Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Síða 37
28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 S tærstur hluti tölvuárása í heiminum er upp- runnin í Kína, en samkvæmt skýrslu frá Akamai Technologies sem fréttaveitan Bloom- berg hefur greint var 41% tölvuárása í heim- inum á síðasta ársfjórðungi 2012 þaðan. Þrír fjórðu hlutar allra tölvuárása í heiminum koma frá tíu löndum ef marka má samantekt Akamai. 1. Kína Höfuðból tölvuárása í heiminum en þaðan komu 41% árása á síðustu þrem mánuðum 2012 og jókst hlutur landsins um 13% frá sama tíma árið á undan. 2. Bandaríkin Þrátt fyrir að vera heimaland þekktra hakkarahópa á borð við Anonymous og AntiSec kemur mun minna af tölvuárásum frá Bandaríkjunum en Kína, eða um 10% allra árása í heiminum. 3. Tyrkland Alls koma 4,7% tölvuárása frá Tyrklandi sem er minna en á sama tíma árið 2011. 4. Rússland Nýverið var gerð tölvuárás á stórfyrirtækin Apple, Facebook og Twitter sem talin var koma frá rúss- neskum tölvuþrjótum. Rússar báru ábyrgð á 4,3% töl- vuárása heimsins síðustu 3 mánuði ársins 2012 sem er minna en á sama tíma árið á undan. 5. Taívan Alls er talið að 3,7% árása á tölvur og tölvukerfi komi frá Taívan. Í sætum 5-10 á listanum eru Brasilía, Rúmenía, Ind- land, Ítalía og Ungverjaland. ÞJÓÐERNI TÖLVUÞRJÓTA Flestar tölvuárásir koma frá Kína Fjórar af hverjum tíu tölvuárásum sem gerðar eru í heiminum eru gerð- ar frá kínverskri tölvu. Nýverið kom út hjá Netflix þáttaröðinHemlock Grove, sem er hryllingssería íleikstjórn Íslandsvinarins Eli Roth og hafaþættirnir fengið góð viðbrögð áskrifenda. Framundan er þáttaröð af hinum vinsælu gam- anþáttum Arrested Development sem hafa ekki verið í framleiðslu síðan Fox-sjónvarpsstöðin hætti fram- leiðslu þeirra árið 2006, og vísindaskáldskaparþættir sem nefnast Sense8, sem Wachowski-systkinin munu framleiða, en þau hafa áður gert myndir á borð við Matrix, V for Vendetta og Cloud Atlas. Þá eru tvær þáttaraðir í viðbót í framleiðsluferli. Áhorfendur kjósa um þætti í framleiðslu Þessi velgengni hefur vakið athygli annarra fyrirtækja, og eitt þeirra er Amazon, sem hefur nú ákveðið að hefja framleiðslu og sölu á Kindle TV, sjónvarpstölvu á borð við Apple TV og Google TV. Þetta er að mörgu leyti rökrétt þróun í framleiðslu Kindle- vörulínunnar, í ljósi þess hve mikið af sjónvarpsefni og kvikmyndum Amazon selur. Það hefur lengi verið markmið Amazon að geta verið alltumlykjandi í fram- boði og neyslu afþreyingarefnis. Nú þegar býður fyr- irtækið upp á þjónustu þar sem hægt er að streyma rúmlega 140.000 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í tölvu eða Kindle Fire-spjaldtölvur. Og eins og það hafi ekki verið nóg, þá hefur Amazon nú hellt sér út í framleiðslu sjónvarpsþátta sem verða einungis í boði fyrir áskrifendur Amazon. Amazon virðist ætla að leggja talsvert undir í fram- leiðslu efnis. Í síðustu viku svipti fyrirtækið hulunni af 14 prufuþáttum (e. pilot) og býður áhorfendum að kjósa um hverjir fara í framleiðslu. Af þessum þáttum voru sex þættir fyrir börn, og tveir voru teiknaðir gamanþættir. Hinir sex eru allir gamanþættir sem ættu að geta fallið fjöldanum í geð. Einn þerra er Alpha House, þar sem John Goodman er í aðal- hlutverki sem einn fjögurra þingmanna Repúblik- anaflokksins sem leigja saman hús í Washington. Meðal þeirra sem koma fram í aukahlutverki eru Bill Murray og Stephen Colbert. Annar þáttur heitir Be- tas, en þar fer Ed Begley Jr. með aðalhlutverkið í þætti um sprotafyrirtæki í Sílikondal. Þriðji kallast Onion News, og þar fer Jeffrey Tambor með aðal- hlutverk, ásamt starfsfólki grínfréttamiðilsins The Onion. Þetta hljómar eins og metnaðarfull dag- skrárgerð, en gagnrýnendur hafa þó verið nokkuð sammála um að þessir þættir kljáist allir við sama vandamál. Þeir eru ekki mjög fyndnir. Í samkeppni við spjaldtölvuframleiðendur hefur Amazon vegnað ágætlega með því að bjóða upp á vöru sem er ódýrari, en jafnframt ekki eins góð. Fyr- irtækið virðist veðja á sömu aðferðafræði í efnisfram- leiðslu, og ætla að bjóða upp á efni sem er ódýrt í framleiðslu, og að því er virðist, ekki alveg eins gott og efni keppinautanna. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig Amazon vegnar á þessari leið. Enn er sótt að sjónvarpi TEKJUR NETFLIX FÓRU Í FYRSTA SKIPTI YFIR MILLJARÐ DOLLARA Á FYRSTA ÁRSFJÓRÐUNGI ÞESSA ÁRS. FORSVARSMENN ÞAKKA ÞENNAN ÁRANGUR EKKI SÍST ÞÁTTARÖÐINNI HOUSE OF CARDS HEFUR FYRIRTÆKIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ HALDA ÁFRAM SJÓNVARPSFRAMLEIÐSLU. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Smáralind | Sími 512 1330 Laugavegi 182 | Sími 512 1300 Kaupa MacBook Pro 13” Kaupa iMacKaupa iPhone Við fögnum sumrinumeð verðlækkun áMacBook Pro 13”, iMac og iPhone 5 iPhone 5 Verð frá:249.990.- Verð áður: frá: 269.990.- Verð frá:119.990.- Verð áður: frá: 124.990.- Verð frá: 199.990.- Verð áður: frá: 219.990.- iMac MacBook Pro 13”

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.