Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013 „Það er til að fólk biðji mig sem prest að líta inn, koma í heimsókn og þegar ég spyr um tilefnið, þá er svarið ein- falt; mér eða okkur finnst gott að presturinn líti inn á okkar nýja stað. Ég skynja oft eitthvert óöryggi en fólk er ekki tilbúið að ræða það frekar. Sumir segja í fram- haldinu að þeir hafi ekki sofið vel og finnist eitthvað á reiki innan dyra og spyrja mig oft hvort ég haldi að þau séu eitthvað að missa sig. En þetta fólk er oft ekki tilbúið í eiginlega hús- blessun en vill ræða málin og eiga samtal á heimilinu,“ segir séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur Bústaðakirkju. „Það er mun fátíðara að fólk komi og greini frá draugagangi eða öðru slíku og óski þess vegna eftir blessun. En fyrir nokkrum árum, í lok árs 2006 og fram undir páska árið 2007, kom hrina af slíkum beiðnum og voru að mig minnir mest fimm á einum mánuði. Hvorki ég né aðrir höfðu neina haldbæra skýringu á þessu.“ Pálmi Matthíasson Hrina af beiðn- um 2006-2007 „Útköllin sem ég hef fengið vegna húsblessana hafa verið af ýmsum ástæðum. Vegna draugagangs, endurtekinna martraða barna, vegna end- urtekinna slysa á heimilum og vegna mikilla veikinda eft- ir flutning á nýtt heimili,“ segir Lena Rós Matthías- dóttir, prestur í Grafarvogs- kirkju. Lena Rós segist í öllum tilfellum gefa sér tíma til að hlusta á fólkið og reyna að skilja upplifun þess. „Þá hef ég rætt við það um mik- ilvægi þess að það fari sjálft með bænir og blessanir sér sjálfu og heimili til handa. Svo hef ég boðið upp á litla bænastund á heimilinu, helgað vatn og boðið því að signa yfir þrösk- ulda og yfir erfiða ,,bletti“ í húsinu. Þá gengur fólk um húsið og signir það í bak og fyrir með eigin blessunarorðum. Þá hef ég lesið ritning- argrein og farið með fyrirbæn og blessun í lok- in þar sem heimilið og heimilisfólkið er lagt í hendur Guðs.“ Lena Rós Matthíasdóttir Útköll vegna slysa og veikinda Áhugi á reynslusögum fólks af einhverskonar draugagangi vaknaði hjá Svan-hvíti Tryggvadóttur þjóðfræðinema þegar hún var barn eftir upplifun í Laug- arásbíói. Fyrst skal þó farið yfir lífsreynslu eiginmanns hennar, Georgs Holm og tengda- móður, Guðnýjar Láru Ingadóttur. „Guðný, sem er eiginkona föður Georgs, bjó í risíbúð við Skólavörðustíg en úr verður að hún flytur út og Georg tekur við húslyklunum. Eftir nokkurn tíma fer hann að verða var við að einhver stendur í dyragætt svefnherberg- isins þegar hann leggst til hvílu á kvöldin. Hann upplifir veruna sem konu. Einhverra hluta vegna finnst honum nærveran ekki óþægileg. Hins vegar gerist það einu sinni að hann vaknar og sér þessa veru standa yfir rúminu. Hann lokaði augunum og bað hana að fara, hann gæti ekki sofið, og hún fór.“ Einhvern tíman síðar í fjölskylduboði er fyr- ir tilviljun farið að ræða yfirnáttúrulegar upp- lifanir og Georg segir fjölskyldunni sögu sína. Guðný fölnar upp og kemur þá í ljós að hún hafði einnig upplifað nærveru veru, sem henni fannst einnig vera kona. „Hvorugt þeirra hefur nokkurn tímann ver- ið að spá í hluti sem þessa svo að mér þótti þessi frásögn merkileg. Sjálf dvaldi ég aðeins í íbúðinni en Georg bjó þar þegar við kynnt- umst. Ég skynjaði ekki veruna en mér fannst alltaf eins og einhver væri á ferli frammi á gangi og ræddi það við Georg sem sagði mér þá frá þessari reynslu sinni. Það varð síðar ljóst að kona sem búið hafði í íbúðinni hengdi sig í eldhúsinu.“ Svanhvít gerði útvarpsþátt á dögunum þar sem hún fjallaði um flökkusögur af draugum en sjálf segist hún einu sinni hafa orðið fyrir mjög óvenjulegri reynslu sem barn. „Ég fór í Laugarásbíó með mömmu og í hléi stóðum við á salerninu í biðröð. Inni á einu salerninu er barn sem kvartar undan því að komast ekki út, það kunni ekki á lásinn. Konan á undan okkur er að reyna að aðstoða og leiðbeina en ekkert gengur. Ég fer inn á salernið við hliðina og lít yfir þilið og sé læstar dyr en ekki nokkra lif- andi veru. Það var enginn vegur fyrir barnið að komast framhjá mér óséð. Við vorum svo slegnar við mæðgurnar að við gátum ekki hugsað okkur að klára bíómyndina heldur fór- um þarna út.“ Eftir bíóferðina fóru Svanhvít og móðir hennar heim, á heimili sem þær dvöldu tíma- bundið í, og sögðu frá því sem þær höfðu reynt. Húsráðendur sögðu þeim þá að heimilinu fylgdi afar stríðinn ærsladraugur og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann elti heim- ilisfólk og ataðist í því. Kona í risíbúð við Skólavörðustíg Svanhvít og móðir hennar urðu fyrir undarlegri upplifun í Laugarásbíói fyrir mörgum árum. Þær treystu sér ekki að klára að horfa á bíómyndina eftir hlé. Hjónin Georg Holm, bassaleikari hljómsveit- arinnar Sigur Rósar, dóttir þeirra Iðunn Holm og Svanhvít Tryggvadóttir þjóðfræðinemi. „Ég fékk eitt sinn til mín ungt par með rúmlega tveggja ára gamla dóttur. Barnið var mjög óvært og svaf ekki heilu og hálfu næturnar í herbergi sínu. Einnig vildi það helst ekki leika sér þar og eða vera nálægt herberginu. Þetta var ósköp jarðbundið par en vildi láta á reyna að fá prest til að blessa íbúðina og herbergið. Ég gerði það og heyrði síðan ekkert í parinu í nokkra mánuði þar til að þau hringdu í mig einn daginn al- sæl. Þau höfðu nefnilega gleymt að láta mig vita að það höfðu orðið algjör umskipti á barninu og vildu láta vita af því að barnið þeirra væri allt annað og værara. Svæfi í rúminu sínu og léki sér eins og heilbrigðra barna er háttur,“ segir Þór Hauksson, sókn- arprestur í Árbæjarprestakalli. „Ég skal viðurkenna að þegar ég fæ beiðn- ir um blessun á húsnæði vegna óværu sem fólk telur sig finna verð ég oft hugsi um hvort einhver sé að gera at í prestinum. Ég læt mig hafa það að mæta og alltaf er það svo að fólk hefur upplifað eitthvað sem veldur því vanlíð- an. Fólk hringir eða kemur til mín í kirkjuna allt að því afsakandi og biður um blessun. Oft hefur það upplifað að enginn hefur trúað því og er þakklátt fyrir að fá jákvætt svar.“ Þór Hauksson Barnið svaf vært eftir blessun Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskála- prestakalli, hefur fengið nokkur mál inn á sitt borð þau 14 ár sem hann hefur verið prestur. „Í þeim til- vikum hef ég farið á staðinn, hlustað á upplifun fólks, síð- an höfum við átt bænastund þar sem Guð er beðinn um að reka burtu allt sem vanlíðan kann að valda, beðið fyrir húsráðendum og þeim sem inn koma. Þetta hafa verið einlægar og góðar stundir. Ég hef fengið viðbrögð fólksins löngu síðar um breytingar eftir slíkar bæna- stundir. Hins vegar þarf að kanna nokkur at- riði þegar slík beiðni berst. Í fyrsta lagi hvort einhver náttúrleg skýring sé á ástandinu, t.d. ef um einhver dularfull hljóð er að ræða. Þá gæti til dæmis bara verið laus þakrenna eða mús milli þilja, hvort einhver annar andlegur vandi sé á ferðinni, hvort könnuð hafi verið hugsanleg áhrif rafsegulsviðsmengunar. Ekkert af þessu hefur átt við í þeim tilvikum þar sem ég hef verið kallaður til.“ Sigurður Grétar Sigurðsson Aldrei fundið náttúrulegar skýringar MERIDA CROSSWAY T 100-D HERRA 19.998 KR. 119.990 KR. Léttgreiðslur í 6 mánuði. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 3 1 2 2 1 ÁMERIDA GÆÐAHJÓLUM BRUNUM INN Í SUMARIÐ MERIDA CROSSWAY T 100-L DÖMU 19.998 KR. 119.990 KR. Léttgreiðslur í 6 mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.