dögunum að und- irbúa þennan viðamikla viðburð. Þrjósk samtök „PEN hafa frá upphafi, í 91 ár, verið óvenjuleg samtök,“ segir hann þar sem við sitjum á heimili sendiherra Kanada. „Öll þessi mikilvægu samtök sjálfboðaliða sem berjast í dag fyrir réttindum og hagsmunum einstaklinga rekja upphafið til PEN. Í dag eru 146 PEN-skrifstofur starfræktar í 102 löndum,“ segir hann. Samtökin voru stofnuð eftir heimsstyrjöldina fyrri, með það að markmiði að berjast fyrir málfrelsi og skapa samræðuvettvang fyrir höfunda og hugsuði eftir hrun siðmenningarinnar í styrjöldinni. Stofnandinn var bresk kona, C.A. Dawson Scott, og fékk hún rithöfundinn John Gals- worthy til að taka að sér forsetaembættið í byrjun. Meðal seinni forseta samtakanna má nefna H.G. Wells, E.M. Forster, Arthur Miller, Heinrich Böll og Mario Vargas Llosa. Í grein um heimsþingið 1995, sem Thor Vilhjálmsson birti í Morgunblaðinu sama ár, er starfi forseta PEN, sem Thor kallar reyndar aðalritara, vel lýst: „Í slíkum samtökum má aldrei slaka á. Þar mæðir mest á framkvæmdaforystunni, aðalrit- aranum sem nú er Alexander Blokh, marg- tyngdum manni sem skrifar á frönsku undir nafninu Jean Blot. Forsetar koma og fara og einn þeirra sem verður lengi minnzt fyrir kostgæfni og ötula forystu er Svíinn Per Wästberg sem lagði á sig mikil ferðalög víðsvegar um heiminn og erfiði. Þar skiptast náttúrlega á sigrar og svo hins vegar von- brigði …“ „Á þingin koma höfundar alls staðar að úr heiminum og ræða um bókmenntir, sem er afskaplega skemmtilegt og alltaf er haldin bókmenntahátíð á sama tíma,“ segir Saul. „En samhliða er rætt um tjáningarfrelsið og við leggjum stefnumálin í þeirri baráttu nið- ur fyrir okkur. Við erum þrjósk samtök, enda orðin gömul og reynd, og rithöfundar horfa alltaf fram á veginn, hugsa ekki í skammtímalausnum. Við berjumst fyrir frelsun höfunda sem hafa verið fangelsaðir. Í dag verjum við um 850 rithöfunda sem sitja í fangelsum í mörg- um þjóðlöndum. Að auki eru um 150 höf- undar drepnir árlega. Við höfum litla pen- inga úr að moða, höfum enga hermenn, eigum enga skriðdreka og heldur ekki banka og getum því ekki steypt okkur í skuldir og farið á hausinn – því mætti segja að við hefðum engin völd. En lítum í kringum okk- ur og spyrjum: hversu margir hershöfð- ingjar eru í fangelsi í heiminum vegna starfa sinna? Tveir eða þrír? Hversu margir forsetar sitja inni? Tveir eða þrír? Og hversu margir bankamenn hafa farið í fang- elsi fyrir að setja efnahagslífið á hvolf? Þrír eða fjórir? En hversu margir rithöfundar sitja inni? 850! Það segir að við höfum rétt fyrir okkur, við erum ógn við stjórnvöld og starfsemi þeirra. Annars sætum við ekki í fangelsi eða væri verið að drepa okkur. Stundum er ég spurður hvers vegna við séum að halda þessi þing. Það er vegna þess að við verðum að stilla saman strengi í bar- áttunni; af öllu þessu opinbera fólki eru það höfundar sem eru drepnir og fangelsaðir. Starf rithöfunda er afar mikilvægt.“ Saul segir að oft hafi félagar í PEN velt fyrir sér hvort samtökin snérust um bók- FORSETI ALÞJÓÐASAMTAKANNA PEN UNDIRBÝR HEIMSÞING Í REYKJAVÍK „Starf rithöfunda er afar mikilvægt“ JOHN RALSTON SAUL, FORSETI PEN, SEGIR ALÞJÓÐAÞING SAMTAKANNA HÉR Í HAUST VERA MIKILVÆGT TÆKIFÆRI FYRIR ÍSLAND OG ÍSLENDINGA TIL AÐ KYNNA SIG. LYKILUMRÆÐAN SNÝST ÞÓ UM TJÁNINGARFRELSI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is * „Hversu margirbankamenn hafa farið í fangelsi fyrir að setja efnahagslífið á hvolf? Þrír eða fjórir? En hversu margir rithöf- undar sitja inni? 850!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.