Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 37
28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 S tærstur hluti tölvuárása í heiminum er upp- runnin í Kína, en samkvæmt skýrslu frá Akamai Technologies sem fréttaveitan Bloom- berg hefur greint var 41% tölvuárása í heim- inum á síðasta ársfjórðungi 2012 þaðan. Þrír fjórðu hlutar allra tölvuárása í heiminum koma frá tíu löndum ef marka má samantekt Akamai. 1. Kína Höfuðból tölvuárása í heiminum en þaðan komu 41% árása á síðustu þrem mánuðum 2012 og jókst hlutur landsins um 13% frá sama tíma árið á undan. 2. Bandaríkin Þrátt fyrir að vera heimaland þekktra hakkarahópa á borð við Anonymous og AntiSec kemur mun minna af tölvuárásum frá Bandaríkjunum en Kína, eða um 10% allra árása í heiminum. 3. Tyrkland Alls koma 4,7% tölvuárása frá Tyrklandi sem er minna en á sama tíma árið 2011. 4. Rússland Nýverið var gerð tölvuárás á stórfyrirtækin Apple, Facebook og Twitter sem talin var koma frá rúss- neskum tölvuþrjótum. Rússar báru ábyrgð á 4,3% töl- vuárása heimsins síðustu 3 mánuði ársins 2012 sem er minna en á sama tíma árið á undan. 5. Taívan Alls er talið að 3,7% árása á tölvur og tölvukerfi komi frá Taívan. Í sætum 5-10 á listanum eru Brasilía, Rúmenía, Ind- land, Ítalía og Ungverjaland. ÞJÓÐERNI TÖLVUÞRJÓTA Flestar tölvuárásir koma frá Kína Fjórar af hverjum tíu tölvuárásum sem gerðar eru í heiminum eru gerð- ar frá kínverskri tölvu. Nýverið kom út hjá Netflix þáttaröðinHemlock Grove, sem er hryllingssería íleikstjórn Íslandsvinarins Eli Roth og hafaþættirnir fengið góð viðbrögð áskrifenda. Framundan er þáttaröð af hinum vinsælu gam- anþáttum Arrested Development sem hafa ekki verið í framleiðslu síðan Fox-sjónvarpsstöðin hætti fram- leiðslu þeirra árið 2006, og vísindaskáldskaparþættir sem nefnast Sense8, sem Wachowski-systkinin munu framleiða, en þau hafa áður gert myndir á borð við Matrix, V for Vendetta og Cloud Atlas. Þá eru tvær þáttaraðir í viðbót í framleiðsluferli. Áhorfendur kjósa um þætti í framleiðslu Þessi velgengni hefur vakið athygli annarra fyrirtækja, og eitt þeirra er Amazon, sem hefur nú ákveðið að hefja framleiðslu og sölu á Kindle TV, sjónvarpstölvu á borð við Apple TV og Google TV. Þetta er að mörgu leyti rökrétt þróun í framleiðslu Kindle- vörulínunnar, í ljósi þess hve mikið af sjónvarpsefni og kvikmyndum Amazon selur. Það hefur lengi verið markmið Amazon að geta verið alltumlykjandi í fram- boði og neyslu afþreyingarefnis. Nú þegar býður fyr- irtækið upp á þjónustu þar sem hægt er að streyma rúmlega 140.000 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í tölvu eða Kindle Fire-spjaldtölvur. Og eins og það hafi ekki verið nóg, þá hefur Amazon nú hellt sér út í framleiðslu sjónvarpsþátta sem verða einungis í boði fyrir áskrifendur Amazon. Amazon virðist ætla að leggja talsvert undir í fram- leiðslu efnis. Í síðustu viku svipti fyrirtækið hulunni af 14 prufuþáttum (e. pilot) og býður áhorfendum að kjósa um hverjir fara í framleiðslu. Af þessum þáttum voru sex þættir fyrir börn, og tveir voru teiknaðir gamanþættir. Hinir sex eru allir gamanþættir sem ættu að geta fallið fjöldanum í geð. Einn þerra er Alpha House, þar sem John Goodman er í aðal- hlutverki sem einn fjögurra þingmanna Repúblik- anaflokksins sem leigja saman hús í Washington. Meðal þeirra sem koma fram í aukahlutverki eru Bill Murray og Stephen Colbert. Annar þáttur heitir Be- tas, en þar fer Ed Begley Jr. með aðalhlutverkið í þætti um sprotafyrirtæki í Sílikondal. Þriðji kallast Onion News, og þar fer Jeffrey Tambor með aðal- hlutverk, ásamt starfsfólki grínfréttamiðilsins The Onion. Þetta hljómar eins og metnaðarfull dag- skrárgerð, en gagnrýnendur hafa þó verið nokkuð sammála um að þessir þættir kljáist allir við sama vandamál. Þeir eru ekki mjög fyndnir. Í samkeppni við spjaldtölvuframleiðendur hefur Amazon vegnað ágætlega með því að bjóða upp á vöru sem er ódýrari, en jafnframt ekki eins góð. Fyr- irtækið virðist veðja á sömu aðferðafræði í efnisfram- leiðslu, og ætla að bjóða upp á efni sem er ódýrt í framleiðslu, og að því er virðist, ekki alveg eins gott og efni keppinautanna. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig Amazon vegnar á þessari leið. Enn er sótt að sjónvarpi TEKJUR NETFLIX FÓRU Í FYRSTA SKIPTI YFIR MILLJARÐ DOLLARA Á FYRSTA ÁRSFJÓRÐUNGI ÞESSA ÁRS. FORSVARSMENN ÞAKKA ÞENNAN ÁRANGUR EKKI SÍST ÞÁTTARÖÐINNI HOUSE OF CARDS HEFUR FYRIRTÆKIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ HALDA ÁFRAM SJÓNVARPSFRAMLEIÐSLU. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Smáralind | Sími 512 1330 Laugavegi 182 | Sími 512 1300 Kaupa MacBook Pro 13” Kaupa iMacKaupa iPhone Við fögnum sumrinumeð verðlækkun áMacBook Pro 13”, iMac og iPhone 5 iPhone 5 Verð frá:249.990.- Verð áður: frá: 269.990.- Verð frá:119.990.- Verð áður: frá: 124.990.- Verð frá: 199.990.- Verð áður: frá: 219.990.- iMac MacBook Pro 13”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.